Sport

Hamilton bestur í Bretlandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Ökuþórinn Lewis Hamilton var í kvöld valinn íþróttamaður ársins í Bretlandi en kylfingurinn Rory McIlroy varð annar í valinu.

Hamilton varð heimsmeistari í Formúlunni í ár og í annað skipti á ferlinum. Þar með komst hann í hóp með Jim Clark, Graham Hill og Jackie Stewart.

McIlroy átti einnig frábært ár en hann vann sigur á Opna breska meistarmótinu og PGA-meistaramótinu. Þá komst hann í efsta sæti heimslistans með frábærri spilamennsku í sumar.

Langhlauparinn Jo Pavey varð þriðja í valinu en hún vann gull í 10 þúsund metra hlaupi á EM í Zürich í sumar. Um leið varð hún elsti Evrópumeistari sögunnar en Pavey var þá 40 ára og 325 daga gömul.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×