Icelandair segist ekki fella niður flug nema í ítrustu neyð Ingvar Haraldsson skrifar 12. maí 2014 07:00 Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir langt í land í deilu flugmanna og Icelandair. Vísir/Heiða Í gær féll niður 21 flugferð hjá Icelandair. Málið kemur í kjölfar tímabundins verkfalls á föstudaginn samhliða yfirvinnubanni sem mun gilda þar til samningar nást. Icelandair sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem fullyrt var að flugferðir hefðu fallið niður vegna skæruhernaðar flugmanna. Hafsteinn Pálsson, formaður formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, hafnar ásökunum Icelandair. „Málið snýst um að vegna yfirvinnubanns hafa flugmenn færst til á vöktum svo þeir fengu ekki nægjanlega hvíld. Því gat Icelandair ekki mannað ákveðin flug.“ Hafsteinn segir þó fjórum flugferðum hafa verið aflýst þrátt fyrir að búið væri að manna áhöfn. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, hafnar ásökunum Hafsteins. „Icelandair fellir ekki niður flugferðir nema í ýtrustu neyð. Það getur verið að í einhverjum tilfellum hafi verið búið að finna flugmenn en það dugar ekki til þegar farþegar eru strandaglópar annars staðar og forsendur flugsins því brostnar.“ Guðjón gerir ekki ráð fyrir að flugferðir muni raskast í dag. Hann segir þó að það geti orðið raunin að flugum verði aflýst með skömmum fyrirvara ef deilan leysist ekki. Samningsaðilar munu hittast hjá ríkissáttasemjara í dag klukkan eitt. Hafsteinn segir mikið bera í millum. „Við munum ekki sætta okkur við kjararýrnun. Flugmenn vinna á taxta. Því geta flugmenn ekki samið um launahækkanir umfram kjarasamninga.“ Guðjón vill lítið tjá sig um samningsmarkmiðin en segir erfitt að vera bjartsýnn þegar kröfur flugmanna eru jafn miklar og raun ber vitni.Hanna Birna Kristjánsdóttir segist fylgjast vel með málinu.Vísir/Stefán KarlssonHanna Birna útlokar ekki lagasetninguHanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að fylgst verði með málinu næstu daga. „Á meðan ríkissáttasemjari fundar með samningsaðilum mun ríkisstjórnin að svo stöddu ekki aðhafast í málinu. Það er okkar von að samningsaðilar axli ábyrgð og leysi málið.“ Varðandi hugsanlega lagasetningu segir Hanna Birna: „Staðan eins og hún var í dag getur ekki gengið í mjög langan tíma. Við munum ekki setja lög á verkfallið nema í algerri neyð en ef til þess kemur öxlum ábyrgð til að tryggja að samgöngur inn og út úr landinu séu í lagi.“ Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Í gær féll niður 21 flugferð hjá Icelandair. Málið kemur í kjölfar tímabundins verkfalls á föstudaginn samhliða yfirvinnubanni sem mun gilda þar til samningar nást. Icelandair sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem fullyrt var að flugferðir hefðu fallið niður vegna skæruhernaðar flugmanna. Hafsteinn Pálsson, formaður formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, hafnar ásökunum Icelandair. „Málið snýst um að vegna yfirvinnubanns hafa flugmenn færst til á vöktum svo þeir fengu ekki nægjanlega hvíld. Því gat Icelandair ekki mannað ákveðin flug.“ Hafsteinn segir þó fjórum flugferðum hafa verið aflýst þrátt fyrir að búið væri að manna áhöfn. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, hafnar ásökunum Hafsteins. „Icelandair fellir ekki niður flugferðir nema í ýtrustu neyð. Það getur verið að í einhverjum tilfellum hafi verið búið að finna flugmenn en það dugar ekki til þegar farþegar eru strandaglópar annars staðar og forsendur flugsins því brostnar.“ Guðjón gerir ekki ráð fyrir að flugferðir muni raskast í dag. Hann segir þó að það geti orðið raunin að flugum verði aflýst með skömmum fyrirvara ef deilan leysist ekki. Samningsaðilar munu hittast hjá ríkissáttasemjara í dag klukkan eitt. Hafsteinn segir mikið bera í millum. „Við munum ekki sætta okkur við kjararýrnun. Flugmenn vinna á taxta. Því geta flugmenn ekki samið um launahækkanir umfram kjarasamninga.“ Guðjón vill lítið tjá sig um samningsmarkmiðin en segir erfitt að vera bjartsýnn þegar kröfur flugmanna eru jafn miklar og raun ber vitni.Hanna Birna Kristjánsdóttir segist fylgjast vel með málinu.Vísir/Stefán KarlssonHanna Birna útlokar ekki lagasetninguHanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að fylgst verði með málinu næstu daga. „Á meðan ríkissáttasemjari fundar með samningsaðilum mun ríkisstjórnin að svo stöddu ekki aðhafast í málinu. Það er okkar von að samningsaðilar axli ábyrgð og leysi málið.“ Varðandi hugsanlega lagasetningu segir Hanna Birna: „Staðan eins og hún var í dag getur ekki gengið í mjög langan tíma. Við munum ekki setja lög á verkfallið nema í algerri neyð en ef til þess kemur öxlum ábyrgð til að tryggja að samgöngur inn og út úr landinu séu í lagi.“
Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira