Matarskattur mun hækka um fimm prósentustig á næsta ári Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. september 2014 08:15 Kynnti frumvarpið Bjarni Benediktsson segir nauðsynlegt að selja eigur ríkissjóðs til að lækka skuldir. fréttablaðið/GVA Efra þrep virðisaukaskatts mun lækka úr 25,5% í 24% en neðra þrep mun hækka úr 7% í 12%, samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í neðra þrepi virðisaukaskatts eru meðal annars matvæli og bækur. Fjárlagafrumvarpinu var dreift á Alþingi í gær.Samkvæmt því munu fjárhæðir barnabóta hækka um 13% umfram hækkun neysluverðsvísitölunnar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, greindi frá því á blaðamannafundi í Salnum í gær að skerðingarhlutföll yrðu hækkuð um eitt prósent þannig að barnabótum verði frekar beint að hinum tekjulægri. Að auki verður undanþága á greiðslu virðisaukaskatts vegna fólksflutninga í afþreyingarskyni felld úr gildi 1. maí 2015 og fer í lægri þrep virðisaukaskattsins. Bjarni sagði í samtali við Fréttablaðið eftir blaðamannafundinn að lagt hefði verið upp með þá meginhugsun að fækka sem mest má undanþágum í kerfinu til að halda aftur af háu prósentustigi. „Lækkun efra þrepsins leiðir til þess að við verðum með lægsta efra þrepið í virðisaukaskattskerfinu frá stofnun þess. Og það er skynsamleg leið að mínu áliti að breikka virðisaukaskattstofnana eins og hægt er. En þetta er samt þannig að það er engin tilviljun hvaða atriði hafa verið tínd út úr virðisaukaskattskerfinu. Þær breytingar hafa hins vegar orðið í ferðaþjónustunni að henni hefur vaxið svo fiskur um hrygg á undanförnum árum að það er ekki ástæða til að hafa sömu áhyggjur af þeirri grein eins og áður,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði að skuldir ríkissjóðs væru enn of miklar og vaxtajöfnuður gríðarlega íþyngjandi. Einnig sé ljóst að ýmsar skuldbindingar ríkissjóðs eigi eftir að hafa neikvæð áhrif til framtíðar, svo sem skuldbindingar gagnvart lífeyrissjóðum ríkisstarfsmanna, ríkisábyrgðir gagnvart Íbúðalánasjóði og aukin útgjöld vegna öldrunar þjóðarinnar. „Það er alveg ljóst að ríkisfjármálastaðan er miðað við þessa stöðu í járnum,“ sagði Bjarni á blaðamannafundinum. Hann sagði þó að búist væri við því að skuldir ríkissjóðs myndu fara lækkandi sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Þær voru 90% árið 2011, áætlað er að þær verði 78% í lok þessa árs og verði komnar niður fyrir 60% árið 2018. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Efra þrep virðisaukaskatts mun lækka úr 25,5% í 24% en neðra þrep mun hækka úr 7% í 12%, samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í neðra þrepi virðisaukaskatts eru meðal annars matvæli og bækur. Fjárlagafrumvarpinu var dreift á Alþingi í gær.Samkvæmt því munu fjárhæðir barnabóta hækka um 13% umfram hækkun neysluverðsvísitölunnar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, greindi frá því á blaðamannafundi í Salnum í gær að skerðingarhlutföll yrðu hækkuð um eitt prósent þannig að barnabótum verði frekar beint að hinum tekjulægri. Að auki verður undanþága á greiðslu virðisaukaskatts vegna fólksflutninga í afþreyingarskyni felld úr gildi 1. maí 2015 og fer í lægri þrep virðisaukaskattsins. Bjarni sagði í samtali við Fréttablaðið eftir blaðamannafundinn að lagt hefði verið upp með þá meginhugsun að fækka sem mest má undanþágum í kerfinu til að halda aftur af háu prósentustigi. „Lækkun efra þrepsins leiðir til þess að við verðum með lægsta efra þrepið í virðisaukaskattskerfinu frá stofnun þess. Og það er skynsamleg leið að mínu áliti að breikka virðisaukaskattstofnana eins og hægt er. En þetta er samt þannig að það er engin tilviljun hvaða atriði hafa verið tínd út úr virðisaukaskattskerfinu. Þær breytingar hafa hins vegar orðið í ferðaþjónustunni að henni hefur vaxið svo fiskur um hrygg á undanförnum árum að það er ekki ástæða til að hafa sömu áhyggjur af þeirri grein eins og áður,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði að skuldir ríkissjóðs væru enn of miklar og vaxtajöfnuður gríðarlega íþyngjandi. Einnig sé ljóst að ýmsar skuldbindingar ríkissjóðs eigi eftir að hafa neikvæð áhrif til framtíðar, svo sem skuldbindingar gagnvart lífeyrissjóðum ríkisstarfsmanna, ríkisábyrgðir gagnvart Íbúðalánasjóði og aukin útgjöld vegna öldrunar þjóðarinnar. „Það er alveg ljóst að ríkisfjármálastaðan er miðað við þessa stöðu í járnum,“ sagði Bjarni á blaðamannafundinum. Hann sagði þó að búist væri við því að skuldir ríkissjóðs myndu fara lækkandi sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Þær voru 90% árið 2011, áætlað er að þær verði 78% í lok þessa árs og verði komnar niður fyrir 60% árið 2018.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira