Þegar rádýr og villisvín bjuggu í Reykjavík 12. apríl 2014 10:30 Íslenskt rádýr Illugi Jökulsson velti því fyrir sér af hverju höfuðborg Íslands skyldi endilega rísa á sama stað og fyrsti landnámsmaðurinn byggði sinn bæ. En komst svo að því að spurningin var á misskilningi byggð. Ég man hvenær ég hugsaði það fyrst. Líklega var ég um tíu tólf ára gamall, það var sumar og ég hafði farið í bíltúr austur fyrir fjall með afa Kristjóni og ömmu Elísabetu á bláu Chevrolet Novunni, degi var tekið að halla en sumarsólin skein enn í vestri og við keyrðum rólega niður úr Svínahrauni og þá blasti Reykjavík við á nesi sínu út í glitrandi Faxaflóann, byggðin furðu víðáttumikil í minningunni þótt það séu fjörutíu ár síðan, og ég góndi út yfir borgina og hugsaði með mér hvað það væri sérkennilegt að einmitt þarna úti á þessu nesi skyldi fyrsti landnámsmaðurinn, Ingólfur Arnarson, hafa reist hið fyrsta býli á landinu en svo skyldi rísa þar höfuðstaður landsins hátt í þúsund árum seinna. Var það einskær tilviljun eða var eitthvað sérstakt við þetta nes sem beinlínis kallaði á að það hlyti að leika svo stórt hlutverk í sögu fólksins sem settist að í landinu? Ég spurði ekki afa og ömmu, því ég var ekki viss um að ég kynni að orða spurninguna rétt og kannski fannst mér líka að ég ætti að vita svarið og þyrfti ekki að spyrja. En sannleikurinn er sá að þetta var í rauninni ágæt spurning og mér gekk lengi illa að fá svar við henni. Í þá daga hlaut ég að hallast að því að þetta væri bara tilviljun. Í Landnámu er það raunar fullyrt afdráttarlaust, því þar segir að Ingólfur hafi varpað öndvegissúlum sínum í sjóinn og strengt þess heit að reisa sér bæ þar sem þær kæmu að landi. Svo virðist sem ákvörðun Ingólfs um bæjarstæði hafi verið mönnum ráðgáta þegar um það leyti sem Landnáma var skrifuð eitthvað um 300 árum eftir að Ingólfur settist hér að, því ekki er nóg með að duttlungum sjávarstrauma sé kennt um hvar hann byggði bæinn sinn, heldur er þrællinn Karli látinn lýsa sérstöku frati á bæjarstæðið með því að segja að „til ills fórum vér um góð héruð, að vér skulum byggja útnes þetta“. Ómerkilegur staður, ReykjavíkHinn hefðbundni IngólfurUm það leyti sem þetta var fyrst fest á skinn, kannski um 1150, þá hefur jörðin Reykjavík sem sé ekki þótt merkilegri en svo að skýra hefur þurft út fyrir fólki af hverju Ingólfur settist einmitt þarna að, þótt hann hefði úr öllu landinu að spila. Og það er líka mála sannast að Reykjavík þótti heldur ómerkilegur staður í margar aldir á eftir. Á þeim tíma efldust ýmis höfuðból til skiptis og miðpunktar valdsins í landinu færðust eitthvað til en aldrei virtist neitt til Reykjavíkur að sækja. Í raun og veru var það varla fyrr en á átjándu öld sem aftur spurðist til „útness þessa“ þegar verslun hófst þar en þegar byggð var einu sinni farin að rísa kringum verslunina þá virtist á nokkuð skömmum tíma liggja í augum uppi að þessi staður væri öðrum heppilegri undir þéttbýli. Skúli Magnússon kom hér upp Innréttingum sínum undir lok aldarinnar og frá og með nítjándu öld varð ekki aftur snúið, borgin hlaut að rísa. En hvers vegna? Jú, reyndar kemur í ljós þegar landið er skoðað frá ýmsum sjónarhornum að Reykjavík er einstaklega vel í sveit sett með tilliti til samgangna, sérstaklega við útlönd en síðan einnig innanlands svo það var engin vitleysa í Skúla að setja upp bissniss sinn þar, og sömuleiðis var skynsamlegt hjá kaupmönnum að treysta alltaf meira og meira á höfnina í Reykjavík umfram aðrar hafnir landsins. En spurningin er þá frekar, hvers vegna er Reykjavík svo tengd við hið fyrsta landnám bæði í Íslendingabók og Landnámu? Hvað var það við aðstæðurnar þá sem olli því að Ingólfur Arnarson valdi staðinn, þegar sagnaritarar bændahöfðingjanna á tólftu öld skildu hvorki upp né niður í því? Tala nú ekki um þegar menn hafa áttað sig á því að þótt einhvern tíma kunni kannski að hafa verið til maður sem hét Ingólfur og bjó í Reykjavík, þá eru frásagnirnar um landnám hans bara þjóðsögur og tilbúningur frá rótum. Þá þarf að skýra af hverju þær þjóðsögur snerust um Reykjavík sem fyrsta landnámsstaðinn. Ingólfur afskrifaður Þegar ég rúllaði þarna niður úr Svínahrauni með afa og ömmu fyrir margt löngu, þá var ekki enn búið að afskrifa Ingólf að fullu sem fyrsta landnámsmanninn. Mér fannst því óskiljanlegt af hverju bóndabær, sem duttlungar annaðhvort haföldunnar eða heiðinna guða höfðu valið, skyldi endilega löngu seinna reynast einmitt rétti staðurinn undir höfuðstað landsins. Það er nú komið í ljós fyrir allnokkru. Fornleifauppgröftur í Reykjavík síðustu áratugi og einna helst núna síðustu 5-10 árin hefur fært okkur heim sanninn um nokkuð aðra Reykjavík en þann panilklædda sögualdarbæ Ingólfs Arnarsonar sem ég sá fyrir mér á mínum æskudögum. Ekki aðeins hófst byggð í Reykjavík fyrr en útreikningar Landnámu gefa til kynna, heldur reis byggðin líka nær örugglega kringum verstöð sem kann að hafa verið haldið úti í Reykjavík á sumrin, jafnvel í marga áratugi áður en fólk fór að setjast að allt árið og stunda einhvern landbúnað að ráði. Ein kenningin er sú að í Reykjavík hafi verið bækistöð rostungaveiðimanna en rostungar hafa þá búið í stórhópum við Faxaflóa. Og kannski var hér líka umskipunarhöfn rostungaveiðimanna sem dvöldu á veiðislóð á Grænlandi. Rostungstennur voru á níundu öld rándýr munaðarvarningur í Evrópu af því ný framrás múslima í Miðausturlöndum hafði lokað verslunarleiðum með fílabein.Villigöltur150 manna þorp Um síðustu helgi sat ég nokkra fyrirlestra í húsnæði landnámssýningarinnar við Aðalstræti, en á þeirri sýningu má sjá prýðilega mynd af því hvernig menn ímynda sér núna að fyrsta byggðin í Reykjavík hafi litið út. Allt er reyndar á hverfanda hveli í þessum fræðum þar sem mjög sterkar vísbendingar eru nú komnar fram í dagsljósið fyrir því að byggðin ekki aðeins í Reykjavík heldur á Íslandi öllu sé töluvert eldri en rannsóknir höfðu áður gefið tilefni til að trúa, en burtséð frá tímasetningum, þá komu athyglisverðar upplýsingar fram í erindi Völu Garðarsdóttur fornleifafræðings. Nýjustu rannsóknir benda nefnilega til þess að í Reykjavík hafi á landnámsöld (hvort sem það var einhverjum áratugum fyrr eða síðar) verið allt að 150 manna þorp. Svo mikið þéttbýli var ekki til á Íslandi öldum saman, nema kannski í kringum biskupsstólana þegar allra best lét. En í þessu þorpi í Reykjavík á landnámsöld hafi alls ekki verið stundaður landbúnaður framan af, nema í mýflugumynd kannski, heldur hafi íbúarnir flutt með sér bæði rádýr og villisvín á fæti, sem þeir hafi síðan haft sér til matar. Þetta hafði ég að minnsta kosti aldrei heyrt áður, að hér hafi verið lifandi rádýr á þessum tíma. Beinaleifar í öskuhaugum hinnar fyrstu Reykjavíkur sýna hins vegar fram á það. Væntanlega hafa íbúarnir sleppt rádýrunum lausum á kjarrið, sem þá var hvarvetna á nesinu góða, og svo slátrað þeim sér til matar þegar á þurfti að halda. Ekki er um það að ræða að menn hafi komið með kjöt af dýrunum meðferðis þegar þeir komu hingað á vertíð, því þá hefðu menn aðeins komið með útvalin stykki, en beinin eru af heilum skepnum. Og svínin voru ekki alisvín, heldur fúllbefarin villisvín með vígtönnum og öllu saman.Hvar eru rádýrin? Niðurstöðurnar um sjávarþorpið Reykjavík eru kannski ekki alveg óumdeildar ennþá en þó virðist ljóst að landnámsbýli bóndakarlsins Ingólfs Arnarsonar er alveg úr sögunni. Og sú spurning, sem ég glímdi við í bláu Novunni þegar við renndum í bæinn að austan, hefur reynst á algjörum misskilningi byggð. Það var ekkert leyndardómsfullt við að byggð skyldi byrja í Reykjavík né að þar skyldi á endanum vaxa upp höfuðborg. Reykjavík er einfaldlega rétti staðurinn til að halda uppi samskiptum við útlönd. Spurningin sem ég hefði átt að spyrja var hins vegar þessi: Hvað gerðist á þeim rúmu 300 árum sem liðu frá því að rádýr gengu laus í Reykjavík og þangað til bændahöfðingjar tólftu aldar fóru að láta skrifa Landnámu og enginn mundi lengur af hverju menn höfðu á sínum tíma „byggt útnes þetta“? Og svo er önnur spurning: Af hverju gátu nú ekki nokkur rádýr sloppið burt og lifað af í blíðu veðurfari landnámsaldar svo hér hefði mátt verða til rammíslenskur stofn rádýra? Flækjusaga Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Illugi Jökulsson velti því fyrir sér af hverju höfuðborg Íslands skyldi endilega rísa á sama stað og fyrsti landnámsmaðurinn byggði sinn bæ. En komst svo að því að spurningin var á misskilningi byggð. Ég man hvenær ég hugsaði það fyrst. Líklega var ég um tíu tólf ára gamall, það var sumar og ég hafði farið í bíltúr austur fyrir fjall með afa Kristjóni og ömmu Elísabetu á bláu Chevrolet Novunni, degi var tekið að halla en sumarsólin skein enn í vestri og við keyrðum rólega niður úr Svínahrauni og þá blasti Reykjavík við á nesi sínu út í glitrandi Faxaflóann, byggðin furðu víðáttumikil í minningunni þótt það séu fjörutíu ár síðan, og ég góndi út yfir borgina og hugsaði með mér hvað það væri sérkennilegt að einmitt þarna úti á þessu nesi skyldi fyrsti landnámsmaðurinn, Ingólfur Arnarson, hafa reist hið fyrsta býli á landinu en svo skyldi rísa þar höfuðstaður landsins hátt í þúsund árum seinna. Var það einskær tilviljun eða var eitthvað sérstakt við þetta nes sem beinlínis kallaði á að það hlyti að leika svo stórt hlutverk í sögu fólksins sem settist að í landinu? Ég spurði ekki afa og ömmu, því ég var ekki viss um að ég kynni að orða spurninguna rétt og kannski fannst mér líka að ég ætti að vita svarið og þyrfti ekki að spyrja. En sannleikurinn er sá að þetta var í rauninni ágæt spurning og mér gekk lengi illa að fá svar við henni. Í þá daga hlaut ég að hallast að því að þetta væri bara tilviljun. Í Landnámu er það raunar fullyrt afdráttarlaust, því þar segir að Ingólfur hafi varpað öndvegissúlum sínum í sjóinn og strengt þess heit að reisa sér bæ þar sem þær kæmu að landi. Svo virðist sem ákvörðun Ingólfs um bæjarstæði hafi verið mönnum ráðgáta þegar um það leyti sem Landnáma var skrifuð eitthvað um 300 árum eftir að Ingólfur settist hér að, því ekki er nóg með að duttlungum sjávarstrauma sé kennt um hvar hann byggði bæinn sinn, heldur er þrællinn Karli látinn lýsa sérstöku frati á bæjarstæðið með því að segja að „til ills fórum vér um góð héruð, að vér skulum byggja útnes þetta“. Ómerkilegur staður, ReykjavíkHinn hefðbundni IngólfurUm það leyti sem þetta var fyrst fest á skinn, kannski um 1150, þá hefur jörðin Reykjavík sem sé ekki þótt merkilegri en svo að skýra hefur þurft út fyrir fólki af hverju Ingólfur settist einmitt þarna að, þótt hann hefði úr öllu landinu að spila. Og það er líka mála sannast að Reykjavík þótti heldur ómerkilegur staður í margar aldir á eftir. Á þeim tíma efldust ýmis höfuðból til skiptis og miðpunktar valdsins í landinu færðust eitthvað til en aldrei virtist neitt til Reykjavíkur að sækja. Í raun og veru var það varla fyrr en á átjándu öld sem aftur spurðist til „útness þessa“ þegar verslun hófst þar en þegar byggð var einu sinni farin að rísa kringum verslunina þá virtist á nokkuð skömmum tíma liggja í augum uppi að þessi staður væri öðrum heppilegri undir þéttbýli. Skúli Magnússon kom hér upp Innréttingum sínum undir lok aldarinnar og frá og með nítjándu öld varð ekki aftur snúið, borgin hlaut að rísa. En hvers vegna? Jú, reyndar kemur í ljós þegar landið er skoðað frá ýmsum sjónarhornum að Reykjavík er einstaklega vel í sveit sett með tilliti til samgangna, sérstaklega við útlönd en síðan einnig innanlands svo það var engin vitleysa í Skúla að setja upp bissniss sinn þar, og sömuleiðis var skynsamlegt hjá kaupmönnum að treysta alltaf meira og meira á höfnina í Reykjavík umfram aðrar hafnir landsins. En spurningin er þá frekar, hvers vegna er Reykjavík svo tengd við hið fyrsta landnám bæði í Íslendingabók og Landnámu? Hvað var það við aðstæðurnar þá sem olli því að Ingólfur Arnarson valdi staðinn, þegar sagnaritarar bændahöfðingjanna á tólftu öld skildu hvorki upp né niður í því? Tala nú ekki um þegar menn hafa áttað sig á því að þótt einhvern tíma kunni kannski að hafa verið til maður sem hét Ingólfur og bjó í Reykjavík, þá eru frásagnirnar um landnám hans bara þjóðsögur og tilbúningur frá rótum. Þá þarf að skýra af hverju þær þjóðsögur snerust um Reykjavík sem fyrsta landnámsstaðinn. Ingólfur afskrifaður Þegar ég rúllaði þarna niður úr Svínahrauni með afa og ömmu fyrir margt löngu, þá var ekki enn búið að afskrifa Ingólf að fullu sem fyrsta landnámsmanninn. Mér fannst því óskiljanlegt af hverju bóndabær, sem duttlungar annaðhvort haföldunnar eða heiðinna guða höfðu valið, skyldi endilega löngu seinna reynast einmitt rétti staðurinn undir höfuðstað landsins. Það er nú komið í ljós fyrir allnokkru. Fornleifauppgröftur í Reykjavík síðustu áratugi og einna helst núna síðustu 5-10 árin hefur fært okkur heim sanninn um nokkuð aðra Reykjavík en þann panilklædda sögualdarbæ Ingólfs Arnarsonar sem ég sá fyrir mér á mínum æskudögum. Ekki aðeins hófst byggð í Reykjavík fyrr en útreikningar Landnámu gefa til kynna, heldur reis byggðin líka nær örugglega kringum verstöð sem kann að hafa verið haldið úti í Reykjavík á sumrin, jafnvel í marga áratugi áður en fólk fór að setjast að allt árið og stunda einhvern landbúnað að ráði. Ein kenningin er sú að í Reykjavík hafi verið bækistöð rostungaveiðimanna en rostungar hafa þá búið í stórhópum við Faxaflóa. Og kannski var hér líka umskipunarhöfn rostungaveiðimanna sem dvöldu á veiðislóð á Grænlandi. Rostungstennur voru á níundu öld rándýr munaðarvarningur í Evrópu af því ný framrás múslima í Miðausturlöndum hafði lokað verslunarleiðum með fílabein.Villigöltur150 manna þorp Um síðustu helgi sat ég nokkra fyrirlestra í húsnæði landnámssýningarinnar við Aðalstræti, en á þeirri sýningu má sjá prýðilega mynd af því hvernig menn ímynda sér núna að fyrsta byggðin í Reykjavík hafi litið út. Allt er reyndar á hverfanda hveli í þessum fræðum þar sem mjög sterkar vísbendingar eru nú komnar fram í dagsljósið fyrir því að byggðin ekki aðeins í Reykjavík heldur á Íslandi öllu sé töluvert eldri en rannsóknir höfðu áður gefið tilefni til að trúa, en burtséð frá tímasetningum, þá komu athyglisverðar upplýsingar fram í erindi Völu Garðarsdóttur fornleifafræðings. Nýjustu rannsóknir benda nefnilega til þess að í Reykjavík hafi á landnámsöld (hvort sem það var einhverjum áratugum fyrr eða síðar) verið allt að 150 manna þorp. Svo mikið þéttbýli var ekki til á Íslandi öldum saman, nema kannski í kringum biskupsstólana þegar allra best lét. En í þessu þorpi í Reykjavík á landnámsöld hafi alls ekki verið stundaður landbúnaður framan af, nema í mýflugumynd kannski, heldur hafi íbúarnir flutt með sér bæði rádýr og villisvín á fæti, sem þeir hafi síðan haft sér til matar. Þetta hafði ég að minnsta kosti aldrei heyrt áður, að hér hafi verið lifandi rádýr á þessum tíma. Beinaleifar í öskuhaugum hinnar fyrstu Reykjavíkur sýna hins vegar fram á það. Væntanlega hafa íbúarnir sleppt rádýrunum lausum á kjarrið, sem þá var hvarvetna á nesinu góða, og svo slátrað þeim sér til matar þegar á þurfti að halda. Ekki er um það að ræða að menn hafi komið með kjöt af dýrunum meðferðis þegar þeir komu hingað á vertíð, því þá hefðu menn aðeins komið með útvalin stykki, en beinin eru af heilum skepnum. Og svínin voru ekki alisvín, heldur fúllbefarin villisvín með vígtönnum og öllu saman.Hvar eru rádýrin? Niðurstöðurnar um sjávarþorpið Reykjavík eru kannski ekki alveg óumdeildar ennþá en þó virðist ljóst að landnámsbýli bóndakarlsins Ingólfs Arnarsonar er alveg úr sögunni. Og sú spurning, sem ég glímdi við í bláu Novunni þegar við renndum í bæinn að austan, hefur reynst á algjörum misskilningi byggð. Það var ekkert leyndardómsfullt við að byggð skyldi byrja í Reykjavík né að þar skyldi á endanum vaxa upp höfuðborg. Reykjavík er einfaldlega rétti staðurinn til að halda uppi samskiptum við útlönd. Spurningin sem ég hefði átt að spyrja var hins vegar þessi: Hvað gerðist á þeim rúmu 300 árum sem liðu frá því að rádýr gengu laus í Reykjavík og þangað til bændahöfðingjar tólftu aldar fóru að láta skrifa Landnámu og enginn mundi lengur af hverju menn höfðu á sínum tíma „byggt útnes þetta“? Og svo er önnur spurning: Af hverju gátu nú ekki nokkur rádýr sloppið burt og lifað af í blíðu veðurfari landnámsaldar svo hér hefði mátt verða til rammíslenskur stofn rádýra?
Flækjusaga Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira