Obama að herða þumalskrúfu gagnvart Íslendingum Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 2. apríl 2014 11:09 Fyrir nokkrum áratugum hafi veiðar á hvölum orðið að mjög sterku pólitísku máli og þar er alveg óumdeilt að berjast eigi gegn nýtingu hvala á heimsvísu. "Ummæli Obama eru alveg í takt við þá stefnu,“ segir Eiríkur. Aðgerðir þær sem Barack Obama Bandaríkjaforseti leggur upp með eru víðtækar og mun viðameiri en ráð má gera fyrir á milli langvarandi samstarfs- og vinaríkja að sögn Eiríks Bergmanns, prófessors í stjórnálafræði. Obama sendi bandaríska þinginu minnisblað í gær þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar. Aðeins er minnst á veiðar Íslendinga á langreyð í minnisblaðinu en ekki verið að tala um hrefnuveiðar. Obama segir að með veiðum á langreyðinni stefni Íslendingar tegundinni í voða og grafi undir tilraunum alþjóðasamfélagsins til að vernda hvalina. Forsetinn segir að öll samskipti ríkjanna skuli nú miða að því að fá Íslendinga til þess að hlíta ályktunum Alþjóðahvalveiðiráðsins um bann við hvalveiðum í atvinnuskyni og skulu ráðherrar hans nú endurmeta hvort við hæfi sé að heimsækja Ísland, í ljósi þessa. Obama beinir því meðal annars til bæði ráðherra og embættismanna ráðuneyta og ríkisstofnana að meta hvort það sé við hæfi að þeir heimsæki Íslands í ljósi stefnu landsins í veiðum á langreyð. „Þetta er mjög stórt atriði,“ segi Eiríkur. „Það er smám saman verið að herða þumalskrúfu gagnvart okkur. Það þýðir að það á að kæla samstarf við okkur og draga úr samskiptum Bandaríkjanna við Íslands frekar en að auka þau.“ Bandaríkin virðist líta svo á að með samstarfi við Íslendinga séu þau í samstarfi við ríki sem sé í grundvallaratriðum á skjön við alþjóðlegar reglur. „Það er verið að segja að Ísland sé á einhvern hátt orðið hliðarsett í samfélagi siðaðra þjóða.“ „Sem við erum auðvitað í algjörum grundvallaratriðum ósammála og við gætum fært fram fjöldamörg dæmi um að svo er ekki,“ segir Eiríkur. „Jafnframt gætum við sýnt fram á að Bandaríkin eru sjálf á skjön við slíkar reglur að einhverju leyti.“ Það verði þó að hafa í huga stærðarmuninn á þessum tveimur þjóðum. Þær aðgerðir sem Bandaríkin fara í gagnvart Íslandi hafi áhrif en ekki öfugt.Sýnir vilja til að beita hreinum og klárum viðskiptaþvingunum „Bandaríkjamenn hafa verið að þrýsta á þetta mál lengi og þetta hefur verið í gangi í áratugi. Bandaríkin hafa haft ótrúlega harða afstöðu gegn hvalveiðum,“ segir Eiríkur. Fyrir nokkrum áratugum hafi veiðar á hvölum orðið að mjög sterku pólitísku máli og þar er alveg óumdeilt að berjast eigi gegn nýtingu hvala á heimsvísu. „Ummæli Obama eru alveg í takt við þá stefnu.“ Nú sé þó kveðið fastar að orði með því að Bandaríkin sýni vilja til þess að beita hreinum og klárum þvingunum. Ekki bara viðskiptaþvingunum heldur líka diplómatískum þvingunum. „Af hálfu Íslands hefur þetta alltaf verið þannig að okkur hefur fundist að aðrir eigi ekki að segja okkur fyrir verkum, sérstaklega ekki í í málum er varða nýtingu dýra á meðan verið er að nýta önnur dýr með sama hætti,“ segir Eiríkur. Á móti komi þó að Íslendingar hafi enga sérstaka hagsmuni af því að veiða hval og því sé hjákátlegt hvað þráast sé við. Veiðar á hvölum á Íslandi sé miklu frekar sportveiðar eins aðila frekar en einhverjir efnahagslegir hagsmunir séu í spilunum. Deilan er að sögn Eiríks dæmi um alþjóðadeilu sem lítur að fáránlegri afstöðu beggja aðila sem sé í raun fullkomlega óþörf af beggja hálfu. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Aðgerðir þær sem Barack Obama Bandaríkjaforseti leggur upp með eru víðtækar og mun viðameiri en ráð má gera fyrir á milli langvarandi samstarfs- og vinaríkja að sögn Eiríks Bergmanns, prófessors í stjórnálafræði. Obama sendi bandaríska þinginu minnisblað í gær þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar. Aðeins er minnst á veiðar Íslendinga á langreyð í minnisblaðinu en ekki verið að tala um hrefnuveiðar. Obama segir að með veiðum á langreyðinni stefni Íslendingar tegundinni í voða og grafi undir tilraunum alþjóðasamfélagsins til að vernda hvalina. Forsetinn segir að öll samskipti ríkjanna skuli nú miða að því að fá Íslendinga til þess að hlíta ályktunum Alþjóðahvalveiðiráðsins um bann við hvalveiðum í atvinnuskyni og skulu ráðherrar hans nú endurmeta hvort við hæfi sé að heimsækja Ísland, í ljósi þessa. Obama beinir því meðal annars til bæði ráðherra og embættismanna ráðuneyta og ríkisstofnana að meta hvort það sé við hæfi að þeir heimsæki Íslands í ljósi stefnu landsins í veiðum á langreyð. „Þetta er mjög stórt atriði,“ segi Eiríkur. „Það er smám saman verið að herða þumalskrúfu gagnvart okkur. Það þýðir að það á að kæla samstarf við okkur og draga úr samskiptum Bandaríkjanna við Íslands frekar en að auka þau.“ Bandaríkin virðist líta svo á að með samstarfi við Íslendinga séu þau í samstarfi við ríki sem sé í grundvallaratriðum á skjön við alþjóðlegar reglur. „Það er verið að segja að Ísland sé á einhvern hátt orðið hliðarsett í samfélagi siðaðra þjóða.“ „Sem við erum auðvitað í algjörum grundvallaratriðum ósammála og við gætum fært fram fjöldamörg dæmi um að svo er ekki,“ segir Eiríkur. „Jafnframt gætum við sýnt fram á að Bandaríkin eru sjálf á skjön við slíkar reglur að einhverju leyti.“ Það verði þó að hafa í huga stærðarmuninn á þessum tveimur þjóðum. Þær aðgerðir sem Bandaríkin fara í gagnvart Íslandi hafi áhrif en ekki öfugt.Sýnir vilja til að beita hreinum og klárum viðskiptaþvingunum „Bandaríkjamenn hafa verið að þrýsta á þetta mál lengi og þetta hefur verið í gangi í áratugi. Bandaríkin hafa haft ótrúlega harða afstöðu gegn hvalveiðum,“ segir Eiríkur. Fyrir nokkrum áratugum hafi veiðar á hvölum orðið að mjög sterku pólitísku máli og þar er alveg óumdeilt að berjast eigi gegn nýtingu hvala á heimsvísu. „Ummæli Obama eru alveg í takt við þá stefnu.“ Nú sé þó kveðið fastar að orði með því að Bandaríkin sýni vilja til þess að beita hreinum og klárum þvingunum. Ekki bara viðskiptaþvingunum heldur líka diplómatískum þvingunum. „Af hálfu Íslands hefur þetta alltaf verið þannig að okkur hefur fundist að aðrir eigi ekki að segja okkur fyrir verkum, sérstaklega ekki í í málum er varða nýtingu dýra á meðan verið er að nýta önnur dýr með sama hætti,“ segir Eiríkur. Á móti komi þó að Íslendingar hafi enga sérstaka hagsmuni af því að veiða hval og því sé hjákátlegt hvað þráast sé við. Veiðar á hvölum á Íslandi sé miklu frekar sportveiðar eins aðila frekar en einhverjir efnahagslegir hagsmunir séu í spilunum. Deilan er að sögn Eiríks dæmi um alþjóðadeilu sem lítur að fáránlegri afstöðu beggja aðila sem sé í raun fullkomlega óþörf af beggja hálfu.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira