Kron Kron-verslun og hestaleikhús Marín Manda skrifar 21. febrúar 2014 17:30 Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson, Kron Kron Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson með nýja verslun á Suðarlandi í Fákaseli en þar er einnig hestaleikhús. Þar sem Ingólfshvoll stóð áður, milli Hveragerðis og Selfossar , hefur Fákasel opnað dyrnar í allri sinni dýrð. Staðurinn býður upp hestaleikhús með 800 manna sal, veitingastað sem er samtengdur reiðhöllinni í Ölfusi og nýja Kron Korn verslun þrátt fyrir að eigendurnir séu hvorugt í hestabransanum. „Við komum sjálfum okkur algjörlega á óvart að fara út í þennan bransa. Fákaselsævintýrið fór í gang fyrir ári og okkur var boðið að fara í samstarf og fannst þetta strax sjúklega spennandi,“ segir Hugrún Árnadóttir, eigandi Kron Kron. „Við opnuðum Kron Kron með áherslu á sveitahliðina á okkar eigin vörum og höldum áfram að vera sögumenn og kynna íslenska hönnuði. Við erum með þessu móti að huga betur að landsbyggðinni, fólki sem á leið hjá og að sjálfsögðu ferðamönnum,“ bætir hún við. Hugrún segir fleiri spennandi verkefni vera framundan en þá ber einna helst að nefna verkefnið sem ber nafnið, Amma mín. „Við höfum verið að grafa upp ýmsar handverkskonur um land allt sem eru ömmur eða langar að vera ömmur einn daginn og segja sögu þeirra. Þannig geta þær einbeitt sér að vinnunni og við sjáum um kynningu á þeirra handbragði undir þeirra formerkjum. Þetta er góður vettvangur fyrir íslenska hönnun og við fáum stöðugt inn nýja hluti í verslunina.“Kron Kron í Fákaseli Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson með nýja verslun á Suðarlandi í Fákaseli en þar er einnig hestaleikhús. Þar sem Ingólfshvoll stóð áður, milli Hveragerðis og Selfossar , hefur Fákasel opnað dyrnar í allri sinni dýrð. Staðurinn býður upp hestaleikhús með 800 manna sal, veitingastað sem er samtengdur reiðhöllinni í Ölfusi og nýja Kron Korn verslun þrátt fyrir að eigendurnir séu hvorugt í hestabransanum. „Við komum sjálfum okkur algjörlega á óvart að fara út í þennan bransa. Fákaselsævintýrið fór í gang fyrir ári og okkur var boðið að fara í samstarf og fannst þetta strax sjúklega spennandi,“ segir Hugrún Árnadóttir, eigandi Kron Kron. „Við opnuðum Kron Kron með áherslu á sveitahliðina á okkar eigin vörum og höldum áfram að vera sögumenn og kynna íslenska hönnuði. Við erum með þessu móti að huga betur að landsbyggðinni, fólki sem á leið hjá og að sjálfsögðu ferðamönnum,“ bætir hún við. Hugrún segir fleiri spennandi verkefni vera framundan en þá ber einna helst að nefna verkefnið sem ber nafnið, Amma mín. „Við höfum verið að grafa upp ýmsar handverkskonur um land allt sem eru ömmur eða langar að vera ömmur einn daginn og segja sögu þeirra. Þannig geta þær einbeitt sér að vinnunni og við sjáum um kynningu á þeirra handbragði undir þeirra formerkjum. Þetta er góður vettvangur fyrir íslenska hönnun og við fáum stöðugt inn nýja hluti í verslunina.“Kron Kron í Fákaseli
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira