Að vera fatlaður í verkfalli Kristín Guðmundsdóttir skrifar 20. mars 2014 07:00 Orðið fötlun segir okkur að sá sem hefur hana hefur ekki sömu getu og sá sem hefur hana ekki. Þó er ekki þar með sagt að þeir sem hafa fötlun sem sinn lífsförunaut séu allir með sömu getu eða vangetu. Þ.a.l. megum við ekki festast í þeirri hugsun hver sé þeirra réttur, heldur vinna út frá því hver þörf viðkomandi sé. Gott dæmi um þetta er NPA, notendastýrð persónuleg aðstoð. Sú þjónusta hentar sumum en þó alls ekki öllum. Sumir fatlaðir geta t.d. verið einir og að stórum hluta bjargað sér sjálfir. Svo eru líka hinir sem hafa alls enga getu til þess. Þann hóp þurfum við að líta betur á og hlúa betur að. Þegar einstaklingur getur ekki verið einn, þýðir það að hann þarf að þiggja aðstoð frá öðrum aðila, ekki bara stundum heldur alltaf. Hann hættir ekki að vera fatlaður þegar t.d: skammtímavistanir loka á daginn frí er í skólum hann verður fullorðinn í augum kerfisins ófyrirséðir atburðir gerast eins og t.d. verkföll hjá hans umönnunaraðilum málefni hans flytjast milli ríkis og sveitarfélaga Við sem erum svo lánsöm að fá leyfi til að fara í gegnum þetta líf án þess að vera svona gífurlega háð öðrum eigum að sinna þessum þörfum þeirra. En ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá þeim aðilum sem hafa sína skrifstofu og funda um þessi málefni á fullum launum. Ekki hjá foreldrum þessara einstaklinga né umönnunaraðilum. Þessir aðilar eiga að fá leyfi til að sinna sínu hlutverki eftir bestu getu, þ.e. að létta þeim fatlaða lífið. Það er illframkvæmanlegt ef öll orkan fer alltaf í baráttu við kerfið. Að loka í sífellu augunum fyrir þessum vanda og lifa í þeirri trú að fötlunin hverfi má líkja við: að glæpir hverfi verði fangelsum lokað að slys og sjúkdómar hverfi fari læknar í verkfall að börnin okkar standist PISA-könnun láti kennarar sig hverfa. Fötlunin er og mun vera til staðar. Nú spyr ég formann velferðarráðs Reykjavíkur, Björk Vilhjálmsdóttur, hvað ætlið þið að gera til að leysa þennan vanda? Nú er verkfall og mörg fötluð ungmenni hafa enga þjónustu, a.m.k. hluta úr degi. Þau geta heldur ekki nýtt sér skammtímavistunina sína til fulls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Sjá meira
Orðið fötlun segir okkur að sá sem hefur hana hefur ekki sömu getu og sá sem hefur hana ekki. Þó er ekki þar með sagt að þeir sem hafa fötlun sem sinn lífsförunaut séu allir með sömu getu eða vangetu. Þ.a.l. megum við ekki festast í þeirri hugsun hver sé þeirra réttur, heldur vinna út frá því hver þörf viðkomandi sé. Gott dæmi um þetta er NPA, notendastýrð persónuleg aðstoð. Sú þjónusta hentar sumum en þó alls ekki öllum. Sumir fatlaðir geta t.d. verið einir og að stórum hluta bjargað sér sjálfir. Svo eru líka hinir sem hafa alls enga getu til þess. Þann hóp þurfum við að líta betur á og hlúa betur að. Þegar einstaklingur getur ekki verið einn, þýðir það að hann þarf að þiggja aðstoð frá öðrum aðila, ekki bara stundum heldur alltaf. Hann hættir ekki að vera fatlaður þegar t.d: skammtímavistanir loka á daginn frí er í skólum hann verður fullorðinn í augum kerfisins ófyrirséðir atburðir gerast eins og t.d. verkföll hjá hans umönnunaraðilum málefni hans flytjast milli ríkis og sveitarfélaga Við sem erum svo lánsöm að fá leyfi til að fara í gegnum þetta líf án þess að vera svona gífurlega háð öðrum eigum að sinna þessum þörfum þeirra. En ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá þeim aðilum sem hafa sína skrifstofu og funda um þessi málefni á fullum launum. Ekki hjá foreldrum þessara einstaklinga né umönnunaraðilum. Þessir aðilar eiga að fá leyfi til að sinna sínu hlutverki eftir bestu getu, þ.e. að létta þeim fatlaða lífið. Það er illframkvæmanlegt ef öll orkan fer alltaf í baráttu við kerfið. Að loka í sífellu augunum fyrir þessum vanda og lifa í þeirri trú að fötlunin hverfi má líkja við: að glæpir hverfi verði fangelsum lokað að slys og sjúkdómar hverfi fari læknar í verkfall að börnin okkar standist PISA-könnun láti kennarar sig hverfa. Fötlunin er og mun vera til staðar. Nú spyr ég formann velferðarráðs Reykjavíkur, Björk Vilhjálmsdóttur, hvað ætlið þið að gera til að leysa þennan vanda? Nú er verkfall og mörg fötluð ungmenni hafa enga þjónustu, a.m.k. hluta úr degi. Þau geta heldur ekki nýtt sér skammtímavistunina sína til fulls.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar