Guðlaugur Þór: Laugardalsvöllur er eign Reykjavíkurborgar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2014 21:26 Enn og aftur er komin umræða um stækkun stúkunnar á Laugardalsvelli og að fjarlægja hlaupabrautina sem umlykur völlinn. Valtýr Björn Valtýsson ræddi málið við Guðlaug Þór Þórðarson starfandi formann fjárlaganefndar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Laugardalsvöllur tekur rétt tæplega tíu þúsund manns og velgengni íslenska fótboltalandsliðsins hefur ýtt undir umræður um stækkun stúkunnar. Stækkun stúkunnar yrði á þá vegu að vellinum yrði lokað og hlaupabrautin fjarlægð. Þetta myndi þýða að völlurinn tæki um 15-18 þúsund manns. Geir Þórsteinsson formaður KSÍ sagði í Morgunblaðinu í dag að nú þegar liggi fyrir styrkur frá knattspyrnusambandi Evrópu um að taka upp grasið á vellinum og gera hann upphitaðan. Geir vill að þær framkvæmdir hefjist að ári og þá verði hlaupabrautin fjarlægð um leið. Hann segir að samkomulag við frjálsíþróttasambandið liggi fyrir en hvað varðar stúkubygginu og lokun vallarins þurfi ríki og borg að koma að málinu. Enn hvað segir Guðlaugur Þór Þórðarson starfandi formaður fjárlaganefndar um þetta? „Laugardalsvöllur er eign Reykjavíkurborgar en auðvitað er þetta Þjóðarleikvangurinn okkar. Hann er samt á ábyrgð Reykjavíkurborgar og þetta er þetta eign," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson í samtali við Valtý Björn Valtýsson. „Það er erfitt fyrir Ríkissjóð, sem eru ekkert annað en skattgreiðendur, að taka á sig fleiri verkefni. Það er frábært að sjá þennan árangur hjá landsliðunum okkar og algjörlega ómetanlegt. Við þurfum að huga meira að því þegar við skoðum mannvirki eins og þetta, sem væri stórkostlegt að sjá rísa, að menn þurfi að hugsa meira út fyrir boxið," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson og nefndi sem dæmi fjölnota íþróttamannvikri sem hafa verið byggð í samstarfi við einkaaðila. „Ef við viljum sjá þennan draum rætast þá ættu menn að skoða þetta út frá þeim forsendum og ég er sannfærður um að það að það væri vilji margra og þá sérstaklega stjórnmálamanna að hjálpa til við það," sagði Guðlaugur Þór en það má sjá allt viðtal Valtýs við Guðlaug hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Vilja yfirbyggða stúku og hlaupabrautina burt KSÍ vill byggja stúku allan hringinn í kringum Laugardalsvöll og losna við hlaupabrautina. 16. október 2014 10:00 Endurbættur Laugardalsvöllur: Fjárfestar munu vilja peningana tilbaka Það verður ekki auðvelt fyrir Knattspyrnusamband Íslands að láta draum sinn rætast og laða fjárfesta að endurbótum á Laugardalsvelli, að sögn Helga S. Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Regins, rekstraraðila Egilshallarinnar, sem er í núverandi mynd líkust því viðskiptamódeli sem KSÍ leggur til grundvallar fjármögnun endurbótanna. 16. október 2014 14:47 ÍTR: Ekkert gerist án aðkomu ríkisins ÍTR er ekki mótfallið hugmyndum um nýjan yfirbyggðan Laugardalsvöll. 16. október 2014 11:30 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Sjá meira
Enn og aftur er komin umræða um stækkun stúkunnar á Laugardalsvelli og að fjarlægja hlaupabrautina sem umlykur völlinn. Valtýr Björn Valtýsson ræddi málið við Guðlaug Þór Þórðarson starfandi formann fjárlaganefndar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Laugardalsvöllur tekur rétt tæplega tíu þúsund manns og velgengni íslenska fótboltalandsliðsins hefur ýtt undir umræður um stækkun stúkunnar. Stækkun stúkunnar yrði á þá vegu að vellinum yrði lokað og hlaupabrautin fjarlægð. Þetta myndi þýða að völlurinn tæki um 15-18 þúsund manns. Geir Þórsteinsson formaður KSÍ sagði í Morgunblaðinu í dag að nú þegar liggi fyrir styrkur frá knattspyrnusambandi Evrópu um að taka upp grasið á vellinum og gera hann upphitaðan. Geir vill að þær framkvæmdir hefjist að ári og þá verði hlaupabrautin fjarlægð um leið. Hann segir að samkomulag við frjálsíþróttasambandið liggi fyrir en hvað varðar stúkubygginu og lokun vallarins þurfi ríki og borg að koma að málinu. Enn hvað segir Guðlaugur Þór Þórðarson starfandi formaður fjárlaganefndar um þetta? „Laugardalsvöllur er eign Reykjavíkurborgar en auðvitað er þetta Þjóðarleikvangurinn okkar. Hann er samt á ábyrgð Reykjavíkurborgar og þetta er þetta eign," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson í samtali við Valtý Björn Valtýsson. „Það er erfitt fyrir Ríkissjóð, sem eru ekkert annað en skattgreiðendur, að taka á sig fleiri verkefni. Það er frábært að sjá þennan árangur hjá landsliðunum okkar og algjörlega ómetanlegt. Við þurfum að huga meira að því þegar við skoðum mannvirki eins og þetta, sem væri stórkostlegt að sjá rísa, að menn þurfi að hugsa meira út fyrir boxið," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson og nefndi sem dæmi fjölnota íþróttamannvikri sem hafa verið byggð í samstarfi við einkaaðila. „Ef við viljum sjá þennan draum rætast þá ættu menn að skoða þetta út frá þeim forsendum og ég er sannfærður um að það að það væri vilji margra og þá sérstaklega stjórnmálamanna að hjálpa til við það," sagði Guðlaugur Þór en það má sjá allt viðtal Valtýs við Guðlaug hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Vilja yfirbyggða stúku og hlaupabrautina burt KSÍ vill byggja stúku allan hringinn í kringum Laugardalsvöll og losna við hlaupabrautina. 16. október 2014 10:00 Endurbættur Laugardalsvöllur: Fjárfestar munu vilja peningana tilbaka Það verður ekki auðvelt fyrir Knattspyrnusamband Íslands að láta draum sinn rætast og laða fjárfesta að endurbótum á Laugardalsvelli, að sögn Helga S. Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Regins, rekstraraðila Egilshallarinnar, sem er í núverandi mynd líkust því viðskiptamódeli sem KSÍ leggur til grundvallar fjármögnun endurbótanna. 16. október 2014 14:47 ÍTR: Ekkert gerist án aðkomu ríkisins ÍTR er ekki mótfallið hugmyndum um nýjan yfirbyggðan Laugardalsvöll. 16. október 2014 11:30 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Sjá meira
Vilja yfirbyggða stúku og hlaupabrautina burt KSÍ vill byggja stúku allan hringinn í kringum Laugardalsvöll og losna við hlaupabrautina. 16. október 2014 10:00
Endurbættur Laugardalsvöllur: Fjárfestar munu vilja peningana tilbaka Það verður ekki auðvelt fyrir Knattspyrnusamband Íslands að láta draum sinn rætast og laða fjárfesta að endurbótum á Laugardalsvelli, að sögn Helga S. Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Regins, rekstraraðila Egilshallarinnar, sem er í núverandi mynd líkust því viðskiptamódeli sem KSÍ leggur til grundvallar fjármögnun endurbótanna. 16. október 2014 14:47
ÍTR: Ekkert gerist án aðkomu ríkisins ÍTR er ekki mótfallið hugmyndum um nýjan yfirbyggðan Laugardalsvöll. 16. október 2014 11:30