Að vera fatlaður í verkfalli Kristín Guðmundsdóttir skrifar 20. mars 2014 07:00 Orðið fötlun segir okkur að sá sem hefur hana hefur ekki sömu getu og sá sem hefur hana ekki. Þó er ekki þar með sagt að þeir sem hafa fötlun sem sinn lífsförunaut séu allir með sömu getu eða vangetu. Þ.a.l. megum við ekki festast í þeirri hugsun hver sé þeirra réttur, heldur vinna út frá því hver þörf viðkomandi sé. Gott dæmi um þetta er NPA, notendastýrð persónuleg aðstoð. Sú þjónusta hentar sumum en þó alls ekki öllum. Sumir fatlaðir geta t.d. verið einir og að stórum hluta bjargað sér sjálfir. Svo eru líka hinir sem hafa alls enga getu til þess. Þann hóp þurfum við að líta betur á og hlúa betur að. Þegar einstaklingur getur ekki verið einn, þýðir það að hann þarf að þiggja aðstoð frá öðrum aðila, ekki bara stundum heldur alltaf. Hann hættir ekki að vera fatlaður þegar t.d: skammtímavistanir loka á daginn frí er í skólum hann verður fullorðinn í augum kerfisins ófyrirséðir atburðir gerast eins og t.d. verkföll hjá hans umönnunaraðilum málefni hans flytjast milli ríkis og sveitarfélaga Við sem erum svo lánsöm að fá leyfi til að fara í gegnum þetta líf án þess að vera svona gífurlega háð öðrum eigum að sinna þessum þörfum þeirra. En ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá þeim aðilum sem hafa sína skrifstofu og funda um þessi málefni á fullum launum. Ekki hjá foreldrum þessara einstaklinga né umönnunaraðilum. Þessir aðilar eiga að fá leyfi til að sinna sínu hlutverki eftir bestu getu, þ.e. að létta þeim fatlaða lífið. Það er illframkvæmanlegt ef öll orkan fer alltaf í baráttu við kerfið. Að loka í sífellu augunum fyrir þessum vanda og lifa í þeirri trú að fötlunin hverfi má líkja við: að glæpir hverfi verði fangelsum lokað að slys og sjúkdómar hverfi fari læknar í verkfall að börnin okkar standist PISA-könnun láti kennarar sig hverfa. Fötlunin er og mun vera til staðar. Nú spyr ég formann velferðarráðs Reykjavíkur, Björk Vilhjálmsdóttur, hvað ætlið þið að gera til að leysa þennan vanda? Nú er verkfall og mörg fötluð ungmenni hafa enga þjónustu, a.m.k. hluta úr degi. Þau geta heldur ekki nýtt sér skammtímavistunina sína til fulls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Orðið fötlun segir okkur að sá sem hefur hana hefur ekki sömu getu og sá sem hefur hana ekki. Þó er ekki þar með sagt að þeir sem hafa fötlun sem sinn lífsförunaut séu allir með sömu getu eða vangetu. Þ.a.l. megum við ekki festast í þeirri hugsun hver sé þeirra réttur, heldur vinna út frá því hver þörf viðkomandi sé. Gott dæmi um þetta er NPA, notendastýrð persónuleg aðstoð. Sú þjónusta hentar sumum en þó alls ekki öllum. Sumir fatlaðir geta t.d. verið einir og að stórum hluta bjargað sér sjálfir. Svo eru líka hinir sem hafa alls enga getu til þess. Þann hóp þurfum við að líta betur á og hlúa betur að. Þegar einstaklingur getur ekki verið einn, þýðir það að hann þarf að þiggja aðstoð frá öðrum aðila, ekki bara stundum heldur alltaf. Hann hættir ekki að vera fatlaður þegar t.d: skammtímavistanir loka á daginn frí er í skólum hann verður fullorðinn í augum kerfisins ófyrirséðir atburðir gerast eins og t.d. verkföll hjá hans umönnunaraðilum málefni hans flytjast milli ríkis og sveitarfélaga Við sem erum svo lánsöm að fá leyfi til að fara í gegnum þetta líf án þess að vera svona gífurlega háð öðrum eigum að sinna þessum þörfum þeirra. En ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá þeim aðilum sem hafa sína skrifstofu og funda um þessi málefni á fullum launum. Ekki hjá foreldrum þessara einstaklinga né umönnunaraðilum. Þessir aðilar eiga að fá leyfi til að sinna sínu hlutverki eftir bestu getu, þ.e. að létta þeim fatlaða lífið. Það er illframkvæmanlegt ef öll orkan fer alltaf í baráttu við kerfið. Að loka í sífellu augunum fyrir þessum vanda og lifa í þeirri trú að fötlunin hverfi má líkja við: að glæpir hverfi verði fangelsum lokað að slys og sjúkdómar hverfi fari læknar í verkfall að börnin okkar standist PISA-könnun láti kennarar sig hverfa. Fötlunin er og mun vera til staðar. Nú spyr ég formann velferðarráðs Reykjavíkur, Björk Vilhjálmsdóttur, hvað ætlið þið að gera til að leysa þennan vanda? Nú er verkfall og mörg fötluð ungmenni hafa enga þjónustu, a.m.k. hluta úr degi. Þau geta heldur ekki nýtt sér skammtímavistunina sína til fulls.
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar