Úkraínubúar flestir andvígir aðskilnaði Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. maí 2014 21:52 Íbúi í Donetsk býr sig undir kosningar á sunnudag. Vísir/AP Íbúar Úkraínu vilja flestir búa áfram í óskiptu landi, þrátt fyrir ákafa baráttu uppreisnarmanna í austurhlutanum. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun frá Pew-rannsóknarmiðstöðinni, sem er bandarísk en gerir viðamiklar og vandaðar kannanir á afstöðu fólks víða um heim. Uppreisnarmenn í Donetsk-héraði ætla að halda fast við áform sín um að efna til kosningar um það hvort héraðið eigi að lýsa yfir sjálfstæði. Þetta gera þeir þrátt fyrir að Vladímír Pútín hafi á miðvikudag óvænt skorað á þá að fresta þessum kosningum. Pútín sagði hins vegar að forsetakosningar í Úkraínu síðar í mánuðinum gætu orðið gagnlegar. Þetta gengur þvert gegn fyrri yfirlýsingum Pútíns, en hann hafði fáum dögum fyrr sagt að ekkert vit væri í að halda forsetakosningar í landinu á meðan allt logar þar í átökum. Samkvæmt könnuninni eru 77 prósent íbúa landsins andvíg því að það klofni í sundur. Heldur færri íbúar austurhluta landsins eru reyndar þessarar skoðunar, eða 70 prósent á móti 93 prósentum í vesturhlutanum. Meðal rússneskumælandi íbúa austurhlutans vilja 58 prósent halda Úkraínu áfram óskiptri, sem er ótvíræður meirihluti, en Krímskagi sker sig töluvert úr, því einungis 12 prósent íbúa þar vilja að Úkraína sé óskipt – en í síðasta mánuði var skaginn innlimaður í Rússland. Meiri ágreiningur var meðal íbúa landsins um það hvort úkraínska eða rússneska ætti að vera opinbert tungumál landsins eða hvort bæði málin ættu að vera jafngild. Tveir af hverjum þremur íbúum vesturhlutans sögðu að úkraínska ætti að vera ríkismálið, en 73 prósent íbúa austurhlutans vildu að bæði málin væru jafngild. Sárafáir vildu þó að rússneska ætti ein að vera ríkismálið, eða um tvö prósent allra landsmanna. Ein spurninganna í könnuninni snerist um það hvort Úkraínustjórn ætti að viðurkenna niðurstöðu kosninganna á Krímskaga í síðasta mánuði, sem urðu til þess að Rússland innlimaði Krímskaga.Hér má hvernig skoðunin var á milli landshluta.Vísir/AP Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Fleiri fréttir Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Sjá meira
Íbúar Úkraínu vilja flestir búa áfram í óskiptu landi, þrátt fyrir ákafa baráttu uppreisnarmanna í austurhlutanum. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun frá Pew-rannsóknarmiðstöðinni, sem er bandarísk en gerir viðamiklar og vandaðar kannanir á afstöðu fólks víða um heim. Uppreisnarmenn í Donetsk-héraði ætla að halda fast við áform sín um að efna til kosningar um það hvort héraðið eigi að lýsa yfir sjálfstæði. Þetta gera þeir þrátt fyrir að Vladímír Pútín hafi á miðvikudag óvænt skorað á þá að fresta þessum kosningum. Pútín sagði hins vegar að forsetakosningar í Úkraínu síðar í mánuðinum gætu orðið gagnlegar. Þetta gengur þvert gegn fyrri yfirlýsingum Pútíns, en hann hafði fáum dögum fyrr sagt að ekkert vit væri í að halda forsetakosningar í landinu á meðan allt logar þar í átökum. Samkvæmt könnuninni eru 77 prósent íbúa landsins andvíg því að það klofni í sundur. Heldur færri íbúar austurhluta landsins eru reyndar þessarar skoðunar, eða 70 prósent á móti 93 prósentum í vesturhlutanum. Meðal rússneskumælandi íbúa austurhlutans vilja 58 prósent halda Úkraínu áfram óskiptri, sem er ótvíræður meirihluti, en Krímskagi sker sig töluvert úr, því einungis 12 prósent íbúa þar vilja að Úkraína sé óskipt – en í síðasta mánuði var skaginn innlimaður í Rússland. Meiri ágreiningur var meðal íbúa landsins um það hvort úkraínska eða rússneska ætti að vera opinbert tungumál landsins eða hvort bæði málin ættu að vera jafngild. Tveir af hverjum þremur íbúum vesturhlutans sögðu að úkraínska ætti að vera ríkismálið, en 73 prósent íbúa austurhlutans vildu að bæði málin væru jafngild. Sárafáir vildu þó að rússneska ætti ein að vera ríkismálið, eða um tvö prósent allra landsmanna. Ein spurninganna í könnuninni snerist um það hvort Úkraínustjórn ætti að viðurkenna niðurstöðu kosninganna á Krímskaga í síðasta mánuði, sem urðu til þess að Rússland innlimaði Krímskaga.Hér má hvernig skoðunin var á milli landshluta.Vísir/AP
Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Fleiri fréttir Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Sjá meira