Engin vinna fyrir 8. bekk Marta Guðjónsdóttir skrifar 22. maí 2014 07:00 Sumarið er komið og brátt styttist í síðasta dag grunnskólastarfs. Líkt og fyrri sumur munu fjórtán ára unglingar á nær öllu höfuðborgarsvæðinu hefja sinn starfsferil þegar þeir mæta til vinnu hjá vinnuskóla síns sveitarfélags. Í einu sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavík, þurfa þessir ungu krakkar hins vegar að sætta sig við að sitja heima, nú eða a.m.k. gera eitthvað annað en að vinna. Ástæða þess er sú að Samfylkingin og Besti flokkurinn/Björt framtíð ákváðu árið árið 2011 að veita ekki 8. bekkingum grunnskólans sumarvinnu. Afstaða þessara flokka hefur lítið breyst því í marsmánuði sl. felldu þeir svo tillögu okkar sjálfstæðismanna í borgarstjórn um að veita þessum aldurshópi sumarstörf á ný hjá Vinnuskólanum. Í bókun meirihluta Samfylkingarinnar og Besta flokksins/Bjartrar framtíðar í borgarstjórn Reykjavíkur er því borið við að ekki séu til peningar til þess að veita þessum krökkum vinnu. Þá finnst borgarstjórnarmeirihlutanum að atvinnusköpun fyrir 17 ára unglinga eigi að njóta forgangs. Þessi rök meirihlutans halda þó vart vatni enda fylgir því lítill kostnaður að veita bæði 14 og 17 ára unglingum sumarvinnu. Þá hefur þessi sami meirihluti hiklaust hent umtalsvert hærri fjárhæðum í alls konar gæluverkefni eins og fuglahús og fána á Hofsvallagötu og breytingar á Borgartúninu. Það er synd að Samfylkingin og Besti flokkurinn/Björt framtíð skuli ekki sjá sér fært að veita unglingum borgarinnar, þeim einstaklingum sem munu móta framtíð Reykjavíkur, sömu tækifæri og jafnaldrar þeirra í nágrannasveitarfélögum njóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Guðjónsdóttir Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Sjá meira
Sumarið er komið og brátt styttist í síðasta dag grunnskólastarfs. Líkt og fyrri sumur munu fjórtán ára unglingar á nær öllu höfuðborgarsvæðinu hefja sinn starfsferil þegar þeir mæta til vinnu hjá vinnuskóla síns sveitarfélags. Í einu sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavík, þurfa þessir ungu krakkar hins vegar að sætta sig við að sitja heima, nú eða a.m.k. gera eitthvað annað en að vinna. Ástæða þess er sú að Samfylkingin og Besti flokkurinn/Björt framtíð ákváðu árið árið 2011 að veita ekki 8. bekkingum grunnskólans sumarvinnu. Afstaða þessara flokka hefur lítið breyst því í marsmánuði sl. felldu þeir svo tillögu okkar sjálfstæðismanna í borgarstjórn um að veita þessum aldurshópi sumarstörf á ný hjá Vinnuskólanum. Í bókun meirihluta Samfylkingarinnar og Besta flokksins/Bjartrar framtíðar í borgarstjórn Reykjavíkur er því borið við að ekki séu til peningar til þess að veita þessum krökkum vinnu. Þá finnst borgarstjórnarmeirihlutanum að atvinnusköpun fyrir 17 ára unglinga eigi að njóta forgangs. Þessi rök meirihlutans halda þó vart vatni enda fylgir því lítill kostnaður að veita bæði 14 og 17 ára unglingum sumarvinnu. Þá hefur þessi sami meirihluti hiklaust hent umtalsvert hærri fjárhæðum í alls konar gæluverkefni eins og fuglahús og fána á Hofsvallagötu og breytingar á Borgartúninu. Það er synd að Samfylkingin og Besti flokkurinn/Björt framtíð skuli ekki sjá sér fært að veita unglingum borgarinnar, þeim einstaklingum sem munu móta framtíð Reykjavíkur, sömu tækifæri og jafnaldrar þeirra í nágrannasveitarfélögum njóta.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar