Fótbolti

Sigurður Óli fær að fara með Kristni til Rússlands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristinn verður í eldlínunni í dag.
Kristinn verður í eldlínunni í dag. Vísir/Daníel
Kristinn Jakobsson verður með flautuna í Rússlandi í dag, en heimamenn mæta þá Moldóvum í undankeppni EM 2016.

Kristni til aðstoðar verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Gylfi Már Sigurðarsson. Fjórði dómari er Sigurður Óli Þórleifsson og sprotadómarar þeir Þóroddur Hjaltalín og Þorvaldur Árnason.

Sigurður Óli dæmdi umdeilt mark gilt í leik FH og Stjörnunnar á dögunum, en hann flaggaði þá ekki Ólaf Karl Finsen rangstæðan. Endursýningar sýndu að Ólafur Karl var greinilega rangstæður og voru FH-ingar skiljanlega hundóánægðir með þessa ákvörðun Sigurðar.

Rússland er með fjögur stig eftir fyrst tvo leikina á meðan Moldóvarnir eru neðstir með ekkert stig.

Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×