Konur hafa setið eftir þegar kemur að fjárfestingum Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 19. mars 2014 07:00 Konur voru 29 prósent hluthafa á Aðalmarkaði Kauphallarinnar í febrúar síðastliðnum. Vísir/Daníel Barbara Stewart er meðeigandi og sjóðsstjóri hjá Cumberland Private Wealth Management í Toronto Kanada auk þess sem hún er fjármálasérfræðingur og hefur skrifað mikið um konur og fjármálamarkaði. Markaðurinn tók Barböru tali um fjárfestingar kvenna og af hverju huga þarf sérstaklega að öðru kyninu í þeim efnum.Er munur milli kynjanna þegar kemur að fjárfestingum og ef svo er, af hverju heldur þú að það sé? Ég myndi vilja svara þeirri spurningu í tveimur liðum. Í fyrsta lagi um umhverfi fjárfesta í dag. Mitt áhugasvið hefur alltaf snúið að rannsóknum sem beinast að konum – sérstaklega klárum konum þannig að við getum nýtt heildarþekkingu þeirra og miðlað mikilvægum skilaboðum. Af minni hagnýtu reynslu þar sem ég hef unnið með viðskiptavinum af báðum kynjum dreg ég þá ályktun að konur og karlar kunna að tala öðruvísi en hegðun þeirra er sláandi lík. Öll mín skoðun gefur til kynna að kynin hegði sér og fjárfesti nokkurn veginn á sama hátt. Mestur munurinn liggur í persónuleika fjárfestisins frekar en kyninu. Til dæmis ertu með A- eða B-týpur, sókndjarfa og íhaldssama viðskiptavini sem og fjárfesta sem vilja þekkja smáatriði fjárfestinga sinna og aðra sem er alveg sama. Bæði konur og karlar falla undir allar þessar skilgreiningar. Hefðbundin kona getur verið aðeins hlédrægari eða meðvituð þegar hún er spurð um fjárhagsleg afrek sín. Hefðbundnum karlmanni getur hins vegar orðið mjög tíðrætt um sama hlut. En fjárfestingarnar eru líklegast mjög líkar. Hins vegar myndi ég vilja nefna umhverfi fjárfesta til framtíðar. Þar hafa rannsóknir mínar sýnt að konur vilja fjárfesta í málefnum sem skipta þær máli. Hingað til hafa ekki verið margar leiðir til að tengja gildi og málefni við hlutabréf. Framtíðin er björt hvað þetta varðar. Ef við getum sýnt konum hvernig þær geta fjárfest á hlutabréfamarkaði í málefnum sem tengjast þeirra eigin gildum og neysluhegðun gætum við séð meiri mun á því hvernig konur og karlar fjárfesta. Farðu af stað!Barbara StewartHvernig eiga konur að byrja á því að fjárfesta? Þarf að eiga mikið af peningum ef maður ætlar að fjárfesta í hlutabréfum? Nýjasta greinin mín, sem ég birti í byrjun mars heitir „Getting started - advice, stories and ideas from smart women on learning to invest“. Ég tók 50 viðtöl við færar konur á þessu sviði á árinu 2013 um allan heim. Þar spurði ég þær hvernig þær hófu fjárfestingar sínar, hvort þær hefðu þurft að sigrast á einhverjum ótta og þá hvernig og hvaða ráð þær gæfu öðrum stúlkum og konum sem hefðu áhuga á að fjárfesta. Eftir að hafa rætt við allar þessar konur er ég fullviss um að í fyrsta lagi þá getur hvaða kona sem er lært að fjárfesta og í öðru lagi að maður þurfi ekki að eiga háar fjárhæðir til að byrja að fjárfesta. Það sem skiptir öllu máli er að byrja! Taka örlítið af peningum og æfa sig. Þrjú mikilvægustu skrefin hvað þetta varðar eru: 1. Ákveddu hversu áhugasöm þú ert. Það þarf aðeins að líta inn á við og finna út hvort þú ert að fjárfesta af því þér finnst þú „ættir“ að vera að gera það eða vegna þess að þú virkilega vilt læra hvernig á að gera þetta af einskærum áhuga. Það er óþarfi að framkvæma allar rannsóknir og kannanir ef þú hefur engan áhuga á því að blaða í gegnum ógrynni af fjárhagslegum upplýsingum um fyrirtæki í smáatriðum. Þú getur rætt við fjárfestingaráðgjafa og fundið þér góðan sem þú treystir. Ef þú hefur hins vegar áhuga á að læra er hægt að fara ýmsar leiðir að því til dæmis í gegnum vefnámskeið, bækur og jafnvel leiki um fjárfestingar. Til að bæta almenna þekkingu ættu konur að venja sig á að lesa viðskiptahluta blaðanna. Hvort sem þú hefur áhuga á því að fjárfesta eða ekki er það mikilvægt að lúta ekki heimildavaldi nokkurs annars. 2. Þekktu þín eigin gildi. Spurðu þig hvað það er sem þú ert að reyna að gera og hvað skiptir þig virkilega máli. Taktu þér tíma í að ákveða hvernig þú ætlar að mæla árangur þinn. Hvernig veistu hvort fjárfestingaáætlunin þín er að virka hjá þér? Ef þú ert ekki með allt á tæru til að byrja með þá er líklegra að þú verðir berskjölduð fyrir áhrifum óttatækni. 3. Farðu af stað! Annaðhvort með því að nýta þér aðstoð fagmanna eða á eigin spýtur. Margar konur telja að þær þurfi að hafa alla tiltæka þekkingu og fullkomnar upplýsingar áður en þær fjárfesta. Í raunveruleikanum veldur þetta viðhorf ákveðinni lömun og hjálpar ekki til við að koma okkur áfram í fjármálum. Ég mæli með að að byrja með litlu hlutfalli sparifjár. Náðu þér í smá æfingu í að kaupa og selja hlutabréf. Ein skynsamleg leið til að byrja er að fjárfesta í fyrirtæki sem framleiðir vöru eða þjónustu sem þér þykir vænt um. Til dæmis fyrirtæki sem býr til snjallsíma, eða bíómyndir sem börnin þín elska, hlaupaskóna sem þú notar alltaf eða fötin sem þú kaupir þér. Það skiptir ekki máli; þú ert að taka fyrsta skrefið og sjálfstraustið mun aðeins aukast eftir því sem kunnátta þín eykst.Er það mikil skuldbinding að ákveða að fjárfesta? Þarf að fylgjast stanslaust með fjárfestingunni? Hverjum getur maður treyst í þessum efnum? Það fyrsta sem þú gerir er ákveða hvort þú vilt læra að fjárfesta sjálf. Ef þú hefur áhuga á því, áttu að rannsaka málin, byggja upp þekkingu, æfingin skapar meistarann og þú öðlast sjálfstraust. Byrjaðu smátt og taktu eins mikinn tíma og þú hefur aflögu. Ef þú þekkir til einhvers sem þú lítur upp til í þessum efnum skaltu hafa samband og athuga hvort þú getir fengið hjálp. Notaðu eigið hyggjuvit varðandi hverjum þú getur treyst. Eftir því sem þitt eigið öryggi eykst, sem og áhuginn, þá getur þú ákveðið hversu miklum tíma þú vilt eyða í að fjárfesta. Í fullkomnum heimi hefðum við allar upplýsingar í smáatriðum um hvert félag áður en við fjárfestum, en þetta viðhorf getur valdið lömun eins og ég nefndi áðan. Þegar tíminn líður lærum við meira og meira um fjárfestingar okkar. Það skiptir mestu að byrja á því að fá tilfinningu fyrir því að kaupa og selja með því að gera það sjálfur og öðlast þannig skilning á því hvernig og af hverju hlutabréf fara upp og niður í virði. Þeim mun meiri tíma sem þú eyðir í þetta, þeim mun betra, en ekki láta tímaleysi vera ástæðu til að fresta því að fjárfesta! Æfingin skapar meistarannKonur „ættu“ ekkert að fjárfesta í neinu sérstöku. Best er, eins og áður sagði, að byrja á því að fjárfesta í hugmynd sem þú skilur. Því sem vekur áhuga þinn. Vertu vakandi fyrir eyðslumynstri þínu og hvað þú styður dags daglega. Heimurinn er fullur af mismunandi félögum og hugmyndum, það sem er mikilvægast fyrir flestar konur er að samkeyra fjárfestingar sínar með þeirra persónulegu gildum. Þannig verður æfingin þýðingarmeiri. Ef þú hefur ekki áhugann eða vilt ekki taka þér tíma til að fjárfesta, ættir þú að fá einhvern sem þú treystirtil að sjá um það fyrir þig. Þetta getur innihaldið viðtöl við nokkrar mismunandi manneskjur til að finna þá sem passar – rétt eins og þú myndir gera ef þú værir að endurhanna eldhúsið þitt eða finna einhvern til að sjá um börnin þín. Besta leiðin til að útskýra hvernig maður finnur einhvern til að treysta er að vísa í tilvitnun úr einu viðtalinu í síðustu grein minni: „Ég ákvað að útvista fjárfestingaákvörðunum mínum til fagmanns. Ef þú velur að fara þessa leið þarftu samt að skuldbinda þig til að hlusta á ráðgjöf og taka ákvarðanir. Síðan þarftu að ákveða hversu virk þú vilt vera. Ef þú heldur þig við áætlunina þá hefurðu tekið ákvörðun um hvernig þú vilt fjárfesta. Ráðgjafinn minn vill ná persónulegu sambandi við mig til að skilja mínar persónulegu þarfir, ekki bara almennar. Munurinn milli góðs ráðgjafa og slæms er hæfileiki hans til að laga sig að viðskipavini sínum. Þú gætir verið með mjög upplýstan viðskipavin en þarfir hans óljósar. Ráðgjafar þurfa að geta útskýrt flókin mál á skiljanlegan hátt fyrir bæði konum og körlum. Konur hafa náð árangri á framabraut en ef við höldum við gömlum mynstrum í fjárfestingum, væri það mótsögn við þann árangur sem við höfum náð. Við þurfum að hugsa um okkar eigin fjárfestingar.“ Ég vil ítreka, hvort sem þú hefur áhuga á að fjárfesta eða ekki, alveg sama hvort er, byrjaðu! Að gera ekkert er áhættusamasta hegðunin.Íslenskur hlutabréfamarkaður er mjög smár í sniðum. Breytir það einhverju í þessum hugleiðingum? Ég er þeirrar skoðunar að það sé skynsamlegast að fjárfesta á heimsvísu. Það er ákveðin áhættustjórnun fólgin í því. Helst viltu eiga eignir í félögum sem eru starfandi á mismunandi sviðum og þéna tekjur frá mismunandi stöðum í heiminum. Það er auðvelt að einblína um of á heimamarkaðinn en það er ekki besta leiðin til að afla stöðugra tekna yfir langan tíma. Ef það eru fjárfestingahömlur við lýði, eins og gjaldeyrishöft, er oft hægt að finna sjóði sem veita fjárfestum greiðari aðgang að heimsmörkuðum. VÍB, Kauphöll Íslands, Naskar Investments og FKA halda fund með Barböru föstudaginn 21. mars í Norðurljósasal Hörpu klukkan 8:30. Barbara mun flytja erindi um rannsókn sína Rich Thinking: How Smart Women Invest en þar skoðar hún meðal annars hvernig konur nálgast fjárfestingar, hvernig þær byrja og í hverju þær fjárfesta helst. Í pallborði verða Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður FKA, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar og Kolbrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kjölfestu. Fundarstjóri verður Björg Berg Gunnarsson, deildarstjóri hjá VÍB. Kauphöll Íslands gerði könnun í fyrra meðal FKA og svo aftur núna nýlega þar sem viðhorf kvenna til fjárfestingar á markaði var athugað. Í samtali við Kristínu Jóhannsdóttur, samskiptastjóra Kauphallarinnar, kom fram að niðurstöður sýndu að þó að konur vildu ekki fjárfesta, þá hefði yfirgnæfandi meirihluti þeirra áhuga á að fræðast meira. Kauphöllin hefur í samstarfi við VÍB staðið fyrir átaksverkefninu Fjölbreytni á markaði sem miðast að því að fræða um fyrstu skref, hvað beri að varast og hvað fjárfesting er almennt. Nýleg könnun sýni að þótt konur taki ekki meiri þátt í fjárfestingu séu þær betur upplýstar og áhugasamari um að skoða fjárfestingar. Kristín segir þekkingu og umræðu mátt í þessum efnum en vill ítreka að það geti verið áhættusamt að fjárfesta á markaði en með meiri fræðslu verði fólk betur í stakk búið til að meta hvort fjárfestingar á markaði henti því. Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Sjá meira
Barbara Stewart er meðeigandi og sjóðsstjóri hjá Cumberland Private Wealth Management í Toronto Kanada auk þess sem hún er fjármálasérfræðingur og hefur skrifað mikið um konur og fjármálamarkaði. Markaðurinn tók Barböru tali um fjárfestingar kvenna og af hverju huga þarf sérstaklega að öðru kyninu í þeim efnum.Er munur milli kynjanna þegar kemur að fjárfestingum og ef svo er, af hverju heldur þú að það sé? Ég myndi vilja svara þeirri spurningu í tveimur liðum. Í fyrsta lagi um umhverfi fjárfesta í dag. Mitt áhugasvið hefur alltaf snúið að rannsóknum sem beinast að konum – sérstaklega klárum konum þannig að við getum nýtt heildarþekkingu þeirra og miðlað mikilvægum skilaboðum. Af minni hagnýtu reynslu þar sem ég hef unnið með viðskiptavinum af báðum kynjum dreg ég þá ályktun að konur og karlar kunna að tala öðruvísi en hegðun þeirra er sláandi lík. Öll mín skoðun gefur til kynna að kynin hegði sér og fjárfesti nokkurn veginn á sama hátt. Mestur munurinn liggur í persónuleika fjárfestisins frekar en kyninu. Til dæmis ertu með A- eða B-týpur, sókndjarfa og íhaldssama viðskiptavini sem og fjárfesta sem vilja þekkja smáatriði fjárfestinga sinna og aðra sem er alveg sama. Bæði konur og karlar falla undir allar þessar skilgreiningar. Hefðbundin kona getur verið aðeins hlédrægari eða meðvituð þegar hún er spurð um fjárhagsleg afrek sín. Hefðbundnum karlmanni getur hins vegar orðið mjög tíðrætt um sama hlut. En fjárfestingarnar eru líklegast mjög líkar. Hins vegar myndi ég vilja nefna umhverfi fjárfesta til framtíðar. Þar hafa rannsóknir mínar sýnt að konur vilja fjárfesta í málefnum sem skipta þær máli. Hingað til hafa ekki verið margar leiðir til að tengja gildi og málefni við hlutabréf. Framtíðin er björt hvað þetta varðar. Ef við getum sýnt konum hvernig þær geta fjárfest á hlutabréfamarkaði í málefnum sem tengjast þeirra eigin gildum og neysluhegðun gætum við séð meiri mun á því hvernig konur og karlar fjárfesta. Farðu af stað!Barbara StewartHvernig eiga konur að byrja á því að fjárfesta? Þarf að eiga mikið af peningum ef maður ætlar að fjárfesta í hlutabréfum? Nýjasta greinin mín, sem ég birti í byrjun mars heitir „Getting started - advice, stories and ideas from smart women on learning to invest“. Ég tók 50 viðtöl við færar konur á þessu sviði á árinu 2013 um allan heim. Þar spurði ég þær hvernig þær hófu fjárfestingar sínar, hvort þær hefðu þurft að sigrast á einhverjum ótta og þá hvernig og hvaða ráð þær gæfu öðrum stúlkum og konum sem hefðu áhuga á að fjárfesta. Eftir að hafa rætt við allar þessar konur er ég fullviss um að í fyrsta lagi þá getur hvaða kona sem er lært að fjárfesta og í öðru lagi að maður þurfi ekki að eiga háar fjárhæðir til að byrja að fjárfesta. Það sem skiptir öllu máli er að byrja! Taka örlítið af peningum og æfa sig. Þrjú mikilvægustu skrefin hvað þetta varðar eru: 1. Ákveddu hversu áhugasöm þú ert. Það þarf aðeins að líta inn á við og finna út hvort þú ert að fjárfesta af því þér finnst þú „ættir“ að vera að gera það eða vegna þess að þú virkilega vilt læra hvernig á að gera þetta af einskærum áhuga. Það er óþarfi að framkvæma allar rannsóknir og kannanir ef þú hefur engan áhuga á því að blaða í gegnum ógrynni af fjárhagslegum upplýsingum um fyrirtæki í smáatriðum. Þú getur rætt við fjárfestingaráðgjafa og fundið þér góðan sem þú treystir. Ef þú hefur hins vegar áhuga á að læra er hægt að fara ýmsar leiðir að því til dæmis í gegnum vefnámskeið, bækur og jafnvel leiki um fjárfestingar. Til að bæta almenna þekkingu ættu konur að venja sig á að lesa viðskiptahluta blaðanna. Hvort sem þú hefur áhuga á því að fjárfesta eða ekki er það mikilvægt að lúta ekki heimildavaldi nokkurs annars. 2. Þekktu þín eigin gildi. Spurðu þig hvað það er sem þú ert að reyna að gera og hvað skiptir þig virkilega máli. Taktu þér tíma í að ákveða hvernig þú ætlar að mæla árangur þinn. Hvernig veistu hvort fjárfestingaáætlunin þín er að virka hjá þér? Ef þú ert ekki með allt á tæru til að byrja með þá er líklegra að þú verðir berskjölduð fyrir áhrifum óttatækni. 3. Farðu af stað! Annaðhvort með því að nýta þér aðstoð fagmanna eða á eigin spýtur. Margar konur telja að þær þurfi að hafa alla tiltæka þekkingu og fullkomnar upplýsingar áður en þær fjárfesta. Í raunveruleikanum veldur þetta viðhorf ákveðinni lömun og hjálpar ekki til við að koma okkur áfram í fjármálum. Ég mæli með að að byrja með litlu hlutfalli sparifjár. Náðu þér í smá æfingu í að kaupa og selja hlutabréf. Ein skynsamleg leið til að byrja er að fjárfesta í fyrirtæki sem framleiðir vöru eða þjónustu sem þér þykir vænt um. Til dæmis fyrirtæki sem býr til snjallsíma, eða bíómyndir sem börnin þín elska, hlaupaskóna sem þú notar alltaf eða fötin sem þú kaupir þér. Það skiptir ekki máli; þú ert að taka fyrsta skrefið og sjálfstraustið mun aðeins aukast eftir því sem kunnátta þín eykst.Er það mikil skuldbinding að ákveða að fjárfesta? Þarf að fylgjast stanslaust með fjárfestingunni? Hverjum getur maður treyst í þessum efnum? Það fyrsta sem þú gerir er ákveða hvort þú vilt læra að fjárfesta sjálf. Ef þú hefur áhuga á því, áttu að rannsaka málin, byggja upp þekkingu, æfingin skapar meistarann og þú öðlast sjálfstraust. Byrjaðu smátt og taktu eins mikinn tíma og þú hefur aflögu. Ef þú þekkir til einhvers sem þú lítur upp til í þessum efnum skaltu hafa samband og athuga hvort þú getir fengið hjálp. Notaðu eigið hyggjuvit varðandi hverjum þú getur treyst. Eftir því sem þitt eigið öryggi eykst, sem og áhuginn, þá getur þú ákveðið hversu miklum tíma þú vilt eyða í að fjárfesta. Í fullkomnum heimi hefðum við allar upplýsingar í smáatriðum um hvert félag áður en við fjárfestum, en þetta viðhorf getur valdið lömun eins og ég nefndi áðan. Þegar tíminn líður lærum við meira og meira um fjárfestingar okkar. Það skiptir mestu að byrja á því að fá tilfinningu fyrir því að kaupa og selja með því að gera það sjálfur og öðlast þannig skilning á því hvernig og af hverju hlutabréf fara upp og niður í virði. Þeim mun meiri tíma sem þú eyðir í þetta, þeim mun betra, en ekki láta tímaleysi vera ástæðu til að fresta því að fjárfesta! Æfingin skapar meistarannKonur „ættu“ ekkert að fjárfesta í neinu sérstöku. Best er, eins og áður sagði, að byrja á því að fjárfesta í hugmynd sem þú skilur. Því sem vekur áhuga þinn. Vertu vakandi fyrir eyðslumynstri þínu og hvað þú styður dags daglega. Heimurinn er fullur af mismunandi félögum og hugmyndum, það sem er mikilvægast fyrir flestar konur er að samkeyra fjárfestingar sínar með þeirra persónulegu gildum. Þannig verður æfingin þýðingarmeiri. Ef þú hefur ekki áhugann eða vilt ekki taka þér tíma til að fjárfesta, ættir þú að fá einhvern sem þú treystirtil að sjá um það fyrir þig. Þetta getur innihaldið viðtöl við nokkrar mismunandi manneskjur til að finna þá sem passar – rétt eins og þú myndir gera ef þú værir að endurhanna eldhúsið þitt eða finna einhvern til að sjá um börnin þín. Besta leiðin til að útskýra hvernig maður finnur einhvern til að treysta er að vísa í tilvitnun úr einu viðtalinu í síðustu grein minni: „Ég ákvað að útvista fjárfestingaákvörðunum mínum til fagmanns. Ef þú velur að fara þessa leið þarftu samt að skuldbinda þig til að hlusta á ráðgjöf og taka ákvarðanir. Síðan þarftu að ákveða hversu virk þú vilt vera. Ef þú heldur þig við áætlunina þá hefurðu tekið ákvörðun um hvernig þú vilt fjárfesta. Ráðgjafinn minn vill ná persónulegu sambandi við mig til að skilja mínar persónulegu þarfir, ekki bara almennar. Munurinn milli góðs ráðgjafa og slæms er hæfileiki hans til að laga sig að viðskipavini sínum. Þú gætir verið með mjög upplýstan viðskipavin en þarfir hans óljósar. Ráðgjafar þurfa að geta útskýrt flókin mál á skiljanlegan hátt fyrir bæði konum og körlum. Konur hafa náð árangri á framabraut en ef við höldum við gömlum mynstrum í fjárfestingum, væri það mótsögn við þann árangur sem við höfum náð. Við þurfum að hugsa um okkar eigin fjárfestingar.“ Ég vil ítreka, hvort sem þú hefur áhuga á að fjárfesta eða ekki, alveg sama hvort er, byrjaðu! Að gera ekkert er áhættusamasta hegðunin.Íslenskur hlutabréfamarkaður er mjög smár í sniðum. Breytir það einhverju í þessum hugleiðingum? Ég er þeirrar skoðunar að það sé skynsamlegast að fjárfesta á heimsvísu. Það er ákveðin áhættustjórnun fólgin í því. Helst viltu eiga eignir í félögum sem eru starfandi á mismunandi sviðum og þéna tekjur frá mismunandi stöðum í heiminum. Það er auðvelt að einblína um of á heimamarkaðinn en það er ekki besta leiðin til að afla stöðugra tekna yfir langan tíma. Ef það eru fjárfestingahömlur við lýði, eins og gjaldeyrishöft, er oft hægt að finna sjóði sem veita fjárfestum greiðari aðgang að heimsmörkuðum. VÍB, Kauphöll Íslands, Naskar Investments og FKA halda fund með Barböru föstudaginn 21. mars í Norðurljósasal Hörpu klukkan 8:30. Barbara mun flytja erindi um rannsókn sína Rich Thinking: How Smart Women Invest en þar skoðar hún meðal annars hvernig konur nálgast fjárfestingar, hvernig þær byrja og í hverju þær fjárfesta helst. Í pallborði verða Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður FKA, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar og Kolbrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kjölfestu. Fundarstjóri verður Björg Berg Gunnarsson, deildarstjóri hjá VÍB. Kauphöll Íslands gerði könnun í fyrra meðal FKA og svo aftur núna nýlega þar sem viðhorf kvenna til fjárfestingar á markaði var athugað. Í samtali við Kristínu Jóhannsdóttur, samskiptastjóra Kauphallarinnar, kom fram að niðurstöður sýndu að þó að konur vildu ekki fjárfesta, þá hefði yfirgnæfandi meirihluti þeirra áhuga á að fræðast meira. Kauphöllin hefur í samstarfi við VÍB staðið fyrir átaksverkefninu Fjölbreytni á markaði sem miðast að því að fræða um fyrstu skref, hvað beri að varast og hvað fjárfesting er almennt. Nýleg könnun sýni að þótt konur taki ekki meiri þátt í fjárfestingu séu þær betur upplýstar og áhugasamari um að skoða fjárfestingar. Kristín segir þekkingu og umræðu mátt í þessum efnum en vill ítreka að það geti verið áhættusamt að fjárfesta á markaði en með meiri fræðslu verði fólk betur í stakk búið til að meta hvort fjárfestingar á markaði henti því.
Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Sjá meira