Hafa safnað 6 milljónum króna vegna baráttu gegn ebólu Atli Ísleifsson skrifar 24. nóvember 2014 16:39 Fjöldi skráðra ebólutilfella í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne er nú kominn í ríflega 14 þúsund. Vísir/Unicef Um sex milljónir króna hafa safnast í neyðarsöfnun UNICEF til að efla aðgerðir gegn ebólufaraldrinum í Vestur-Afríku. Söfnunin hófst í október en verður áfram haldið. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir að ebólufaraldurinn hafi haft grafalvarleg áhrif á líf og framtíð barna á svæðinu og mörg þeirra kljást við mikla andlega vanlíðan eftir það sem þau hafa séð og upplifað. „Börn hafa sjálf veikst af ebólu, misst foreldra sína eða ættingja og farið á mis við snertingu og umönnun sem þau þarfnast. Áætlað að fleiri 7000 börn hafi misst annan eða báða foreldra sína vegna ebólu og jafnframt hafa mörg þeirra þurft að takast á við útskúfun og fordæmingu eftir að hafa náð sér af veikinni.“ Í tilkynningu frá UNICEF segir að fjöldi skráðra ebólutilfella í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne sé nú kominn í ríflega 14 þúsund en að öllum líkindum sé hér um mjög varlega áætlaða tölu að ræða. Börn eru fimmtungur þeirra sem hafa smitast eða um 2800 talsins. Í október hóf UNICEF á Íslandi neyðarsöfnun til að efla aðgerðir sínar á vettvangi gegn ebólufaraldrinum. Í tilkynningunni segir að UNICEF hafi verið í framvarðasveit í baráttunni gegn faraldrinum frá því fyrstu tilfelli ebólu greindust og hafi samtökin nú þegar dreift yfir 3000 tonnum af hjálpargögnum í þeim löndum þar sem faraldurinn geisar hvað harðast. „Meðal þeirra hjálpargagna sem þegar hafa verið flutt á vettvang eru sjúkratjöld, hlífðargallar, hanskar, öryggisgleraugu, vökvalausnir, lyf, sótthreinsandi efni og faratæki fyrir heilbrigðisstarfsfólk.“ „Ebólufaraldurinn hefur haft grafalvarleg áhrif á líf og framtíð barna á svæðinu og mörg þeirra kljást við mikla andlega vanlíðan eftir það sem þau hafa séð og upplifað. Börn hafa sjálf veikst af ebólu, misst foreldra sína eða ættingja og farið á mis við snertingu og umönnun sem þau þarfnast. Áætlað að fleiri 7000 börn hafi misst annan eða báða foreldra sína vegna ebólu og jafnframt hafa mörg þeirra þurft að takast á við útskúfun og fordæmingu eftir að hafa náð sér af veikinni,“ sagði Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi í erindi á fundi Félags Sameinuðu þjóðanna um ebólufaraldurinn sem haldinn var í Norræna húsinu fyrr í dag. Ebóla Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Um sex milljónir króna hafa safnast í neyðarsöfnun UNICEF til að efla aðgerðir gegn ebólufaraldrinum í Vestur-Afríku. Söfnunin hófst í október en verður áfram haldið. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir að ebólufaraldurinn hafi haft grafalvarleg áhrif á líf og framtíð barna á svæðinu og mörg þeirra kljást við mikla andlega vanlíðan eftir það sem þau hafa séð og upplifað. „Börn hafa sjálf veikst af ebólu, misst foreldra sína eða ættingja og farið á mis við snertingu og umönnun sem þau þarfnast. Áætlað að fleiri 7000 börn hafi misst annan eða báða foreldra sína vegna ebólu og jafnframt hafa mörg þeirra þurft að takast á við útskúfun og fordæmingu eftir að hafa náð sér af veikinni.“ Í tilkynningu frá UNICEF segir að fjöldi skráðra ebólutilfella í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne sé nú kominn í ríflega 14 þúsund en að öllum líkindum sé hér um mjög varlega áætlaða tölu að ræða. Börn eru fimmtungur þeirra sem hafa smitast eða um 2800 talsins. Í október hóf UNICEF á Íslandi neyðarsöfnun til að efla aðgerðir sínar á vettvangi gegn ebólufaraldrinum. Í tilkynningunni segir að UNICEF hafi verið í framvarðasveit í baráttunni gegn faraldrinum frá því fyrstu tilfelli ebólu greindust og hafi samtökin nú þegar dreift yfir 3000 tonnum af hjálpargögnum í þeim löndum þar sem faraldurinn geisar hvað harðast. „Meðal þeirra hjálpargagna sem þegar hafa verið flutt á vettvang eru sjúkratjöld, hlífðargallar, hanskar, öryggisgleraugu, vökvalausnir, lyf, sótthreinsandi efni og faratæki fyrir heilbrigðisstarfsfólk.“ „Ebólufaraldurinn hefur haft grafalvarleg áhrif á líf og framtíð barna á svæðinu og mörg þeirra kljást við mikla andlega vanlíðan eftir það sem þau hafa séð og upplifað. Börn hafa sjálf veikst af ebólu, misst foreldra sína eða ættingja og farið á mis við snertingu og umönnun sem þau þarfnast. Áætlað að fleiri 7000 börn hafi misst annan eða báða foreldra sína vegna ebólu og jafnframt hafa mörg þeirra þurft að takast á við útskúfun og fordæmingu eftir að hafa náð sér af veikinni,“ sagði Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi í erindi á fundi Félags Sameinuðu þjóðanna um ebólufaraldurinn sem haldinn var í Norræna húsinu fyrr í dag.
Ebóla Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira