Átökin harðna í Úkraínu 3. maí 2014 00:01 stjórnarherinn í Slovjansk Úkraínskir hermenn í Slovjansk við eina af þeim eftirlitsstöðvum uppreisnarmanna sem stjórnarherinn náði á sitt vald í gær.Nordicphotos/AFP vísir/ap Uppreisnarmenn í austanverðri Úkraínu skutu niður tvær þyrlur stjórnarhersins í gær, eftir að stjórnarherinn í Úkraínu hóf fyrstu stórsókn sína gegn þeim. Úkraínustjórn fullyrti síðan að stjórnarherinn hefði fellt eða sært fjölda uppreisnarmanna. Stjórnin skýrði einnig frá því að tveir hermenn úr stjórnarhernum hefðu látið lífið. Rússlandsstjórn sagði atburði gærdagsins greinilegt merki þess að tveggja vikna gamalt friðarsamkomulag, sem gert var í Genf, sé að engu orðið.Angela Merkel Þýskalandskanslari heimsótti Barack Obama Bandaríkjaforseta í gær, og sögðust þau reiðubúin til þess að herða enn frekar refsiaðgerðir gegn Rússum, bæði rússneskum ráðamönnum og rússnesku efnahagslífi. Til átaka kom eldsnemma í gærmorgun skammt frá borginni Slovjansk, þar sem aðskilnaðarsinnar höfðu náð stjórnarbyggingum á sitt vald rétt eins og í mörgum fleiri borgum í austurhluta landsins. Stjórnarherinn mætti harðri mótspyrnu frá aðskilnaðarsinnum, en undir kvöld fullyrti Oleksander Túrtsjínov Úkraínuforseti að herinn væri búinn að ná á sitt vald öllum þeim eftirlitsstöðvum, sem uppreisnarmenn höfðu komið sér upp í kringum borgina. Stjórnarhernum hafði samt síðdegis í gær ekki tekist að ná stjórnarbyggingunum úr höndum aðskilnaðarsinna. „Öryggissveitir okkar eru að berjast við málaliða erlendra ríkja, hryðjuverkamenn og glæpamenn,“ sagði Túrtsjínov, sem ítrekað hefur sakað rússnesk stjórnvöld um að styðja aðskilnaðarsinna og kynda undir ólguna í austurhluta landsins. Einnig kom til átaka í gær milli stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna í hafnarborginni Odessa við Svartahafið, en til þessa hefur uppreisn úkraínskra aðskilnaðarsinna lítt látið á sér kræla þar í borg. Í átökunum þar í gær kviknaði í byggingu með þeim afleiðingum að rúmlega 30 manns brunnu inni. Friðarsamningurinn, sem gerður var í Genf í síðasta mánuði, snerist um að uppreisnarmenn létu af hendi þær stjórnarbyggingar, sem þeir hafa lagt undir sig, gegn því að Úkraínustjórn léti eiga sig að ráðast gegn þeim með hervaldi. Aðskilnaðarsinnar hafa í engu orðið við þessu, en Rússar hafa skorað á Úkraínustjórn að beita ekki hervaldi gegn aðskilnaðarsinnum. Á hinn bóginn saka Rússar Úkraínustjórn um að hafa notað hryðjuverkamenn úr samtökum öfgaþjóðernissinna til hernaðaraðgerða gegn aðskilnaðarsinnum. Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Erlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Sjá meira
Uppreisnarmenn í austanverðri Úkraínu skutu niður tvær þyrlur stjórnarhersins í gær, eftir að stjórnarherinn í Úkraínu hóf fyrstu stórsókn sína gegn þeim. Úkraínustjórn fullyrti síðan að stjórnarherinn hefði fellt eða sært fjölda uppreisnarmanna. Stjórnin skýrði einnig frá því að tveir hermenn úr stjórnarhernum hefðu látið lífið. Rússlandsstjórn sagði atburði gærdagsins greinilegt merki þess að tveggja vikna gamalt friðarsamkomulag, sem gert var í Genf, sé að engu orðið.Angela Merkel Þýskalandskanslari heimsótti Barack Obama Bandaríkjaforseta í gær, og sögðust þau reiðubúin til þess að herða enn frekar refsiaðgerðir gegn Rússum, bæði rússneskum ráðamönnum og rússnesku efnahagslífi. Til átaka kom eldsnemma í gærmorgun skammt frá borginni Slovjansk, þar sem aðskilnaðarsinnar höfðu náð stjórnarbyggingum á sitt vald rétt eins og í mörgum fleiri borgum í austurhluta landsins. Stjórnarherinn mætti harðri mótspyrnu frá aðskilnaðarsinnum, en undir kvöld fullyrti Oleksander Túrtsjínov Úkraínuforseti að herinn væri búinn að ná á sitt vald öllum þeim eftirlitsstöðvum, sem uppreisnarmenn höfðu komið sér upp í kringum borgina. Stjórnarhernum hafði samt síðdegis í gær ekki tekist að ná stjórnarbyggingunum úr höndum aðskilnaðarsinna. „Öryggissveitir okkar eru að berjast við málaliða erlendra ríkja, hryðjuverkamenn og glæpamenn,“ sagði Túrtsjínov, sem ítrekað hefur sakað rússnesk stjórnvöld um að styðja aðskilnaðarsinna og kynda undir ólguna í austurhluta landsins. Einnig kom til átaka í gær milli stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna í hafnarborginni Odessa við Svartahafið, en til þessa hefur uppreisn úkraínskra aðskilnaðarsinna lítt látið á sér kræla þar í borg. Í átökunum þar í gær kviknaði í byggingu með þeim afleiðingum að rúmlega 30 manns brunnu inni. Friðarsamningurinn, sem gerður var í Genf í síðasta mánuði, snerist um að uppreisnarmenn létu af hendi þær stjórnarbyggingar, sem þeir hafa lagt undir sig, gegn því að Úkraínustjórn léti eiga sig að ráðast gegn þeim með hervaldi. Aðskilnaðarsinnar hafa í engu orðið við þessu, en Rússar hafa skorað á Úkraínustjórn að beita ekki hervaldi gegn aðskilnaðarsinnum. Á hinn bóginn saka Rússar Úkraínustjórn um að hafa notað hryðjuverkamenn úr samtökum öfgaþjóðernissinna til hernaðaraðgerða gegn aðskilnaðarsinnum.
Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Erlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Sjá meira