Séreignainngreiðslan gæti horfið í næsta verðbólguskoti Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 28. mars 2014 06:00 Eyjólfur Lárusson „Verðtryggt lán getur hækkað á svipstundu vegna verðbólguskots og þá er allt inngreitt þar á meðal séreignasparnaðurinn farinn. Ég ráðlegg fólki að hugsa málið til enda áður en það notar lífeyri sinn í annað en ætlað var í upphafi,“ segir Eyjólfur Lárusson framkvæmdastjóri Allianz og bætir við að eigi fólk ekki séreignalífeyrissparnað á efri árum geti það lent í fátækragildru. Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp þar sem fólki gefst kostur á að ráðstafa séreignarsparnaði sínum inn á veðlán vegna íbúðarhúsnæðis.Þeir sem ekki eiga húsnæði fá heimild til ráðstafa séreignasparnaðinum til kaupa á íbúðarhúsnæði. Hámark á hvert heimili er 1,5 milljón króna á þriggja ára tímabili, sama hvor leiðin er farin. Eyjólfur segir að það sé stór ákvörðun fyrir fólk að taka hvort það noti séreignasparnaðinn til að greiða niður lán eða til kaupa á húsnæði. Hver og einn verði að vega og meta hvort hann vilji fórna þeim lífeyri sem ætlaður er til framfærslu eftir starfslok núna eða geyma lífeyri sinn til seinni nota. Menn verða að hafa hætturnar í huga. „Það er alltaf gott að greiða niður lán en er rétt að nota framtíðarlífeyri til þess?“ spyr Eyjólfur og bætir við að verðbólgan geti aukist og séu lánin verðtryggð étist séreignasparnaðurinn upp á nokkrum árum. Már Guðmundsson Seðlabankastjóri sagði á ársfundi bankans í gær að verðbólga gæti aukist í þjóðfélaginu þegar slakinn hverfur úr þjóðarbúskapnum og áhrifa aukinnar fjárfestingar og skuldalækkunaraðgerða ríkisstjórnarinnar fer að gæta með meiri þunga í innlendri eftirspurn. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
„Verðtryggt lán getur hækkað á svipstundu vegna verðbólguskots og þá er allt inngreitt þar á meðal séreignasparnaðurinn farinn. Ég ráðlegg fólki að hugsa málið til enda áður en það notar lífeyri sinn í annað en ætlað var í upphafi,“ segir Eyjólfur Lárusson framkvæmdastjóri Allianz og bætir við að eigi fólk ekki séreignalífeyrissparnað á efri árum geti það lent í fátækragildru. Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp þar sem fólki gefst kostur á að ráðstafa séreignarsparnaði sínum inn á veðlán vegna íbúðarhúsnæðis.Þeir sem ekki eiga húsnæði fá heimild til ráðstafa séreignasparnaðinum til kaupa á íbúðarhúsnæði. Hámark á hvert heimili er 1,5 milljón króna á þriggja ára tímabili, sama hvor leiðin er farin. Eyjólfur segir að það sé stór ákvörðun fyrir fólk að taka hvort það noti séreignasparnaðinn til að greiða niður lán eða til kaupa á húsnæði. Hver og einn verði að vega og meta hvort hann vilji fórna þeim lífeyri sem ætlaður er til framfærslu eftir starfslok núna eða geyma lífeyri sinn til seinni nota. Menn verða að hafa hætturnar í huga. „Það er alltaf gott að greiða niður lán en er rétt að nota framtíðarlífeyri til þess?“ spyr Eyjólfur og bætir við að verðbólgan geti aukist og séu lánin verðtryggð étist séreignasparnaðurinn upp á nokkrum árum. Már Guðmundsson Seðlabankastjóri sagði á ársfundi bankans í gær að verðbólga gæti aukist í þjóðfélaginu þegar slakinn hverfur úr þjóðarbúskapnum og áhrifa aukinnar fjárfestingar og skuldalækkunaraðgerða ríkisstjórnarinnar fer að gæta með meiri þunga í innlendri eftirspurn.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira