Brad Pitt sýnir París norðursins áhuga Viktoría Herrmannsdóttir skrifar 20. september 2014 12:00 Hafsteinn Gunnar er ánægður með þær góðu viðtökur sem myndin hefur fengið. „Það er rétt. Það var haft samband við okkur í kjölfar þess að það var skrifað mjög lofsamlega um myndina í helstu kvikmyndatímaritum,“ svarar Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, höfundur myndarinnar París norðursins, spurður um hvort framleiðslufyrirtækið Plan B hafi sýnt áhuga á að endurgera myndina fyrir bandarískan markað. Plan B er í eigu stórleikarans Brad Pitt og hefur framleitt kvikmyndir á borð við 12 Years a Slave, Charlie and the Chocolate Factory, Moneyball, Eat Pray Love og Killing Them Softly, svo einhverjar séu nefndar. Sá sem hafði samband fyrir hönd fyrirtækisins sagði að þau væru einnig mjög hrifin af fyrri mynd Hafsteins, Á annan veg. Hafsteinn Gunnar segist lítið geta tjáð sig um málið eins og staðan er núna en það séu einhverjar þreifingar í gangi. „Það er í raun ekki hægt að segja mikið um þetta akkúrat núna en þetta eru örugglega einhverjar hugmyndir um að endurgera hana.“viðræður í gangi Framleiðslufyrirtæki Brads Pitt hefur sýnt myndinni áhuga.Hann segir það að sjálfsögðu vera mikinn heiður að svo stórt fyrirtæki sýni myndinni áhuga. „Algjörlega, það þarf ekki minni mann en Brad Pitt til að fylla upp í spor Helga Björns,“ segir hann kankvís. Myndin hlaut góða dóma í mörgum kvikmyndatímaritum eftir að hún var frumsýnd úti. „Við urðum vör við mikinn áhuga eftir að hún var frumsýnd úti og hún fékk líka þessa fínu gagnrýni í Hollywood Reporter og á fleiri stöðum.“ Einnig eru viðræður í gangi við aðila sem vilja dreifa myndinni. „Það eru viðræður í gangi með það og myndin er komin til þriggja landa en það er allt í startholunum enn þá.“ Myndin var frumsýnd hér á landi fyrir tveimur vikum og hafa viðtökurnar verið góðar. Myndin situr nú aðra vikuna í röð á toppnum yfir aðsóknarmestu myndirnar í kvikmyndahúsum landsins. „Ég er mjög ánægður með það. Myndin er búin að fá mjög fín viðbrögð, hún virðist hafa hitt á einhvern streng hjá þjóðinni og aðsókn hefur verið mjög góð“. París norðursins verður sýnd á fjölmörgum kvikmyndahátíðum á næstunni. „Það er mikið af hátíðum fram undan og myndin er að fara á mikið flakk.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Það er rétt. Það var haft samband við okkur í kjölfar þess að það var skrifað mjög lofsamlega um myndina í helstu kvikmyndatímaritum,“ svarar Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, höfundur myndarinnar París norðursins, spurður um hvort framleiðslufyrirtækið Plan B hafi sýnt áhuga á að endurgera myndina fyrir bandarískan markað. Plan B er í eigu stórleikarans Brad Pitt og hefur framleitt kvikmyndir á borð við 12 Years a Slave, Charlie and the Chocolate Factory, Moneyball, Eat Pray Love og Killing Them Softly, svo einhverjar séu nefndar. Sá sem hafði samband fyrir hönd fyrirtækisins sagði að þau væru einnig mjög hrifin af fyrri mynd Hafsteins, Á annan veg. Hafsteinn Gunnar segist lítið geta tjáð sig um málið eins og staðan er núna en það séu einhverjar þreifingar í gangi. „Það er í raun ekki hægt að segja mikið um þetta akkúrat núna en þetta eru örugglega einhverjar hugmyndir um að endurgera hana.“viðræður í gangi Framleiðslufyrirtæki Brads Pitt hefur sýnt myndinni áhuga.Hann segir það að sjálfsögðu vera mikinn heiður að svo stórt fyrirtæki sýni myndinni áhuga. „Algjörlega, það þarf ekki minni mann en Brad Pitt til að fylla upp í spor Helga Björns,“ segir hann kankvís. Myndin hlaut góða dóma í mörgum kvikmyndatímaritum eftir að hún var frumsýnd úti. „Við urðum vör við mikinn áhuga eftir að hún var frumsýnd úti og hún fékk líka þessa fínu gagnrýni í Hollywood Reporter og á fleiri stöðum.“ Einnig eru viðræður í gangi við aðila sem vilja dreifa myndinni. „Það eru viðræður í gangi með það og myndin er komin til þriggja landa en það er allt í startholunum enn þá.“ Myndin var frumsýnd hér á landi fyrir tveimur vikum og hafa viðtökurnar verið góðar. Myndin situr nú aðra vikuna í röð á toppnum yfir aðsóknarmestu myndirnar í kvikmyndahúsum landsins. „Ég er mjög ánægður með það. Myndin er búin að fá mjög fín viðbrögð, hún virðist hafa hitt á einhvern streng hjá þjóðinni og aðsókn hefur verið mjög góð“. París norðursins verður sýnd á fjölmörgum kvikmyndahátíðum á næstunni. „Það er mikið af hátíðum fram undan og myndin er að fara á mikið flakk.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira