Flugstjórar vilja margfalt meiri hækkun en ASÍ fékk Snærós Sindradóttir skrifar 2. maí 2014 08:00 Flugstjóri með fimmtán ára starfsreynslu hefur ríflega milljón krónur í föst laun á mánuði. Mynd/HAG Flugmenn hjá Icelandair vilja margfalt meiri hækkun en samið hefur verið um á almennum markaði samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeir hafa hafnað samningi með almennri launahækkun upp á 2,8 prósent sem gildir til eins árs. Samkvæmt kjarasamningum Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) við Icelandair hefur flugstjóri með fimmtán ára starfsreynslu ríflega milljón krónur í föst laun á mánuði. Byrjunarlaun nýs flugmanns hjá fyrirtækinu eru um hálf milljón króna á mánuði. Boðað hefur verið til tólf tíma verkfalls hjá félaginu þann 9. maí næstkomandi. „Við erum ekki partur af ASÍ og erum ekki skuldbundnir af því,“ segir Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA. Samningaviðræður hafa farið fram síðastliðnar vikur en ekki hefur þokast í átt að samkomulagi. „Það hefur ekkert gengið. Þetta snýst ekki bara um launaprósentur heldur kjarasamninginn í heild sinni,“ segir Hafsteinn. Enginn flugmaður greiddi atkvæði gegn verkfalli. Í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag sagði Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA, flugmenn ekki vera að loka landinu því farþegar gætu enn ferðast með öðrum flugfélögum hingað til lands. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir ummælin hafa vakið furðu hjá starfsfólki Icelandair. „Við trúum því ekki að formaðurinn mæli fyrir munn allra flugmanna þegar hann hvetur fólk til þess að beina viðskiptum sínum til samkeppnisaðila.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að verkfall muni hafa verulega neikvæð áhrif á afkomu ferðaþjónustunnar. „Við höfum miklar áhyggjur af þessum boðuðu verkfallsaðgerðum. Við erum að áætla að tapaðar gjaldeyristekjur séu milljarður á dag á þessum árstíma. Hver einasta klukkustund í þessari óvissu hefur mikil áhrif.“ Tengdar fréttir Engin ástæða til lagasetningar á flugmenn Flugmenn hjá Icelandair hefja yfirvinnubann og skæruverkföll hinn 9. Maí hafi kjarasamningar ekki verið undirritaðir fyrir þann tíma. 30. apríl 2014 20:08 Flugmenn í verkfall Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni. 29. apríl 2014 13:38 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Flugmenn hjá Icelandair vilja margfalt meiri hækkun en samið hefur verið um á almennum markaði samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeir hafa hafnað samningi með almennri launahækkun upp á 2,8 prósent sem gildir til eins árs. Samkvæmt kjarasamningum Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) við Icelandair hefur flugstjóri með fimmtán ára starfsreynslu ríflega milljón krónur í föst laun á mánuði. Byrjunarlaun nýs flugmanns hjá fyrirtækinu eru um hálf milljón króna á mánuði. Boðað hefur verið til tólf tíma verkfalls hjá félaginu þann 9. maí næstkomandi. „Við erum ekki partur af ASÍ og erum ekki skuldbundnir af því,“ segir Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA. Samningaviðræður hafa farið fram síðastliðnar vikur en ekki hefur þokast í átt að samkomulagi. „Það hefur ekkert gengið. Þetta snýst ekki bara um launaprósentur heldur kjarasamninginn í heild sinni,“ segir Hafsteinn. Enginn flugmaður greiddi atkvæði gegn verkfalli. Í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag sagði Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA, flugmenn ekki vera að loka landinu því farþegar gætu enn ferðast með öðrum flugfélögum hingað til lands. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir ummælin hafa vakið furðu hjá starfsfólki Icelandair. „Við trúum því ekki að formaðurinn mæli fyrir munn allra flugmanna þegar hann hvetur fólk til þess að beina viðskiptum sínum til samkeppnisaðila.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að verkfall muni hafa verulega neikvæð áhrif á afkomu ferðaþjónustunnar. „Við höfum miklar áhyggjur af þessum boðuðu verkfallsaðgerðum. Við erum að áætla að tapaðar gjaldeyristekjur séu milljarður á dag á þessum árstíma. Hver einasta klukkustund í þessari óvissu hefur mikil áhrif.“
Tengdar fréttir Engin ástæða til lagasetningar á flugmenn Flugmenn hjá Icelandair hefja yfirvinnubann og skæruverkföll hinn 9. Maí hafi kjarasamningar ekki verið undirritaðir fyrir þann tíma. 30. apríl 2014 20:08 Flugmenn í verkfall Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni. 29. apríl 2014 13:38 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Engin ástæða til lagasetningar á flugmenn Flugmenn hjá Icelandair hefja yfirvinnubann og skæruverkföll hinn 9. Maí hafi kjarasamningar ekki verið undirritaðir fyrir þann tíma. 30. apríl 2014 20:08
Flugmenn í verkfall Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni. 29. apríl 2014 13:38