Neyðast til að flytja þvert yfir landið Snærós Sindradóttir skrifar 30. apríl 2014 07:00 Justyna Gronek og fjölskylda hennar. Þau neyðast til að flytja frá Húsavík og til Grindavíkur vegna lokunar Vísis hf. VÍSIR/aðsend Justyna Gronek og eiginmaður hennar starfa bæði hjá Vísi hf. á Húsavík. Þau eiga eina dóttur saman sem er rúmlega tveggja ára gömul og er í leikskólanum á Húsavík. Fjölskyldan keypti íbúð í janúar á þessu ári en það var áður en þau fengu fréttirnar um að loka ætti starfsstöð Vísis í bænum. Þau reyna nú að finna leigjendur til að taka við íbúðinni. „Við höfum verið á Húsavík í fimm ár. Þetta voru hræðilegar fréttir en við viljum hugsa um þetta sem ævintýri. Við viljum ekki vera leið heldur reyna að hugsa jákvætt um þetta,“ segir Justyna. Útgerðarfyrirtækið Vísir hf. hefur gert samning við fyrirtækið Fiskeldi Austurlands um að 25 starfsmenn Vísis á Djúpavogi fái störf þar í bæ við slátrun, vinnslu og pökkun á eldislaxi. Aðrir 25 starfsmenn fyrirtækisins hyggjast flytja til Grindavíkur og vinna hjá Vísi hf. þar. Samanlagt hafa sjötíu starfsmenn Vísis hf. á Húsavík og Djúpavogi sagst vera tilbúnir að flytja búferlum til Grindavíkur þegar fiskvinnslu í plássunum verður hætt. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru margir starfsmanna fyrirtækisins einhleypir og af erlendu bergi brotnir. Nú þegar er hafinn undirbúningur fyrir komu fólksins til Grindavíkur en mörgum fylgja fjölskyldur. „Við gerum ráð fyrir að koma öllum fyrir,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. „Verktakar eru að græja íbúðir sem stóðu tómar svo þær verði ásættanlegar fyrir þá sem eru að leigja.“ Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Húsavíkur, er uggandi yfir þeim fjörutíu starfsmönnum Vísis hf. og fjölskyldum þeirra sem hyggjast flytja úr bænum. „Þetta er afskaplega slæmt fyrir samfélagið og fólk er miður sín,“ segir Bergur, „Þetta var allt gott fólk og þeirra verður saknað.“ Starfsmönnum Vísis hf. á Húsavík var greint frá stöðu mála í gær. Engum starfsmönnum fyrirtækisins verður sagt upp um mánaðamótin en árlegt vinnslustopp fer þó í gang vegna hráefnisskorts. Starfsmenn Vísis hf. á Húsavík sem ekki vildu láta nafns síns getið voru ósammála um stöðuna sem nú er uppi. Annar var ánægður með að fá vinnu í Grindavík en hinn ósáttur við ákvörðun fyrirtækisins um lokun. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Justyna Gronek og eiginmaður hennar starfa bæði hjá Vísi hf. á Húsavík. Þau eiga eina dóttur saman sem er rúmlega tveggja ára gömul og er í leikskólanum á Húsavík. Fjölskyldan keypti íbúð í janúar á þessu ári en það var áður en þau fengu fréttirnar um að loka ætti starfsstöð Vísis í bænum. Þau reyna nú að finna leigjendur til að taka við íbúðinni. „Við höfum verið á Húsavík í fimm ár. Þetta voru hræðilegar fréttir en við viljum hugsa um þetta sem ævintýri. Við viljum ekki vera leið heldur reyna að hugsa jákvætt um þetta,“ segir Justyna. Útgerðarfyrirtækið Vísir hf. hefur gert samning við fyrirtækið Fiskeldi Austurlands um að 25 starfsmenn Vísis á Djúpavogi fái störf þar í bæ við slátrun, vinnslu og pökkun á eldislaxi. Aðrir 25 starfsmenn fyrirtækisins hyggjast flytja til Grindavíkur og vinna hjá Vísi hf. þar. Samanlagt hafa sjötíu starfsmenn Vísis hf. á Húsavík og Djúpavogi sagst vera tilbúnir að flytja búferlum til Grindavíkur þegar fiskvinnslu í plássunum verður hætt. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru margir starfsmanna fyrirtækisins einhleypir og af erlendu bergi brotnir. Nú þegar er hafinn undirbúningur fyrir komu fólksins til Grindavíkur en mörgum fylgja fjölskyldur. „Við gerum ráð fyrir að koma öllum fyrir,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. „Verktakar eru að græja íbúðir sem stóðu tómar svo þær verði ásættanlegar fyrir þá sem eru að leigja.“ Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Húsavíkur, er uggandi yfir þeim fjörutíu starfsmönnum Vísis hf. og fjölskyldum þeirra sem hyggjast flytja úr bænum. „Þetta er afskaplega slæmt fyrir samfélagið og fólk er miður sín,“ segir Bergur, „Þetta var allt gott fólk og þeirra verður saknað.“ Starfsmönnum Vísis hf. á Húsavík var greint frá stöðu mála í gær. Engum starfsmönnum fyrirtækisins verður sagt upp um mánaðamótin en árlegt vinnslustopp fer þó í gang vegna hráefnisskorts. Starfsmenn Vísis hf. á Húsavík sem ekki vildu láta nafns síns getið voru ósammála um stöðuna sem nú er uppi. Annar var ánægður með að fá vinnu í Grindavík en hinn ósáttur við ákvörðun fyrirtækisins um lokun.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira