Birkir Bjarna: Holland var bara bónusleikur fyrir mót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2014 21:45 Birkir Bjarnason. Vísir/Vilhelm Birkir Bjarnason og félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta sitja í efsta sæti A-riðils í undankeppni EM 2016 eftir tvær umferðir og framundan er leikur við stórlið Hollendinga á Laugardalsvellinum á morgun. „Ég held að allir séu bara rólegir yfir þessu því það er mikið eftir. Við þurfum bara að halda fullri einbeitingu," sagði Birkir Bjarnason um frábæra byrjun íslenska landsliðsins sem hefur fullt hús eftir tvo leiki í undankeppni EM 2016. Íslenska liðið lærði á reynslunni frá því í síðustu keppni þegar liðið tapaði á móti Kýpur í sínum öðrum leik eftir sigur á Noregi í þeim fyrsta. Nú fylgdi liðið eftir 3-0 sigri á Tyrkjum með öðrum 3-0 sigri á Lettum. „Maður sá það í leiknum á móti Lettlandi að við vorum rólegir og ákveðnir í að vinna leikinn. Við vorum bara að bíða eftir fyrsta markinu. Þetta var erfitt í fyrri hálfleik og þeir voru góðir að verjast. Við náðum ekki að brjóta varnarlínuna þeirra almennilega upp en það var fínt að fá þessi mörk í lokin," sagði Birkir um Lettaleikinn. „Við förum í leikinn á móti Hollandi til þess að vinna en fyrir mótið var þetta bara bónusleikur. Þeir hafa ekki byrjað þetta vel þannig að þeir eru ekki að spila sinn besta bolta. Þeir bera alveg virðingu fyrir okkur eftir okkar góðu byrjun og þetta verður örugglega hörkuleikur," sagði Birkir en verður leikurinn öðruvísi en síðustu leikir. „Við þurfum að spila meira eins og við gerðum á móti Tyrkjum, vera rólegir, láta þá aðeins hafa boltann og reyna að ná skyndisóknum á móti þeim. Ef við getum unnið 3-0 á móti Tyrkjum þá getum við líka náð góðum úrslitum á móti Hollandi," sagði Birkir og það er hægt að láta sig dreyma. „Það væri ekki leiðinlegt að vera komnir með níu stig eftir þrjá leiki og kæmi örugglega öllum á óvart," sagði Birkir léttur að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjá meira
Birkir Bjarnason og félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta sitja í efsta sæti A-riðils í undankeppni EM 2016 eftir tvær umferðir og framundan er leikur við stórlið Hollendinga á Laugardalsvellinum á morgun. „Ég held að allir séu bara rólegir yfir þessu því það er mikið eftir. Við þurfum bara að halda fullri einbeitingu," sagði Birkir Bjarnason um frábæra byrjun íslenska landsliðsins sem hefur fullt hús eftir tvo leiki í undankeppni EM 2016. Íslenska liðið lærði á reynslunni frá því í síðustu keppni þegar liðið tapaði á móti Kýpur í sínum öðrum leik eftir sigur á Noregi í þeim fyrsta. Nú fylgdi liðið eftir 3-0 sigri á Tyrkjum með öðrum 3-0 sigri á Lettum. „Maður sá það í leiknum á móti Lettlandi að við vorum rólegir og ákveðnir í að vinna leikinn. Við vorum bara að bíða eftir fyrsta markinu. Þetta var erfitt í fyrri hálfleik og þeir voru góðir að verjast. Við náðum ekki að brjóta varnarlínuna þeirra almennilega upp en það var fínt að fá þessi mörk í lokin," sagði Birkir um Lettaleikinn. „Við förum í leikinn á móti Hollandi til þess að vinna en fyrir mótið var þetta bara bónusleikur. Þeir hafa ekki byrjað þetta vel þannig að þeir eru ekki að spila sinn besta bolta. Þeir bera alveg virðingu fyrir okkur eftir okkar góðu byrjun og þetta verður örugglega hörkuleikur," sagði Birkir en verður leikurinn öðruvísi en síðustu leikir. „Við þurfum að spila meira eins og við gerðum á móti Tyrkjum, vera rólegir, láta þá aðeins hafa boltann og reyna að ná skyndisóknum á móti þeim. Ef við getum unnið 3-0 á móti Tyrkjum þá getum við líka náð góðum úrslitum á móti Hollandi," sagði Birkir og það er hægt að láta sig dreyma. „Það væri ekki leiðinlegt að vera komnir með níu stig eftir þrjá leiki og kæmi örugglega öllum á óvart," sagði Birkir léttur að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjá meira