Erlent

Óttast óeirðir í St. Louis

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
St. Louis í dag.
St. Louis í dag. vísir/afp
Kviðdómur í St. Louis í Bandaríkjunum hefur komist að niðurstöðu um hvort ákæra eigi lögreglumann sem skaut óvopnaðan unglingspilt til bana í ágúst síðastliðnum. Ákæruvaldið hyggst greina frá niðurstöðunni í kvöld. Umtalsverður viðbúnaður er í borginni af ótta við að óeirðir muni brjótast út.

Pilturinn var dökkur á hörund en lögreglumaðurinn sem varð honum að bana hvítur. Miklar óeirðir brutust út í Ferguson í Missouri í kjölfarið og varð ástandið það alvarlegt að þjóðvarðliðið var kallað út lögreglunni til aðstoðar. Mikil reiði kraumar enn í bænum.




Tengdar fréttir

Lögreglan beitti táragasi í Ferguson

Lögreglan í bandaríska bænum Ferguson í Missouri beitti táragasi gegn mótmælendum í miklum átökum sem geisuðu í borginni í nótt þrátt fyrir að þar sé í gildi útgöngubann, aðra nóttina í röð.

Þjóðvarðliðið dregið frá Ferguson

Ríkisstjóri Missouri-ríkis í Bandaríkjunum hefur fyrirskipað að þjóðvarðliðið verði dregið frá bænum Ferguson þar sem dregið hefur úr mótmælum í bænum í sem hófust í kjölfar þess að lögreglumenn skutu 18 ára pilt til bana.

Lögregla í St. Louis birtir myndband af skotárás

Lögreglan í St. Louis í Bandaríkjunum hefur birt myndband sem sýnir frá því þegar lögreglumenn skutu til bana hinn 25 ára Kajieme Powell fyrir utan verslun í borginni á þriðjudag.

Þjóðvarðliðið í viðbragðsstöðu í Ferguson

Ríkisstjórinn í Missouri í Bandaríkjunum hefur sett þjóðvarðliðið í viðbragðsstöðu því á næstu dögum er von á ákvörðun kviðdóms í máli lögreglumanns sem skaut átján ára gamlan pilt til bana í bænum Ferguson.

Reiðin kraumar enn í Ferguson

Lögreglumenn í bænum Ferguson í Missouri beittu táragasi enn á ný gegn mótmælendum í bænum í nótt en þar hefur allt verið á suðupunkti frá því óvopnaður unglingspiltur var skotinn til bana af lögreglumanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×