Erlent

Fimm létust vegna Rammasun

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Íbúar borgarinnar Manila þurftu í gær að vaða djúpt vatn á leið sinni heim. Ekki varð rafmagnslaust í höfuðborginni.
Íbúar borgarinnar Manila þurftu í gær að vaða djúpt vatn á leið sinni heim. Ekki varð rafmagnslaust í höfuðborginni. Fréttablaðið/AP
Fellibylurinn Rammasun, sem heimamenn hafa kallað Glenda, reið yfir austurströnd Filippseyja á þriðjudag. Hann fór hjá Maníla, höfuðborg landsins, í gær. Fimm manns hafa látist af völdum fellibyljarins og 350 þúsund manns flúið heimili sín. Rafmagnslaust varð í 11 héruðum á svæðinu.

Yfir Filippseyjar ganga að meðaltali átta til níu fellibyljir á ári. Rammsun er sá fyrsti á þessu ári. Síðasti fellibylur á svæðinu, Haiyan, olli dauða 6.250 manns. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×