Mæðgur í myndlist Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. maí 2014 12:30 Þórunn og Steinunn útskrifuðust úr myndlistarskóla með 24 ára millibili. Þær vinna verk sín í ólíka miðla. Mynd/úr einkasafni „Ég bý til listaverk og tónlist vegna þess að ég fyllist af orku og gleði þegar ég bý til eitthvað nýtt. Það er sífellt verið að mála nýjar myndir, smíða skúlptúra sem enginn hefur séð fyrr og semja tónlist sem ekki hefur áður heyrst.“ Þetta segir Steinunn Harðardóttir, myndlistarkona og eins manns hljómsveitin Dj flugvél og geimskip. Hún og móðir hennar, Þórunn Hjartardóttir myndlistarkona, verða með sýningu í 002 Galleríi í Hafnarfirði milli klukkan 14 og 17 á morgun, laugardag og á sama tíma á sunnudag. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Spurningu um hvort þær ætli að vinna verkin á staðnum svarar Þórunn fyrst og er leyndardómsfull. „Ekki á sýningartímanum en það sem ég geri er allt unnið á staðnum, inn í rýmið. Ég fæ mjög mikið út úr því að mála með strigalímbandi beint í rými og dreg fram það sem ég sé í arkitektúrnum sem liggur kannski ekki í augum uppi.“ Steinunn: „Ég er með nokkur verk tilbúin og mun raða þeim inn en á opnuninni á morgun verð ég með lifandi furðuleiðslu í einu herberginu, svona innsetningarhljóðverk. Það verður svo spilað af bandi á sunnudaginn.“ 002 Gallerí er íbúð og vinnustofa myndlistarmannsins Birgis Sigurðssonar. Hann hefur starfrækt þetta óvenjulega gallerí um þriggja ára skeið í kjallaraíbúð sinni í blokk í Hafnarfirði. Sýning mæðgnanna er fjórði viðburður fyrstu myndlistarhátíðar gallerísins sem stendur til 1. júní. En hafa þær mörg herbergi til umráða fyrir sýninguna sína? Þórunn: Það er stofan, hún verður með hefðbundnu sniði með listaverkum á veggjum.“ „Óhefðbundnum verkum sem reyna að vera hefðbundin,“ skýtur Steinunn inn í.„Og svo svefnherbergið þar sem furðuleiðslan fer fram.“ Þórunn: „Síðan er baðherbergið og þar verður innsetning sem leynigestur og Steinunn hafa unnið í sameiningu.“ Menning Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég bý til listaverk og tónlist vegna þess að ég fyllist af orku og gleði þegar ég bý til eitthvað nýtt. Það er sífellt verið að mála nýjar myndir, smíða skúlptúra sem enginn hefur séð fyrr og semja tónlist sem ekki hefur áður heyrst.“ Þetta segir Steinunn Harðardóttir, myndlistarkona og eins manns hljómsveitin Dj flugvél og geimskip. Hún og móðir hennar, Þórunn Hjartardóttir myndlistarkona, verða með sýningu í 002 Galleríi í Hafnarfirði milli klukkan 14 og 17 á morgun, laugardag og á sama tíma á sunnudag. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Spurningu um hvort þær ætli að vinna verkin á staðnum svarar Þórunn fyrst og er leyndardómsfull. „Ekki á sýningartímanum en það sem ég geri er allt unnið á staðnum, inn í rýmið. Ég fæ mjög mikið út úr því að mála með strigalímbandi beint í rými og dreg fram það sem ég sé í arkitektúrnum sem liggur kannski ekki í augum uppi.“ Steinunn: „Ég er með nokkur verk tilbúin og mun raða þeim inn en á opnuninni á morgun verð ég með lifandi furðuleiðslu í einu herberginu, svona innsetningarhljóðverk. Það verður svo spilað af bandi á sunnudaginn.“ 002 Gallerí er íbúð og vinnustofa myndlistarmannsins Birgis Sigurðssonar. Hann hefur starfrækt þetta óvenjulega gallerí um þriggja ára skeið í kjallaraíbúð sinni í blokk í Hafnarfirði. Sýning mæðgnanna er fjórði viðburður fyrstu myndlistarhátíðar gallerísins sem stendur til 1. júní. En hafa þær mörg herbergi til umráða fyrir sýninguna sína? Þórunn: Það er stofan, hún verður með hefðbundnu sniði með listaverkum á veggjum.“ „Óhefðbundnum verkum sem reyna að vera hefðbundin,“ skýtur Steinunn inn í.„Og svo svefnherbergið þar sem furðuleiðslan fer fram.“ Þórunn: „Síðan er baðherbergið og þar verður innsetning sem leynigestur og Steinunn hafa unnið í sameiningu.“
Menning Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira