Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Stjarnan 1-2 | Stjörnumenn með fullt hús Anton Ingi Leifsson á Hásteinsvelli skrifar 8. maí 2014 09:20 Vísir/Valli Stjörnumenn skutu sér upp á topp Pepsi-deildar karla í fótbolta, um stund að minnsta kosti, eftir 2-1 sigur á ÍBV í Vestmanneyjum í kvöld. Stjörnuliðið er því búið að vinna tvo fyrstu leiki sína í sumar. Ólafur Karl Finsen kom gestunum yfir í lok fyrri hálfleiks og síðara mark Stjörnumanna var sjálfsmark hjá Matt Garner. Heimamenn voru ívið betri aðilinn í fyrri hálfleik, en náðu ekki að skora í fyrri hálfleik og því fór sem fór. Arnar Bragi Bergsson minnkaði muninn undir lok leiks úr vítaspyrnu. Hjá heimamönnum var Brynjar Gauti Guðjónsson fjarri góðu gamni, en hann fékk slæmt höfuðhögg í fyrsta leiknum gegn Fram sem hann hafði ekki jafnað sig af. Arnar Bragi Bergsson datt úr liðinu, en inn komu þeir Matt Garner og Gunnar Þorsteinsson. Michael Præst og Jeppe Hansen komu inn í lið Stjörnunnar, en Jeppe var að spila sinn fyrsta leik fyrir Stjörnunnar. Præst var meiddur í fyrsta leik, en Stjörnuliðið var án Veigars Páls sem var meiddur. Þorri Geir Rúnarsson fékk sér sæti á bekknum eftir ágætis leik í fyrstu umferð. Eyjamenn byrjuðu mun betur og voru með vindinn í bakið sem hjálpaði nokkuð til, en Stjörnumenn byrjuðu leikinn illa. Athyglisvert atvik gerðist átta mínútum síðar þegar Bjarni Gunnarsson var sloppinn einn í gegn og Hörður Árnason virtist brjóta á honum. Gunnar Jarl, annars ágætur dómari leiksins, dæmdi ekkert við litla hrifningu Eyjamanna. Eftir 25. mínútna leik braut Ingvar Jónsson á Víði Þorvarðarsyni innan teigs og Gunnar Jarl benti á punktinn. Víðir fór sjálfur á punktinn og Ingvar gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnuna. Stjörnumenn voru heillum horfnir á löngum köflum í fyrri hálfleik, en þeir voru að spila á móti vind. Þeir hefðu þó getað gert betur, en sóknarleikur þeirra var ekki burðugur. Þeir fengu sitt fyrsta færi þegar fimm mínútur voru til leikhlés, en þeir hresstust þegar líða fór á hálfleikinn. Þeir komust yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks með marki frá Ólafi Karli Finsen sem gerði vel. Nokkuð gegn gangi leiksins, en að því er ekki spurt. Staðan því 1-0 í hálfleik fyrir gestunum. Síðari hálfleikur byrjaði afar rólega og lítið var að frétta. Gestirnir duttu aðeins aftar á völlinn og lokuðu vel til baka. Þeir gáfu fá færi á sér. Eftir rúman klukkutíma komust gestirnir í 2-0, en eftir flotta sókn gaf Arnar Már Björgvinsson boltann fyrir markið og Matt Garner ýtti boltanum yfir línuna, í sitt eigið mark. Eftir það fjaraði leikurinn dálítið út og virtist leikurinn ætla enda 2-0. ÍBV fékk þó víti sex mínútum fyrir leikslok og þar fór varamaðurinn Arnar Bragi Bergsson á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Lokatölur urðu svo gífurlega mikilvægur 2-1 sigur Stjörnunnar. Stjarnan fer á toppinn með sigrinum, tímabundið að minnsta kosti. Þeir spiluðu ekki vel í fyrri hálfleik en voru þó yfir og það eru mörkin sem telja. Eyjamenn geta nagað sig í handabökin að hafa ekki náð að skora í fyrri hálfleik, en þeir fengu nokkur færi til þess. Bjarni Gunnarsson slapp til að mynda einn í gegn og fleira. Þú verður að nýta færin þín í þessum ágæta leik.Ólafur Karl: Nóttin var erfið „Þetta var baráttusigur. Það var mjög gott að fá þrjú stig á svona erfiðum útivelli," sagði Ólafur Karl Finsen, markaskorari Stjörnunnar, í leikslok. „Ég sá að Atli fékk boltann og tók hlaup inn fyrir vörnina, hann sendi svo boltann í hárrétt svæði og ég var á undan í boltann. Ég náði að pota honum inn." „Rétt á undan markinu vorum við aðeins að ná tökum á þessu. Þetta var í fyrsta skipti sem við förum á gras, það var kannski smá aðlögun í fyrri hálfleik." „Ég náði að leggja mig í Herjólfi, en það var þó aðallega nóttin sem var erfið. Það var erfitt að sofna," og aðspurður hvort það hafi verið eitthvað stress svaraði Ólafur Karl: ,,Nei, það var bara spenna!" „Það er frábært að vinna fyrstu tvo leikina," sagði Ólafur Karl í leikslok.Eiður Aron: Nokkuð augljóst hvað fór úrskeiðis „Það er nokkuð augljóst hvað fór úrskeiðis, en það var nýtingin á færunum sem við fengum. Síðan fengum við tvö klaufamörk á okkur. Mér fannst við mikið sterkari aðilinn í dag," sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði ÍBV, í leikslok. „Markaskorunin er að angra okkur. Við eigum ekki að þurfa tvö víti og þrjú dauðafæri til að skora eitt mark." Klaufagangur í vörn ÍBV varð þess valdandi að Stjörnumenn komust yfir undir lok fyrri hálfleiks. Aðspurður hvað hafði gerst svaraði Eiður Aron: „Abel átti bara halda sig frá. Hann kemur þarna út, en hann átti bara halda sig frá. Þegar hann kemur hörfum við auðvitað aðeins frá og svo fór sem fór. Þetta var bara klúður hjá Abel þarna." „Þetta var rothögg. Við fengum þrjú færi einn á móti markmanni, en þeir ekki búnir að skapa sér neitt. Þetta var hundfúlt að fá svona mark á sig undir lok fyrri hállfeiks." „Matt Garner klíndi honum þarna í hornið og það er allaveganna einhver sem er að klára færin vel hjá okkur. Þetta var ömurleg mörk sem við fengum á okkur í dag, en við verðum bara að taka þessu." Eitt stig í fyrstu tveimur leikjunum er ekki uppskeran sem ÍBV lagði upp með, skiljanlega: „Þetta eru þvílík vonbrigði. Við fórum uppá land síðustu helgi að sækja þrjú stig og ætluðum að sækja þrjú stig hérna, en erum bara með eitt stig. Við erum hundfúlir." Umdeilt atvik átti sér stað í fyrri hálfleik þegar Hörður Árnason virtist brjóta á Bjarna Gunnarssyni sem var sloppinn einn í gegn. Hvað fannst Eið um það? „Ég sá það ekki. Ég var svo langt frá, en það eru flestir búnir að segja það við mig að þetta hafi verið brot. Það er þó ómögulegt fyrir mig að segja," sagði Eiður Aron við Vísi í leikslok.Atli: Þetta er partur af því að koma til Eyja „Þetta er frábær byrjun að vinna fyrstu tvo leikina og það er ekki hægt að biðja um það betra," sagði Atli Jóhannsson, miðjumaður Stjörnunnar, í leikslok. „Fyrstu þrjátíu mínúturnar voru ömurlegar. Við áttum góðar síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik og svo var heppnisstimpill yfir síðari marki okkar. Þeir voru ekki að fá mörg færi í síðari hálfleik, en þeir voru betri í fyrri hálfleik. Heilt yfir ýttum við þessu yfir línuna og náðum í góð þrjú stig." Var það Herjólfsferðin sem fór með Stjörnumenn í fyrri hálfleik en þar voru þeir afar slakir? „Nei, ekki fyrir mig allaveganna. Það voru eitthverjir Danir sem höfðu aldrei farið á sjó og vissu ekkert hvað þeir áttu að gera. Þetta er partur af því að koma til Eyja," sagði Atli brosandi. „Það er virkilega skemmtilegt að vinna hérna. Ég vann hérna með KR, en þetta er fyrsti sigur Stjörnunnar í Eyjum frá upphafi í efstu deild." „Byrjunin lofar góðu. Við erum að fá lítið af mörkum á okkur og erum að skora fleiri mörk en andstæðingarnir. Sex stig af sex stigum er mjög gott," sagði Atli Jóhannsson við Vísi í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Stjörnumenn skutu sér upp á topp Pepsi-deildar karla í fótbolta, um stund að minnsta kosti, eftir 2-1 sigur á ÍBV í Vestmanneyjum í kvöld. Stjörnuliðið er því búið að vinna tvo fyrstu leiki sína í sumar. Ólafur Karl Finsen kom gestunum yfir í lok fyrri hálfleiks og síðara mark Stjörnumanna var sjálfsmark hjá Matt Garner. Heimamenn voru ívið betri aðilinn í fyrri hálfleik, en náðu ekki að skora í fyrri hálfleik og því fór sem fór. Arnar Bragi Bergsson minnkaði muninn undir lok leiks úr vítaspyrnu. Hjá heimamönnum var Brynjar Gauti Guðjónsson fjarri góðu gamni, en hann fékk slæmt höfuðhögg í fyrsta leiknum gegn Fram sem hann hafði ekki jafnað sig af. Arnar Bragi Bergsson datt úr liðinu, en inn komu þeir Matt Garner og Gunnar Þorsteinsson. Michael Præst og Jeppe Hansen komu inn í lið Stjörnunnar, en Jeppe var að spila sinn fyrsta leik fyrir Stjörnunnar. Præst var meiddur í fyrsta leik, en Stjörnuliðið var án Veigars Páls sem var meiddur. Þorri Geir Rúnarsson fékk sér sæti á bekknum eftir ágætis leik í fyrstu umferð. Eyjamenn byrjuðu mun betur og voru með vindinn í bakið sem hjálpaði nokkuð til, en Stjörnumenn byrjuðu leikinn illa. Athyglisvert atvik gerðist átta mínútum síðar þegar Bjarni Gunnarsson var sloppinn einn í gegn og Hörður Árnason virtist brjóta á honum. Gunnar Jarl, annars ágætur dómari leiksins, dæmdi ekkert við litla hrifningu Eyjamanna. Eftir 25. mínútna leik braut Ingvar Jónsson á Víði Þorvarðarsyni innan teigs og Gunnar Jarl benti á punktinn. Víðir fór sjálfur á punktinn og Ingvar gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnuna. Stjörnumenn voru heillum horfnir á löngum köflum í fyrri hálfleik, en þeir voru að spila á móti vind. Þeir hefðu þó getað gert betur, en sóknarleikur þeirra var ekki burðugur. Þeir fengu sitt fyrsta færi þegar fimm mínútur voru til leikhlés, en þeir hresstust þegar líða fór á hálfleikinn. Þeir komust yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks með marki frá Ólafi Karli Finsen sem gerði vel. Nokkuð gegn gangi leiksins, en að því er ekki spurt. Staðan því 1-0 í hálfleik fyrir gestunum. Síðari hálfleikur byrjaði afar rólega og lítið var að frétta. Gestirnir duttu aðeins aftar á völlinn og lokuðu vel til baka. Þeir gáfu fá færi á sér. Eftir rúman klukkutíma komust gestirnir í 2-0, en eftir flotta sókn gaf Arnar Már Björgvinsson boltann fyrir markið og Matt Garner ýtti boltanum yfir línuna, í sitt eigið mark. Eftir það fjaraði leikurinn dálítið út og virtist leikurinn ætla enda 2-0. ÍBV fékk þó víti sex mínútum fyrir leikslok og þar fór varamaðurinn Arnar Bragi Bergsson á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Lokatölur urðu svo gífurlega mikilvægur 2-1 sigur Stjörnunnar. Stjarnan fer á toppinn með sigrinum, tímabundið að minnsta kosti. Þeir spiluðu ekki vel í fyrri hálfleik en voru þó yfir og það eru mörkin sem telja. Eyjamenn geta nagað sig í handabökin að hafa ekki náð að skora í fyrri hálfleik, en þeir fengu nokkur færi til þess. Bjarni Gunnarsson slapp til að mynda einn í gegn og fleira. Þú verður að nýta færin þín í þessum ágæta leik.Ólafur Karl: Nóttin var erfið „Þetta var baráttusigur. Það var mjög gott að fá þrjú stig á svona erfiðum útivelli," sagði Ólafur Karl Finsen, markaskorari Stjörnunnar, í leikslok. „Ég sá að Atli fékk boltann og tók hlaup inn fyrir vörnina, hann sendi svo boltann í hárrétt svæði og ég var á undan í boltann. Ég náði að pota honum inn." „Rétt á undan markinu vorum við aðeins að ná tökum á þessu. Þetta var í fyrsta skipti sem við förum á gras, það var kannski smá aðlögun í fyrri hálfleik." „Ég náði að leggja mig í Herjólfi, en það var þó aðallega nóttin sem var erfið. Það var erfitt að sofna," og aðspurður hvort það hafi verið eitthvað stress svaraði Ólafur Karl: ,,Nei, það var bara spenna!" „Það er frábært að vinna fyrstu tvo leikina," sagði Ólafur Karl í leikslok.Eiður Aron: Nokkuð augljóst hvað fór úrskeiðis „Það er nokkuð augljóst hvað fór úrskeiðis, en það var nýtingin á færunum sem við fengum. Síðan fengum við tvö klaufamörk á okkur. Mér fannst við mikið sterkari aðilinn í dag," sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði ÍBV, í leikslok. „Markaskorunin er að angra okkur. Við eigum ekki að þurfa tvö víti og þrjú dauðafæri til að skora eitt mark." Klaufagangur í vörn ÍBV varð þess valdandi að Stjörnumenn komust yfir undir lok fyrri hálfleiks. Aðspurður hvað hafði gerst svaraði Eiður Aron: „Abel átti bara halda sig frá. Hann kemur þarna út, en hann átti bara halda sig frá. Þegar hann kemur hörfum við auðvitað aðeins frá og svo fór sem fór. Þetta var bara klúður hjá Abel þarna." „Þetta var rothögg. Við fengum þrjú færi einn á móti markmanni, en þeir ekki búnir að skapa sér neitt. Þetta var hundfúlt að fá svona mark á sig undir lok fyrri hállfeiks." „Matt Garner klíndi honum þarna í hornið og það er allaveganna einhver sem er að klára færin vel hjá okkur. Þetta var ömurleg mörk sem við fengum á okkur í dag, en við verðum bara að taka þessu." Eitt stig í fyrstu tveimur leikjunum er ekki uppskeran sem ÍBV lagði upp með, skiljanlega: „Þetta eru þvílík vonbrigði. Við fórum uppá land síðustu helgi að sækja þrjú stig og ætluðum að sækja þrjú stig hérna, en erum bara með eitt stig. Við erum hundfúlir." Umdeilt atvik átti sér stað í fyrri hálfleik þegar Hörður Árnason virtist brjóta á Bjarna Gunnarssyni sem var sloppinn einn í gegn. Hvað fannst Eið um það? „Ég sá það ekki. Ég var svo langt frá, en það eru flestir búnir að segja það við mig að þetta hafi verið brot. Það er þó ómögulegt fyrir mig að segja," sagði Eiður Aron við Vísi í leikslok.Atli: Þetta er partur af því að koma til Eyja „Þetta er frábær byrjun að vinna fyrstu tvo leikina og það er ekki hægt að biðja um það betra," sagði Atli Jóhannsson, miðjumaður Stjörnunnar, í leikslok. „Fyrstu þrjátíu mínúturnar voru ömurlegar. Við áttum góðar síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik og svo var heppnisstimpill yfir síðari marki okkar. Þeir voru ekki að fá mörg færi í síðari hálfleik, en þeir voru betri í fyrri hálfleik. Heilt yfir ýttum við þessu yfir línuna og náðum í góð þrjú stig." Var það Herjólfsferðin sem fór með Stjörnumenn í fyrri hálfleik en þar voru þeir afar slakir? „Nei, ekki fyrir mig allaveganna. Það voru eitthverjir Danir sem höfðu aldrei farið á sjó og vissu ekkert hvað þeir áttu að gera. Þetta er partur af því að koma til Eyja," sagði Atli brosandi. „Það er virkilega skemmtilegt að vinna hérna. Ég vann hérna með KR, en þetta er fyrsti sigur Stjörnunnar í Eyjum frá upphafi í efstu deild." „Byrjunin lofar góðu. Við erum að fá lítið af mörkum á okkur og erum að skora fleiri mörk en andstæðingarnir. Sex stig af sex stigum er mjög gott," sagði Atli Jóhannsson við Vísi í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti