Erlent

Sjálfsmorð of auðveld af Golden Gate brúnni

Árdís Ósk Steinarsdóttir skrifar
Golden Gate brúin var síðasti áfangastaður 46 einstaklinga á síðasta ári.
Golden Gate brúin var síðasti áfangastaður 46 einstaklinga á síðasta ári. vísir/Getty
Á síðasta ári hröpuðu 46 manns til dauða síns þegar þeir stukku fram af  Golden Gate brúnni  í San Francisco. Þetta er mesti fjöldi sjálfsvíga á einu ári síðan að forsvarsmenn brúarinnar fóru halda tölur yfir sjálfsvíg af henni árið 2000. Sama ár kom lögreglan í veg fyrir 118 tilraunir til að stökkva af brúnni. Þetta kemur fram á vef Reuters í dag.

Yfirvöld í borginni segjast nú vera að leggja drög að öryggisneti sem hægt verður að hengja undir brúnna. Netið ætti að grípa þá sem reyna að stökkva fram af brúnni. Yfirvöld telja að það muni kosta 66 milljónir bandaríkja dala að koma slíku neti fyrir. Á meðan ekki liggur fyrir hvernig fjármunum verður aflað mun liðsafli lögreglunnar verða aukinn við eftirlit á brúnni.

Samtökin Bridge Rail Foundation hafa lengi barist fyrir því að öryggisgrindverk verði reyst.  En þeir telja að yfir 1500 manns hafi framið sjálfsmorð á brúnni frá því að hún var reist.

Hér má sjá myndband sem samtökin hafa birt í sambandi við átakið til að fá stjórnvöld til að gera öryggisráðstafanir á brúnni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×