Pútín vill Úkraínuhermenn burt frá A- og S-hluta Úkraínu Óli Kristján Ármannsson skrifar 2. maí 2014 07:00 Herskár aðkilnaðarsinni á bandi Rússa ræðir við lögreglumenn í miðjum átökum við byggingar svæðisstjórnarinnar í Dónetsk í Úkraínu í gær. Til átaka kom eftir fjölmenna kröfugöngu í borginni. Fréttablaðið/AP Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að Úkraína eigi að kalla herlið burt úr austur- og suðurhluta landsins, þar sem uppreisnarmenn hafa tekið yfir byggingar. Nokkrum stundum síðar lýsti bráðabirgðaforseti Úkraínu því yfir í gær að herskylda yrði áfram við lýði í landinu vegna þess hve óeirðir hafi aukist. Þrátt fyrir að Úkraína hafi í fyrra kynnt fyrirætlanir um að láta af herskyldu sagði Ólexander Túrtsjínov, bráðabirgðaforseti Úkraínu, í tilskipun sinni að í ljósi „hættunnar á að þrengt væri að yfirráðarétti Úkraínu yfir héröðum sínum og afskiptum Rússa af innri málefnum Úkraínu,“ þyrfti nauðsynlega að endurnýja ákvæði um herskyldu í landinu. Stjórnvöld í Moskvu hafa fordæmt framgöngu öryggissveita Úkraínu og árangurslitlar aðgerðir gegn uppreisnarmönnum í austurhluta landsins og varað við því að herinn færi fram með ofbeldi í garð borgara. Í símtali Pútíns og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í gær sagði Pútín að brotthvarf herafla úr suður- og austurhluta Úkraínu væri „aðalmálið“, en óljóst þótti hvort túlka bæri þau orð sem afdráttarlausa kröfu. Ekki kom fram í tilskipun Túrtsjínovs hvar nákvæmlega í landinu eða hvernig herkvaddur liðsafli kynni að verða nýttur. Fyrr í vikunni lét hann hafa eftir sér að lögregla og öryggissveitir hafi mátt sín lítils gegn uppreisnarhópum á svæðum Dónetsk og Lúhansk, þar sem óeirðirnar hafa verið langmestar. Þá sagði hann að leggja ætti áherslu á að koma í veg fyrir að uppreisnin næði til annarra hluta landsins.NATO flokkar Rússa sem andstæðinga Eftir tveggja áratuga viðleitni til að efla samstarf við Rússland hefur Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) fundið sig knúið til að koma fram við Moskvustjórn sem andstæðing. „Ljóst er að Rússar hafa flokkað NATO sem andstæðing þannig að við þurfum að hverfa frá því að líta á Rússland sem félaga og líta fremur á það sem andstæðing,“ segir Alexander Vershbow, aðstoðarframkvæmdastjóri NATO. Í spurningatíma með blaðamönnum sagði Vershbow að innlimun Krímskaga í Rússland og afskipti Rússa og þátttaka í óeirðum í austurhluta Úkraínu hafi leitt til grundvallarbreytinga á samskiptum NATO og Rússlands. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að Úkraína eigi að kalla herlið burt úr austur- og suðurhluta landsins, þar sem uppreisnarmenn hafa tekið yfir byggingar. Nokkrum stundum síðar lýsti bráðabirgðaforseti Úkraínu því yfir í gær að herskylda yrði áfram við lýði í landinu vegna þess hve óeirðir hafi aukist. Þrátt fyrir að Úkraína hafi í fyrra kynnt fyrirætlanir um að láta af herskyldu sagði Ólexander Túrtsjínov, bráðabirgðaforseti Úkraínu, í tilskipun sinni að í ljósi „hættunnar á að þrengt væri að yfirráðarétti Úkraínu yfir héröðum sínum og afskiptum Rússa af innri málefnum Úkraínu,“ þyrfti nauðsynlega að endurnýja ákvæði um herskyldu í landinu. Stjórnvöld í Moskvu hafa fordæmt framgöngu öryggissveita Úkraínu og árangurslitlar aðgerðir gegn uppreisnarmönnum í austurhluta landsins og varað við því að herinn færi fram með ofbeldi í garð borgara. Í símtali Pútíns og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í gær sagði Pútín að brotthvarf herafla úr suður- og austurhluta Úkraínu væri „aðalmálið“, en óljóst þótti hvort túlka bæri þau orð sem afdráttarlausa kröfu. Ekki kom fram í tilskipun Túrtsjínovs hvar nákvæmlega í landinu eða hvernig herkvaddur liðsafli kynni að verða nýttur. Fyrr í vikunni lét hann hafa eftir sér að lögregla og öryggissveitir hafi mátt sín lítils gegn uppreisnarhópum á svæðum Dónetsk og Lúhansk, þar sem óeirðirnar hafa verið langmestar. Þá sagði hann að leggja ætti áherslu á að koma í veg fyrir að uppreisnin næði til annarra hluta landsins.NATO flokkar Rússa sem andstæðinga Eftir tveggja áratuga viðleitni til að efla samstarf við Rússland hefur Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) fundið sig knúið til að koma fram við Moskvustjórn sem andstæðing. „Ljóst er að Rússar hafa flokkað NATO sem andstæðing þannig að við þurfum að hverfa frá því að líta á Rússland sem félaga og líta fremur á það sem andstæðing,“ segir Alexander Vershbow, aðstoðarframkvæmdastjóri NATO. Í spurningatíma með blaðamönnum sagði Vershbow að innlimun Krímskaga í Rússland og afskipti Rússa og þátttaka í óeirðum í austurhluta Úkraínu hafi leitt til grundvallarbreytinga á samskiptum NATO og Rússlands.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira