Stíla inn á nýja tónlist Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. ágúst 2014 13:30 Skipuleggjendur Gunnhildur Daðadóttir, Elín Ásta Ólafsdóttir og Guðný Þóra Guðmundsdóttir. Fréttablaðið/Stefán „Hér iðar allt af ungu fólki og það er létt yfir öllum,“ segir Guðný Þóra Guðmundsdóttir, skipuleggjandi Tónlistarhátíðar unga fólksins, þar sem hún er stödd í menningarmiðstöðinni Molanum í Kópavogi. Gegnt Molanum blasir Salurinn við. Þar voru opnunartónleikar hátíðarinnar í gærkveldi en í kvöld er röðin komin að Hughrifum tónanna þar sem Sólborg Valdimarsdóttir píanóleikari og María Ösp Ómarsdóttir sameina krafta sína. Þær hafa verið við framhaldsnám í Danmörku síðustu ár og tekið þátt í margs konar tónlistarstarfi bæði þar og hér heima að sögn Guðnýjar Þóru. Annað kvöld verða Magnús Hallur Jónsson tenór og Ingileif Bryndís Þórsdóttir píanóleikari með ljóðatónlist í Salnum. Að sögn Guðnýjar Þóru hafa þau bæði verið í löngu námi í Þýskalandi og starfa þar. Á sunnudaginn koma svo kennararnir á námskeiðunum og í vinnustofunum fram á sviðið með sína list. Þetta er sjötta árið sem Tónlistarhátíð unga fólksins er haldin. Auk ofangreindra tónleika er þar fjöldi námskeiða, vinnustofa, fyrirlestra og tónleika í boði fyrir ungt tónlistarfólk á öllum námsstigum. Guðný Þóra hefur haldið utan um starfið frá upphafi. „Ég stofnaði hátíðina í samstarfi við vin minn, Helga Jónsson, til að gefa ungum tónlistarnemum kost á að sækja námskeið hér heima. Áður þurftu flestir að fara til útlanda til að taka þátt í þeim,“ útskýrir hún. Hún segir hátíðina hafa þróast gegnum árin. „Til að byrja með vorum við með hefðbundin verk eftir eldri tónskáld en nú erum við meira farin að stíla inn á nýja tónlist og erum með fjölda íslenskra verka, bæði frumflutt og endurflutt. Á hátíðinni koma því saman þeir sem semja tónlistina og þeir sem miðla henni til fólks. Það þykir okkur gaman.“ Dagskráin í Salnum er eftirfarandi: HUGHRIF TÓNANNA, í kvöld 8. ágúst klukkan 20. María Ösp Ómarsdóttir og Sólborg Valdimarsdóttir Dúóið mun frumflytja verk eftir Báru Gísladóttur og Finn Karlsson auk þess að leika verk eftir Þóru Marteinsdóttur, Oliver Messiaen, Þorkel Sigurbjörnsson, Piazzola og Pärt, fyrir píanó og þverflautu. LJÓÐAGRÜTZE, laugardaginn 9. ágúst klukkan 20. Magnús Hallur Jónsson og Ingileif Bryndís Þórsdóttir flytja íslensk og erlend ljóð og lög. Sem dæmi má nefna Ég lít í anda liðna tíð, Kall sat undir kletti og Brúnaljós þín blíðu. KAMMERTÓNLEIKAR KENNARA, sunnudaginn 10. ágúst klukkan 11. Auður Hafsteinsdóttir, Svava Bernharðsdóttir, Pia Eva Greiner-Davis, Peter Maté, Hallfríður Ólafsdóttir og Gyða Valtýsdóttir. Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Hér iðar allt af ungu fólki og það er létt yfir öllum,“ segir Guðný Þóra Guðmundsdóttir, skipuleggjandi Tónlistarhátíðar unga fólksins, þar sem hún er stödd í menningarmiðstöðinni Molanum í Kópavogi. Gegnt Molanum blasir Salurinn við. Þar voru opnunartónleikar hátíðarinnar í gærkveldi en í kvöld er röðin komin að Hughrifum tónanna þar sem Sólborg Valdimarsdóttir píanóleikari og María Ösp Ómarsdóttir sameina krafta sína. Þær hafa verið við framhaldsnám í Danmörku síðustu ár og tekið þátt í margs konar tónlistarstarfi bæði þar og hér heima að sögn Guðnýjar Þóru. Annað kvöld verða Magnús Hallur Jónsson tenór og Ingileif Bryndís Þórsdóttir píanóleikari með ljóðatónlist í Salnum. Að sögn Guðnýjar Þóru hafa þau bæði verið í löngu námi í Þýskalandi og starfa þar. Á sunnudaginn koma svo kennararnir á námskeiðunum og í vinnustofunum fram á sviðið með sína list. Þetta er sjötta árið sem Tónlistarhátíð unga fólksins er haldin. Auk ofangreindra tónleika er þar fjöldi námskeiða, vinnustofa, fyrirlestra og tónleika í boði fyrir ungt tónlistarfólk á öllum námsstigum. Guðný Þóra hefur haldið utan um starfið frá upphafi. „Ég stofnaði hátíðina í samstarfi við vin minn, Helga Jónsson, til að gefa ungum tónlistarnemum kost á að sækja námskeið hér heima. Áður þurftu flestir að fara til útlanda til að taka þátt í þeim,“ útskýrir hún. Hún segir hátíðina hafa þróast gegnum árin. „Til að byrja með vorum við með hefðbundin verk eftir eldri tónskáld en nú erum við meira farin að stíla inn á nýja tónlist og erum með fjölda íslenskra verka, bæði frumflutt og endurflutt. Á hátíðinni koma því saman þeir sem semja tónlistina og þeir sem miðla henni til fólks. Það þykir okkur gaman.“ Dagskráin í Salnum er eftirfarandi: HUGHRIF TÓNANNA, í kvöld 8. ágúst klukkan 20. María Ösp Ómarsdóttir og Sólborg Valdimarsdóttir Dúóið mun frumflytja verk eftir Báru Gísladóttur og Finn Karlsson auk þess að leika verk eftir Þóru Marteinsdóttur, Oliver Messiaen, Þorkel Sigurbjörnsson, Piazzola og Pärt, fyrir píanó og þverflautu. LJÓÐAGRÜTZE, laugardaginn 9. ágúst klukkan 20. Magnús Hallur Jónsson og Ingileif Bryndís Þórsdóttir flytja íslensk og erlend ljóð og lög. Sem dæmi má nefna Ég lít í anda liðna tíð, Kall sat undir kletti og Brúnaljós þín blíðu. KAMMERTÓNLEIKAR KENNARA, sunnudaginn 10. ágúst klukkan 11. Auður Hafsteinsdóttir, Svava Bernharðsdóttir, Pia Eva Greiner-Davis, Peter Maté, Hallfríður Ólafsdóttir og Gyða Valtýsdóttir.
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira