Pútín vill Úkraínuhermenn burt frá A- og S-hluta Úkraínu Óli Kristján Ármannsson skrifar 2. maí 2014 07:00 Herskár aðkilnaðarsinni á bandi Rússa ræðir við lögreglumenn í miðjum átökum við byggingar svæðisstjórnarinnar í Dónetsk í Úkraínu í gær. Til átaka kom eftir fjölmenna kröfugöngu í borginni. Fréttablaðið/AP Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að Úkraína eigi að kalla herlið burt úr austur- og suðurhluta landsins, þar sem uppreisnarmenn hafa tekið yfir byggingar. Nokkrum stundum síðar lýsti bráðabirgðaforseti Úkraínu því yfir í gær að herskylda yrði áfram við lýði í landinu vegna þess hve óeirðir hafi aukist. Þrátt fyrir að Úkraína hafi í fyrra kynnt fyrirætlanir um að láta af herskyldu sagði Ólexander Túrtsjínov, bráðabirgðaforseti Úkraínu, í tilskipun sinni að í ljósi „hættunnar á að þrengt væri að yfirráðarétti Úkraínu yfir héröðum sínum og afskiptum Rússa af innri málefnum Úkraínu,“ þyrfti nauðsynlega að endurnýja ákvæði um herskyldu í landinu. Stjórnvöld í Moskvu hafa fordæmt framgöngu öryggissveita Úkraínu og árangurslitlar aðgerðir gegn uppreisnarmönnum í austurhluta landsins og varað við því að herinn færi fram með ofbeldi í garð borgara. Í símtali Pútíns og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í gær sagði Pútín að brotthvarf herafla úr suður- og austurhluta Úkraínu væri „aðalmálið“, en óljóst þótti hvort túlka bæri þau orð sem afdráttarlausa kröfu. Ekki kom fram í tilskipun Túrtsjínovs hvar nákvæmlega í landinu eða hvernig herkvaddur liðsafli kynni að verða nýttur. Fyrr í vikunni lét hann hafa eftir sér að lögregla og öryggissveitir hafi mátt sín lítils gegn uppreisnarhópum á svæðum Dónetsk og Lúhansk, þar sem óeirðirnar hafa verið langmestar. Þá sagði hann að leggja ætti áherslu á að koma í veg fyrir að uppreisnin næði til annarra hluta landsins.NATO flokkar Rússa sem andstæðinga Eftir tveggja áratuga viðleitni til að efla samstarf við Rússland hefur Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) fundið sig knúið til að koma fram við Moskvustjórn sem andstæðing. „Ljóst er að Rússar hafa flokkað NATO sem andstæðing þannig að við þurfum að hverfa frá því að líta á Rússland sem félaga og líta fremur á það sem andstæðing,“ segir Alexander Vershbow, aðstoðarframkvæmdastjóri NATO. Í spurningatíma með blaðamönnum sagði Vershbow að innlimun Krímskaga í Rússland og afskipti Rússa og þátttaka í óeirðum í austurhluta Úkraínu hafi leitt til grundvallarbreytinga á samskiptum NATO og Rússlands. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að Úkraína eigi að kalla herlið burt úr austur- og suðurhluta landsins, þar sem uppreisnarmenn hafa tekið yfir byggingar. Nokkrum stundum síðar lýsti bráðabirgðaforseti Úkraínu því yfir í gær að herskylda yrði áfram við lýði í landinu vegna þess hve óeirðir hafi aukist. Þrátt fyrir að Úkraína hafi í fyrra kynnt fyrirætlanir um að láta af herskyldu sagði Ólexander Túrtsjínov, bráðabirgðaforseti Úkraínu, í tilskipun sinni að í ljósi „hættunnar á að þrengt væri að yfirráðarétti Úkraínu yfir héröðum sínum og afskiptum Rússa af innri málefnum Úkraínu,“ þyrfti nauðsynlega að endurnýja ákvæði um herskyldu í landinu. Stjórnvöld í Moskvu hafa fordæmt framgöngu öryggissveita Úkraínu og árangurslitlar aðgerðir gegn uppreisnarmönnum í austurhluta landsins og varað við því að herinn færi fram með ofbeldi í garð borgara. Í símtali Pútíns og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í gær sagði Pútín að brotthvarf herafla úr suður- og austurhluta Úkraínu væri „aðalmálið“, en óljóst þótti hvort túlka bæri þau orð sem afdráttarlausa kröfu. Ekki kom fram í tilskipun Túrtsjínovs hvar nákvæmlega í landinu eða hvernig herkvaddur liðsafli kynni að verða nýttur. Fyrr í vikunni lét hann hafa eftir sér að lögregla og öryggissveitir hafi mátt sín lítils gegn uppreisnarhópum á svæðum Dónetsk og Lúhansk, þar sem óeirðirnar hafa verið langmestar. Þá sagði hann að leggja ætti áherslu á að koma í veg fyrir að uppreisnin næði til annarra hluta landsins.NATO flokkar Rússa sem andstæðinga Eftir tveggja áratuga viðleitni til að efla samstarf við Rússland hefur Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) fundið sig knúið til að koma fram við Moskvustjórn sem andstæðing. „Ljóst er að Rússar hafa flokkað NATO sem andstæðing þannig að við þurfum að hverfa frá því að líta á Rússland sem félaga og líta fremur á það sem andstæðing,“ segir Alexander Vershbow, aðstoðarframkvæmdastjóri NATO. Í spurningatíma með blaðamönnum sagði Vershbow að innlimun Krímskaga í Rússland og afskipti Rússa og þátttaka í óeirðum í austurhluta Úkraínu hafi leitt til grundvallarbreytinga á samskiptum NATO og Rússlands.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira