Dramatík og ást með Bollywood-ívafi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 30. júní 2014 12:30 Útidúr í dag. "Margir hafa farið í nám til útlanda og aðrir komið í staðinn, svo það er dálítil hreyfing á þessu hjá okkur,“ segir Gunnar Örn. Mynd/ Úr einkasafni Kammerpoppsveitin Útidúr leggur af stað í tónleikaferð um Þýskaland næstkomandi laugardag þar sem hún mun spila á átta tónleikum á tíu dögum. Þetta verður fimmti túr sveitarinnar um Þýskaland en í sjöunda sinn sem bandið stekkur út fyrir landsteinana. Á ferðalaginu kemur Útidúr fram á fjórum skemmtistaðatónleikum og fjórum tónlistarhátíðum, meðal annars í Stuttgart, Nuremberg og Hamborg. En hvað er eiginlega kammerpopp? Annar stofnandi hljómsveitarinnar, Gunnar Örn Egilsson, svarar því: „Þetta snýst eiginlega um að blanda saman klassískum hljóðfærum og poppmúsík,“ segir hann. „Við erum með fiðlu, saxófón og trompet og venjulega eru lögin okkar útsett fyrir strengi og blásturshljóðfæri. Þess vegna köllum við þetta kammerpopp. Annars finnst mér mjög erfitt að skilgreina tónlist. Ég er miklu hrifnari af því að fólk lýsi tónlist út frá þeim tilfinningum sem hún vekur.“ Sama dag og hljómsveitin leggur í hann til Þýskalands hyggst Útidúr gefa út lagið „Þín augu mig dreymir“, sem er fyrsta smáskífan af nýrri breiðskífu sem er væntanleg í haust. Lagið er hádramatískur óður til indverskrar kvikmyndatónlistar sem kennd er við Bollywood. „Á æfingum kölluðum við þetta lag Bolly, bolly, bang, gang,“ segir Gunnar Örn. „Mjög dramatískt lag um ástina undir indverskum áhrifum. Lagið er eftir Gunnar Gunnsteinsson bassaleikara, sem reyndar er ekki lengur í hljómsveitinni heldur býr í Amsterdam og er að læra þar tónsmíðar.“ Það hafa verið miklar mannabreytingar í Útidúr í gegnum tíðina en kjarninn er Gunnar Örn og Kristinn Roach Gunnarsson sem stofnuðu hljómsveitina. „Svo hefur fólk verið að koma og fara. Margir hafa farið í nám til útlanda og aðrir komið í staðinn, svo það er dálítil hreyfing á þessu hjá okkur,“ segir Gunnar Örn. Á væntanlegri breiðskífu, sem er sú þriðja frá Útidúr, rær sveitin á dýpri mið en áður í þroskuðum lagasmíðum undir áhrifum frá spaghettívestratónlist Ennios Morricone, kvikmyndatónlist Nino Rota, evrópsku gullaldarpoppi og klassískri íslenskri dægurtónlist. „Þín augu mig dreymir“ er aðgengilegt á Soundcloud-síðu Útidúrs og fer í spilun á útvarpsstöðvum á næstu dögum. Menning Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Kammerpoppsveitin Útidúr leggur af stað í tónleikaferð um Þýskaland næstkomandi laugardag þar sem hún mun spila á átta tónleikum á tíu dögum. Þetta verður fimmti túr sveitarinnar um Þýskaland en í sjöunda sinn sem bandið stekkur út fyrir landsteinana. Á ferðalaginu kemur Útidúr fram á fjórum skemmtistaðatónleikum og fjórum tónlistarhátíðum, meðal annars í Stuttgart, Nuremberg og Hamborg. En hvað er eiginlega kammerpopp? Annar stofnandi hljómsveitarinnar, Gunnar Örn Egilsson, svarar því: „Þetta snýst eiginlega um að blanda saman klassískum hljóðfærum og poppmúsík,“ segir hann. „Við erum með fiðlu, saxófón og trompet og venjulega eru lögin okkar útsett fyrir strengi og blásturshljóðfæri. Þess vegna köllum við þetta kammerpopp. Annars finnst mér mjög erfitt að skilgreina tónlist. Ég er miklu hrifnari af því að fólk lýsi tónlist út frá þeim tilfinningum sem hún vekur.“ Sama dag og hljómsveitin leggur í hann til Þýskalands hyggst Útidúr gefa út lagið „Þín augu mig dreymir“, sem er fyrsta smáskífan af nýrri breiðskífu sem er væntanleg í haust. Lagið er hádramatískur óður til indverskrar kvikmyndatónlistar sem kennd er við Bollywood. „Á æfingum kölluðum við þetta lag Bolly, bolly, bang, gang,“ segir Gunnar Örn. „Mjög dramatískt lag um ástina undir indverskum áhrifum. Lagið er eftir Gunnar Gunnsteinsson bassaleikara, sem reyndar er ekki lengur í hljómsveitinni heldur býr í Amsterdam og er að læra þar tónsmíðar.“ Það hafa verið miklar mannabreytingar í Útidúr í gegnum tíðina en kjarninn er Gunnar Örn og Kristinn Roach Gunnarsson sem stofnuðu hljómsveitina. „Svo hefur fólk verið að koma og fara. Margir hafa farið í nám til útlanda og aðrir komið í staðinn, svo það er dálítil hreyfing á þessu hjá okkur,“ segir Gunnar Örn. Á væntanlegri breiðskífu, sem er sú þriðja frá Útidúr, rær sveitin á dýpri mið en áður í þroskuðum lagasmíðum undir áhrifum frá spaghettívestratónlist Ennios Morricone, kvikmyndatónlist Nino Rota, evrópsku gullaldarpoppi og klassískri íslenskri dægurtónlist. „Þín augu mig dreymir“ er aðgengilegt á Soundcloud-síðu Útidúrs og fer í spilun á útvarpsstöðvum á næstu dögum.
Menning Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira