Blái hnötturinn fer sigurför um heiminn Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. maí 2014 09:00 Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason sett á svið í Danmörku og Póllandi á næstunni. vísir/valli „Þetta er mjög skemmtilegt, það er svo gaman að sjá nýtt „take“ á þessu,“ segir rithöfundurinn Andri Snær Magnason en verkið hans, Sagan af bláa hnettinum verður sett á svið í einu virtasta leikhúsi Danmerkur á næsta leikári, Borgarleikhúsinu í Álaborg. Þá er einnig verið að setja verkið upp í Gdansk í Póllandi þann 17. maí næstkomandi. „Erling Jóhannesson er að leikstýra þessu þar, þetta er samvinnuverkefni í Póllandi,“ bætir Andri Snær við. Hljómsveitin Múm, sem gerði tónlistina við upphaflegu uppsetninguna á verkinu í Þjóðleikhúsinu árið 2001, er að búa til nýja tónlist fyrir uppsetningu Bláa hnattarins í Póllandi. Leikritið hefur fyrir verið sett upp í Toronto, Lahti og Vasa í Finnlandi, Maxim Gorky í Berlín, Lucerne í Sviss og fjöldi áhugaleikhúsa hefur sett verkið upp. Blái hnötturinn er tilnefnd til UKLA-verðlaunanna í Bretlandi en verðlaunin eru ein virtustu barnabókaverðlaun Bretlands. „Ég held að þetta sé eina útlenska bókin sem tilnefnd er.“ Sagan af bláa hnettinum er komin út á 30 tungumálum og enn bætist við tungumálin. Hún kom fyrst út árið 1999. „Í umsókninni minni um Listamannalaunin árið 1998, stendur að ég ætli að skrifa barnabók sem verður endurprentuð í 200 ár,“ segir Andir Snær léttur í lundu. Sagan af Bláa hnettinum er komin út á 30 tungumálum og enn bætist við tungumálin. „Bókin er að koma út á pólsku í næstu viku og þá er hún einnig að koma út á kínversku í Taívan á næstunni. Það er alltaf gaman að koma til Asíu, næsta skref er svo bara að fara gefa bókina út í Norður Kóreu,“ segir Andri Snær og hlær. Bókin er komin út í Kína og í Suður Kóreu. Andri Snær er með mörg járn í eldinum en drög að fjórum verkum eru í bígerð. „Ég er með svona fimm ára áætlun og er með fjögur stór verkefni í pípunum en veit ekki nákvæmlega í hvaða röð þau munu fæðast.“ Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta er mjög skemmtilegt, það er svo gaman að sjá nýtt „take“ á þessu,“ segir rithöfundurinn Andri Snær Magnason en verkið hans, Sagan af bláa hnettinum verður sett á svið í einu virtasta leikhúsi Danmerkur á næsta leikári, Borgarleikhúsinu í Álaborg. Þá er einnig verið að setja verkið upp í Gdansk í Póllandi þann 17. maí næstkomandi. „Erling Jóhannesson er að leikstýra þessu þar, þetta er samvinnuverkefni í Póllandi,“ bætir Andri Snær við. Hljómsveitin Múm, sem gerði tónlistina við upphaflegu uppsetninguna á verkinu í Þjóðleikhúsinu árið 2001, er að búa til nýja tónlist fyrir uppsetningu Bláa hnattarins í Póllandi. Leikritið hefur fyrir verið sett upp í Toronto, Lahti og Vasa í Finnlandi, Maxim Gorky í Berlín, Lucerne í Sviss og fjöldi áhugaleikhúsa hefur sett verkið upp. Blái hnötturinn er tilnefnd til UKLA-verðlaunanna í Bretlandi en verðlaunin eru ein virtustu barnabókaverðlaun Bretlands. „Ég held að þetta sé eina útlenska bókin sem tilnefnd er.“ Sagan af bláa hnettinum er komin út á 30 tungumálum og enn bætist við tungumálin. Hún kom fyrst út árið 1999. „Í umsókninni minni um Listamannalaunin árið 1998, stendur að ég ætli að skrifa barnabók sem verður endurprentuð í 200 ár,“ segir Andir Snær léttur í lundu. Sagan af Bláa hnettinum er komin út á 30 tungumálum og enn bætist við tungumálin. „Bókin er að koma út á pólsku í næstu viku og þá er hún einnig að koma út á kínversku í Taívan á næstunni. Það er alltaf gaman að koma til Asíu, næsta skref er svo bara að fara gefa bókina út í Norður Kóreu,“ segir Andri Snær og hlær. Bókin er komin út í Kína og í Suður Kóreu. Andri Snær er með mörg járn í eldinum en drög að fjórum verkum eru í bígerð. „Ég er með svona fimm ára áætlun og er með fjögur stór verkefni í pípunum en veit ekki nákvæmlega í hvaða röð þau munu fæðast.“
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira