Staðsetningarkerfi heilans kortlagt Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. október 2014 05:00 May-Britt Moser brosti breitt í gær, eftir að hafa fengið staðfest að hún fengi Nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði í ár. Nordicphotos/AFP „Ég er enn í áfalli. Þetta er svo stórkostlegt,“ sagði May-Britt Moser þegar fjölmiðlar ræddu við hana í gær. Hún fær Nóbelsverðlaunin í læknis- eða lífeðlisfræði þetta árið ásamt eiginmanni sínum Edvard og Bandaríkjamanninum John O'Keefe. Sænska Nóbelsverðlaunanefndin skýrði frá þessu í gær. Verðlaunin fá vísindamennirnir þrír fyrir að hafa uppgötvað ákveðnar tegundir af heilafrumum sem gera okkur kleift að staðsetja okkur í umhverfinu og rata um heiminn. Í tilkynningu Nóbelsverðlaunanefndarinnar segir að þau hafi uppgötvað staðsetningarkerfi heilans, „innra GPS-kerfi“ sem hjálpar okkur að átta okkur á umhverfinu. O'Keefe er 75 ára gamall og tók fyrstu skrefin í þessum rannsóknum árið 1971 þegar hann tók eftir því að ákveðnar frumur í rottuheilum, nánar tiltekið á svonefndu drekasvæði í heilanum, urðu virkar þegar rotturnar voru staddar á ákveðnum stöðum. Sömu frumurnar urðu virkar þegar rotturnar komu á ákveðinn stað, en aðrar frumur þegar þær fóru á aðra staði. Hann sýndi jafnframt fram á að þessar frumur, sem nefndar hafa verið staðarfrumur, bregðast ekki bara við sjónrænu áreiti heldur búa til kort af umhverfinu. Þau May-Britt og Edvard I. Moser eru norsk, bæði rétt rúmlega fimmtug, en þetta er í fjórða sinn sem hjón deila með sér Nóbelsverðlaununum. Þau fundu árið 2005 aðra tegund af frumum, svonefndar hnitakerfisfrumur, sem búa til eins konar umgjörð eða hnitakerfi fyrir nákvæma staðsetningu lífverunnar í umhverfinu. Nóbelsverðlaunanefndin segir uppgötvanir þessar hafa „leyst úr vandamáli sem heimspekingar og vísindamenn hafa glímt við öldum saman – hvernig heilinn býr til kort af umhverfinu í kringum okkur og hvernig við förum að því að rata í gegnum flókið umhverfi.“ Þessar uppgötvanir hafi jafnframt „markað ný viðmið í skilningi okkar á því hvernig hópar af sérhæfðum frumum vinna saman að því að útfæra æðra vitsmunastarf.“ Þær hafi „opnað nýjar leiðir til skilnings á oðru vitsmunastarfi, svo sem minni, hugsun og áætlunargerð.“ Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
„Ég er enn í áfalli. Þetta er svo stórkostlegt,“ sagði May-Britt Moser þegar fjölmiðlar ræddu við hana í gær. Hún fær Nóbelsverðlaunin í læknis- eða lífeðlisfræði þetta árið ásamt eiginmanni sínum Edvard og Bandaríkjamanninum John O'Keefe. Sænska Nóbelsverðlaunanefndin skýrði frá þessu í gær. Verðlaunin fá vísindamennirnir þrír fyrir að hafa uppgötvað ákveðnar tegundir af heilafrumum sem gera okkur kleift að staðsetja okkur í umhverfinu og rata um heiminn. Í tilkynningu Nóbelsverðlaunanefndarinnar segir að þau hafi uppgötvað staðsetningarkerfi heilans, „innra GPS-kerfi“ sem hjálpar okkur að átta okkur á umhverfinu. O'Keefe er 75 ára gamall og tók fyrstu skrefin í þessum rannsóknum árið 1971 þegar hann tók eftir því að ákveðnar frumur í rottuheilum, nánar tiltekið á svonefndu drekasvæði í heilanum, urðu virkar þegar rotturnar voru staddar á ákveðnum stöðum. Sömu frumurnar urðu virkar þegar rotturnar komu á ákveðinn stað, en aðrar frumur þegar þær fóru á aðra staði. Hann sýndi jafnframt fram á að þessar frumur, sem nefndar hafa verið staðarfrumur, bregðast ekki bara við sjónrænu áreiti heldur búa til kort af umhverfinu. Þau May-Britt og Edvard I. Moser eru norsk, bæði rétt rúmlega fimmtug, en þetta er í fjórða sinn sem hjón deila með sér Nóbelsverðlaununum. Þau fundu árið 2005 aðra tegund af frumum, svonefndar hnitakerfisfrumur, sem búa til eins konar umgjörð eða hnitakerfi fyrir nákvæma staðsetningu lífverunnar í umhverfinu. Nóbelsverðlaunanefndin segir uppgötvanir þessar hafa „leyst úr vandamáli sem heimspekingar og vísindamenn hafa glímt við öldum saman – hvernig heilinn býr til kort af umhverfinu í kringum okkur og hvernig við förum að því að rata í gegnum flókið umhverfi.“ Þessar uppgötvanir hafi jafnframt „markað ný viðmið í skilningi okkar á því hvernig hópar af sérhæfðum frumum vinna saman að því að útfæra æðra vitsmunastarf.“ Þær hafi „opnað nýjar leiðir til skilnings á oðru vitsmunastarfi, svo sem minni, hugsun og áætlunargerð.“
Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira