Gjaldheimta við Geysi veldur ráðherra vonbrigðum 12. febrúar 2014 15:11 Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-, og viðskiptaráðherra, lét þau orð falla í umræðum um vernd og nýtingu ferðamannastaða í gær að ákvörðun landeigenda um gjaldheimtu við Geysi hafi valdið henni vonbrigðum. Fréttablaðið/Valli Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði á þingi í gær að ákvörðun landeigenda í Haukadal um að hefja gjaldtöku við Geysissvæðið væri vonbrigði. Hún lét þessi orð falla í sérstakri umræðu um vernd og nýtingu ferðamannastaða. Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, var málshefjandi og kastaði meðal annars fram þeirri spurningu hvort óumflýjanlegt væri að hefja gjaldtöku inn á vinsælustu ferðamannastaði landsins til að standa undir kostnaði við aðstöðu og stuðla að sjálfbærni. Hún sagði að málið væri brýnt enda væri útlit fyrir enn frekari fjölgun ferðafólks hingað til lands á næstu árum með tilheyrandi álagi á vinsælustu staðina, og vísaði til úttektar Umhverfisstofnunar frá árinu 2010 þar sem taldir voru upp tuttugu staðir sem væru í hættu vegna átroðnings „Ef við viljum ekki rukka inn verðum við kannski að skattleggja ferðamannaiðnaðinn meira eða láta ríkissjóð standa undir uppbyggingunni. Hinn kosturinn er að gera ekki neitt og þá mun átroðningurinn valda óbætanlegum skaða á náttúrunni sem við erum svo í hinu orðinu að selja ferðamönnunum.“ Ragnheiður Elín tók undir margt í málflutningi Brynhildar og sagðist vonast til að kynna í þessum mánuði tillögur að náttúrupassa sem myndi tryggja fjármagn til uppbyggingar á aðstöðu í kringum ferðamannastaði. Hún vék í því sambandi að landeigendum á Geysissvæðinu „Það hefur valdið mér vonbrigðum að þeir fari af stað með þessum hætti,“ sagði hún. „Ég held að við getum öll verið sammála um að við viljum ekki að ferðamenn sem koma hingað til lands fái þá upplifun af landinu okkar að þeir þurfi að taka upp veskið á öllum fjölsóttum ferðamannastöðum.“ Í umræðunum gagnrýndi stjórnarandstaðan meðal annars hve hægt vinnan gengi og að hækkun virðisaukaskatts á gistinætur hafi verið tekin til baka. Þá var ekki síst deilt á skert framlög til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Ráðherra sagði þó að sjóðurinn sem slíkur skipti ekki meginmáli, enda hefði hann ekki getað komið í veg fyrir að mál Geysis þróaðist líkt og raun ber vitni.Hafa þegar hafið umbætur við Kerið Talsverðar umræður sköpuðust þegar eigendur Kersins ákváðu að hefja gjaldtöku á síðasta ári. Óskar Magnússon, talsmaður eigenda, segir að fyrirkomulagið hafi reynst afar vel og gestum þyki sjálfsagt að greiða gjaldið. Gjaldheimta hafi staðið allt fram að áramótum, en nú sé þar ekki starfsmaður með fasta viðveru. Með hækkandi sól myndu þeir fara aftur af stað. Ein af forsendum þess að innheimta gjaldið var að geta staðið undir umbótum á innviðum svæðisins. Sú vinna er þegar hafin að sögn Óskars. „Við byrjuðum strax í haust að keyra möl í stíga og laga þá sem voru verst farnir. Eins erum við búnir að setja upp töluvert af merkingum og girðingum til að hlífa viðkvæmum svæðum.“ Óskar segir að honum finnist gjaldtaka landeigenda á Geysissvæðinu í Haukadal sjálfsögð. „Menn verða að hafa smá biðlund á meðan verið er að fá inn tekjur, en um leið og þeir hefjast handa við endurbætur munum við sjá hvað þetta er gagnlegt og lífsnauðsynlegt fyrir þessa staði að hafa þessar tekjur. Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði á þingi í gær að ákvörðun landeigenda í Haukadal um að hefja gjaldtöku við Geysissvæðið væri vonbrigði. Hún lét þessi orð falla í sérstakri umræðu um vernd og nýtingu ferðamannastaða. Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, var málshefjandi og kastaði meðal annars fram þeirri spurningu hvort óumflýjanlegt væri að hefja gjaldtöku inn á vinsælustu ferðamannastaði landsins til að standa undir kostnaði við aðstöðu og stuðla að sjálfbærni. Hún sagði að málið væri brýnt enda væri útlit fyrir enn frekari fjölgun ferðafólks hingað til lands á næstu árum með tilheyrandi álagi á vinsælustu staðina, og vísaði til úttektar Umhverfisstofnunar frá árinu 2010 þar sem taldir voru upp tuttugu staðir sem væru í hættu vegna átroðnings „Ef við viljum ekki rukka inn verðum við kannski að skattleggja ferðamannaiðnaðinn meira eða láta ríkissjóð standa undir uppbyggingunni. Hinn kosturinn er að gera ekki neitt og þá mun átroðningurinn valda óbætanlegum skaða á náttúrunni sem við erum svo í hinu orðinu að selja ferðamönnunum.“ Ragnheiður Elín tók undir margt í málflutningi Brynhildar og sagðist vonast til að kynna í þessum mánuði tillögur að náttúrupassa sem myndi tryggja fjármagn til uppbyggingar á aðstöðu í kringum ferðamannastaði. Hún vék í því sambandi að landeigendum á Geysissvæðinu „Það hefur valdið mér vonbrigðum að þeir fari af stað með þessum hætti,“ sagði hún. „Ég held að við getum öll verið sammála um að við viljum ekki að ferðamenn sem koma hingað til lands fái þá upplifun af landinu okkar að þeir þurfi að taka upp veskið á öllum fjölsóttum ferðamannastöðum.“ Í umræðunum gagnrýndi stjórnarandstaðan meðal annars hve hægt vinnan gengi og að hækkun virðisaukaskatts á gistinætur hafi verið tekin til baka. Þá var ekki síst deilt á skert framlög til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Ráðherra sagði þó að sjóðurinn sem slíkur skipti ekki meginmáli, enda hefði hann ekki getað komið í veg fyrir að mál Geysis þróaðist líkt og raun ber vitni.Hafa þegar hafið umbætur við Kerið Talsverðar umræður sköpuðust þegar eigendur Kersins ákváðu að hefja gjaldtöku á síðasta ári. Óskar Magnússon, talsmaður eigenda, segir að fyrirkomulagið hafi reynst afar vel og gestum þyki sjálfsagt að greiða gjaldið. Gjaldheimta hafi staðið allt fram að áramótum, en nú sé þar ekki starfsmaður með fasta viðveru. Með hækkandi sól myndu þeir fara aftur af stað. Ein af forsendum þess að innheimta gjaldið var að geta staðið undir umbótum á innviðum svæðisins. Sú vinna er þegar hafin að sögn Óskars. „Við byrjuðum strax í haust að keyra möl í stíga og laga þá sem voru verst farnir. Eins erum við búnir að setja upp töluvert af merkingum og girðingum til að hlífa viðkvæmum svæðum.“ Óskar segir að honum finnist gjaldtaka landeigenda á Geysissvæðinu í Haukadal sjálfsögð. „Menn verða að hafa smá biðlund á meðan verið er að fá inn tekjur, en um leið og þeir hefjast handa við endurbætur munum við sjá hvað þetta er gagnlegt og lífsnauðsynlegt fyrir þessa staði að hafa þessar tekjur.
Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira