Líklegt að flugvallarstarfsmenn leggi niður störf til að sýna samstöðu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. maí 2014 07:00 Alþjóðaflutningssambandið segir tilboð Icelandair til flugmanna vera hlægilegt, sérstaklega í ljósi hagnaðar félagsins. vísir/Anton Brink Alþjóðleg verkalýðsfélög ætla að standa með flugmönnum í kjaradeilu þeirra við Icelandair. Starfsmaður Alþjóðaflutningasambandsins (ITF) segir að verði sett lög á deiluna sé hugsanlegt að starfsmenn sem þjónusta vélar Icelandair erlendis leggi niður störf. Bæði Norræna og Alþjóðlega flutningasambandið hafa tilkynnt Icelandair og Samtökum atvinnulífsins bréflega að þau muni standa við bakið á íslenskum flugmönnum, auk þess sem utanríkisráðuneytið fékk afrit af bréfunum. Í bréfi ITF segir að launahækkunin sem flugmönnum sé boðin sé hlægileg, sérstaklega í ljósi þess að methagnaður hafi verið hjá Icelandair á síðustu fjórum árum. Einnig að sterk hefð sé fyrir samstöðu á milli félaganna og muni ITF styðja íslenska flugmenn. Jónas Garðarsson, starfsmaður ITF á Íslandi, segir að nokkrar aðferðir séu við að sýna slíka samstöðu. Ef lög verði sett á verkfallsaðgerðir flugmanna sé vel hugsanlegt að flugvallarstarfsmenn leggi niður störf.Jónas Garðarsson, starfsmaður Alþjóðaflutningssambandsins á íslandi, segir hugsanlegt að flugvallarstarfsmenn leggi niður störf til að sýna flugmönnum samstöðu.„Þá eru töskurnar ekki sóttar og farþegar fá ekki farangur sinn, eldsneyti er ekki afgreitt á vélarnar eða vélarnar ekki þrifnar,“ segir Jónas. „Það eru fordæmi fyrir þessu erlendis en ekki hér á Íslandi svo ég muni.“ Samstaðan er einnig sýnd í verki með því að aðildarfélög borga í verkfallssjóðinn. „Við höfum stutt erlend félög með þeim hætti og þau styðja okkur líka. Þetta er mjög sterkur félagsskapur og gífurleg samstaða í svona málum.“ Í flutningasambandinu er að finna félög sjómanna, vörubílsstjóra, hafnarverkamanna og í raun allra stétta sem koma að flutningum. Ekki náðist í Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Hún hefur sagt að ekki sé rétt að blanda sér í deiluna á þessu stigi en útilokar ekki lagasetningu. Tengdar fréttir Ekki tímabært að stjórnvöld blandi sér í kjaradeiluna Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra vonar að deiluaðilar nái að semja og ekki þurfi að koma til lagasetningar vegna verkfallsins. 11. maí 2014 18:53 Flugmenn sagðir hvattir til að tefja flugumferð Samtök atvinnulífsins hefur ítrekað við flugmenn að virða verkfallslög. 14. maí 2014 00:01 Ekkert samkomulag í sjónmáli í flugmannadeilu Ekkert samkomulag er í sjónmáli í kjaradeilu flugmanna og Icelandair þrátt fyrir stíf fundarhöld í gær. Örlítil seinkun varð áætlunarflugi Icelandair í morgun en ekki stendur til að fella niður nein flug í dag. 13. maí 2014 12:59 Flugmenn gagnrýna yfirstjórn Icelandair "Hvenær brestur þolinmæði hluthafa gagnvart forstjóra Icelandair Group?“ 13. maí 2014 14:54 Icelandair segist ekki fella niður flug nema í ítrustu neyð Flugmenn og fulltrúar Icelandair kenna hvor öðrum um að flugferðir féllu niður á sunnudag. 12. maí 2014 07:00 Verkföll næsta mánuðinn geta raskað ferðum þúsunda Semjist ekki í kjaradeilu flugmanna og flugfreyja við Icelandair gæti orðið mikil röskun á flugi næstu vikurnar. Flugvirkjar eru með lausa samninga. Ferðaþjónustan segist hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna verkfalls. 13. maí 2014 07:00 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Alþjóðleg verkalýðsfélög ætla að standa með flugmönnum í kjaradeilu þeirra við Icelandair. Starfsmaður Alþjóðaflutningasambandsins (ITF) segir að verði sett lög á deiluna sé hugsanlegt að starfsmenn sem þjónusta vélar Icelandair erlendis leggi niður störf. Bæði Norræna og Alþjóðlega flutningasambandið hafa tilkynnt Icelandair og Samtökum atvinnulífsins bréflega að þau muni standa við bakið á íslenskum flugmönnum, auk þess sem utanríkisráðuneytið fékk afrit af bréfunum. Í bréfi ITF segir að launahækkunin sem flugmönnum sé boðin sé hlægileg, sérstaklega í ljósi þess að methagnaður hafi verið hjá Icelandair á síðustu fjórum árum. Einnig að sterk hefð sé fyrir samstöðu á milli félaganna og muni ITF styðja íslenska flugmenn. Jónas Garðarsson, starfsmaður ITF á Íslandi, segir að nokkrar aðferðir séu við að sýna slíka samstöðu. Ef lög verði sett á verkfallsaðgerðir flugmanna sé vel hugsanlegt að flugvallarstarfsmenn leggi niður störf.Jónas Garðarsson, starfsmaður Alþjóðaflutningssambandsins á íslandi, segir hugsanlegt að flugvallarstarfsmenn leggi niður störf til að sýna flugmönnum samstöðu.„Þá eru töskurnar ekki sóttar og farþegar fá ekki farangur sinn, eldsneyti er ekki afgreitt á vélarnar eða vélarnar ekki þrifnar,“ segir Jónas. „Það eru fordæmi fyrir þessu erlendis en ekki hér á Íslandi svo ég muni.“ Samstaðan er einnig sýnd í verki með því að aðildarfélög borga í verkfallssjóðinn. „Við höfum stutt erlend félög með þeim hætti og þau styðja okkur líka. Þetta er mjög sterkur félagsskapur og gífurleg samstaða í svona málum.“ Í flutningasambandinu er að finna félög sjómanna, vörubílsstjóra, hafnarverkamanna og í raun allra stétta sem koma að flutningum. Ekki náðist í Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Hún hefur sagt að ekki sé rétt að blanda sér í deiluna á þessu stigi en útilokar ekki lagasetningu.
Tengdar fréttir Ekki tímabært að stjórnvöld blandi sér í kjaradeiluna Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra vonar að deiluaðilar nái að semja og ekki þurfi að koma til lagasetningar vegna verkfallsins. 11. maí 2014 18:53 Flugmenn sagðir hvattir til að tefja flugumferð Samtök atvinnulífsins hefur ítrekað við flugmenn að virða verkfallslög. 14. maí 2014 00:01 Ekkert samkomulag í sjónmáli í flugmannadeilu Ekkert samkomulag er í sjónmáli í kjaradeilu flugmanna og Icelandair þrátt fyrir stíf fundarhöld í gær. Örlítil seinkun varð áætlunarflugi Icelandair í morgun en ekki stendur til að fella niður nein flug í dag. 13. maí 2014 12:59 Flugmenn gagnrýna yfirstjórn Icelandair "Hvenær brestur þolinmæði hluthafa gagnvart forstjóra Icelandair Group?“ 13. maí 2014 14:54 Icelandair segist ekki fella niður flug nema í ítrustu neyð Flugmenn og fulltrúar Icelandair kenna hvor öðrum um að flugferðir féllu niður á sunnudag. 12. maí 2014 07:00 Verkföll næsta mánuðinn geta raskað ferðum þúsunda Semjist ekki í kjaradeilu flugmanna og flugfreyja við Icelandair gæti orðið mikil röskun á flugi næstu vikurnar. Flugvirkjar eru með lausa samninga. Ferðaþjónustan segist hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna verkfalls. 13. maí 2014 07:00 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Ekki tímabært að stjórnvöld blandi sér í kjaradeiluna Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra vonar að deiluaðilar nái að semja og ekki þurfi að koma til lagasetningar vegna verkfallsins. 11. maí 2014 18:53
Flugmenn sagðir hvattir til að tefja flugumferð Samtök atvinnulífsins hefur ítrekað við flugmenn að virða verkfallslög. 14. maí 2014 00:01
Ekkert samkomulag í sjónmáli í flugmannadeilu Ekkert samkomulag er í sjónmáli í kjaradeilu flugmanna og Icelandair þrátt fyrir stíf fundarhöld í gær. Örlítil seinkun varð áætlunarflugi Icelandair í morgun en ekki stendur til að fella niður nein flug í dag. 13. maí 2014 12:59
Flugmenn gagnrýna yfirstjórn Icelandair "Hvenær brestur þolinmæði hluthafa gagnvart forstjóra Icelandair Group?“ 13. maí 2014 14:54
Icelandair segist ekki fella niður flug nema í ítrustu neyð Flugmenn og fulltrúar Icelandair kenna hvor öðrum um að flugferðir féllu niður á sunnudag. 12. maí 2014 07:00
Verkföll næsta mánuðinn geta raskað ferðum þúsunda Semjist ekki í kjaradeilu flugmanna og flugfreyja við Icelandair gæti orðið mikil röskun á flugi næstu vikurnar. Flugvirkjar eru með lausa samninga. Ferðaþjónustan segist hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna verkfalls. 13. maí 2014 07:00