Eiginmaðurinn leiddur grátandi út af lögreglu Hanna Ólafsdóttir skrifar 29. september 2014 08:45 vísir/stefán Vinir og nágrannar konunnar sem fannst látin á heimili sínu í Stelkshólum 4 á laugardag eru harmi slegnir. Eiginmaður konunnar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. október, grunaður um að hafa verið valdur að dauða hennar. Talið er að konan hafi verið kyrkt. Maðurinn, sem er 28 ára gamall, neitar sök en ætlar ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Hann hefur ekki komið áður við sögu lögreglu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hringdi maðurinn í vin sinn skömmu fyrir miðnætti á laugardag og sagði honum að kona sín væri látin. Bað hann vin sinn um að hringja á lögreglu og sjúkrabíl. Á heimilinu munu börn þeirra, 2 og 6 ára hafa verið sofandi. Í samtali við Fréttablaðið segir nágranni hjónanna að lögregla hafi komið laust eftir miðnætti, aðfaranótt sunnudags. Í kjölfarið hafi eiginmaðurinn verið leiddur grátandi út í fylgd lögreglu. Börn hjónanna voru flutt af vettvangi í sjúkrabíl en þau eru nú vistuð á heimili á vegum barnaverndarnefndar þar sem engir nánir ættingjar þeirra búa hér á landi. Náinn vinur fjölskyldunnar hér á landi sagði í samtali við Fréttablaðið að hann og kona hans freisti þess nú að fá að vista börn hjónanna á heimili þeirra, en mikill samgangur hafi verið þeirra á milli. Hann bætti við að hann tryði varla að þessi hörmungaratburður hefði átt sér stað. Ekkert hafi bent til þess að hjónin ættu í vandræðum og að maðurinn sé ekki þekktur fyrir ofbeldi. Vinahópur konunnar hefur slegið saman fyrir flugmiða handa bróður hennar sem er væntanlegur til landsins í dag eða á morgun. Nágrannar hjónanna lýsa þeim sem rólegu og vinalegu fólki sem hafi lifað ósköp venjulegu fjölskyldulífi. Fólkið kynntist á Íslandi en fluttu bæði til Íslands frá Póllandi fyrir um sex árum. Þau höfðu búið í íbúðinni að Stelkshólum í um það bil ár. Konan, sem var 26 ára gömul, starfaði við ræstingar en maðurinn starfar við að leggja ljósleiðara. Tengdar fréttir Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. október næstkomandi. 28. september 2014 17:38 Talinn hafa kyrkt konuna Börn hjónanna, tveggja og fimm ára voru á heimilinu, en þeim hefur verið komið í viðeigandi umönnun hjá barnaverndaryfirvöldum. 28. september 2014 13:54 „Virkilega vinalegt og gott fólk“ Nágranni hjónanna í Stelkshólum í Breiðholti segir allt hafa verið með kyrrum kjörum á stigaganginum í gærkvöld. Hann talaði við hjónin síðdegis í gær og sagði ekkert benda til þess að harmleikur væri yfirvofandi. 28. september 2014 14:36 Lögreglan rannsakar mannslát Maður er í haldi lögreglu. 28. september 2014 11:09 Neitar að hafa banað eiginkonu sinni Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur síðar í dag. 28. september 2014 16:06 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira
Vinir og nágrannar konunnar sem fannst látin á heimili sínu í Stelkshólum 4 á laugardag eru harmi slegnir. Eiginmaður konunnar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. október, grunaður um að hafa verið valdur að dauða hennar. Talið er að konan hafi verið kyrkt. Maðurinn, sem er 28 ára gamall, neitar sök en ætlar ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Hann hefur ekki komið áður við sögu lögreglu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hringdi maðurinn í vin sinn skömmu fyrir miðnætti á laugardag og sagði honum að kona sín væri látin. Bað hann vin sinn um að hringja á lögreglu og sjúkrabíl. Á heimilinu munu börn þeirra, 2 og 6 ára hafa verið sofandi. Í samtali við Fréttablaðið segir nágranni hjónanna að lögregla hafi komið laust eftir miðnætti, aðfaranótt sunnudags. Í kjölfarið hafi eiginmaðurinn verið leiddur grátandi út í fylgd lögreglu. Börn hjónanna voru flutt af vettvangi í sjúkrabíl en þau eru nú vistuð á heimili á vegum barnaverndarnefndar þar sem engir nánir ættingjar þeirra búa hér á landi. Náinn vinur fjölskyldunnar hér á landi sagði í samtali við Fréttablaðið að hann og kona hans freisti þess nú að fá að vista börn hjónanna á heimili þeirra, en mikill samgangur hafi verið þeirra á milli. Hann bætti við að hann tryði varla að þessi hörmungaratburður hefði átt sér stað. Ekkert hafi bent til þess að hjónin ættu í vandræðum og að maðurinn sé ekki þekktur fyrir ofbeldi. Vinahópur konunnar hefur slegið saman fyrir flugmiða handa bróður hennar sem er væntanlegur til landsins í dag eða á morgun. Nágrannar hjónanna lýsa þeim sem rólegu og vinalegu fólki sem hafi lifað ósköp venjulegu fjölskyldulífi. Fólkið kynntist á Íslandi en fluttu bæði til Íslands frá Póllandi fyrir um sex árum. Þau höfðu búið í íbúðinni að Stelkshólum í um það bil ár. Konan, sem var 26 ára gömul, starfaði við ræstingar en maðurinn starfar við að leggja ljósleiðara.
Tengdar fréttir Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. október næstkomandi. 28. september 2014 17:38 Talinn hafa kyrkt konuna Börn hjónanna, tveggja og fimm ára voru á heimilinu, en þeim hefur verið komið í viðeigandi umönnun hjá barnaverndaryfirvöldum. 28. september 2014 13:54 „Virkilega vinalegt og gott fólk“ Nágranni hjónanna í Stelkshólum í Breiðholti segir allt hafa verið með kyrrum kjörum á stigaganginum í gærkvöld. Hann talaði við hjónin síðdegis í gær og sagði ekkert benda til þess að harmleikur væri yfirvofandi. 28. september 2014 14:36 Lögreglan rannsakar mannslát Maður er í haldi lögreglu. 28. september 2014 11:09 Neitar að hafa banað eiginkonu sinni Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur síðar í dag. 28. september 2014 16:06 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira
Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. október næstkomandi. 28. september 2014 17:38
Talinn hafa kyrkt konuna Börn hjónanna, tveggja og fimm ára voru á heimilinu, en þeim hefur verið komið í viðeigandi umönnun hjá barnaverndaryfirvöldum. 28. september 2014 13:54
„Virkilega vinalegt og gott fólk“ Nágranni hjónanna í Stelkshólum í Breiðholti segir allt hafa verið með kyrrum kjörum á stigaganginum í gærkvöld. Hann talaði við hjónin síðdegis í gær og sagði ekkert benda til þess að harmleikur væri yfirvofandi. 28. september 2014 14:36
Neitar að hafa banað eiginkonu sinni Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur síðar í dag. 28. september 2014 16:06