Til hamingju Malala! Inga Dóra Pétursdóttir skrifar 11. október 2014 00:01 Hvaða orð lýsa réttilega hugrekki Malölu Yousafzai, 17 ára pakistanskrar stúlku sem hefur frá 12 ára aldri barist fyrir réttindum stúlkna til að sækja skóla? Sú barátta leiddi til þess þegar hún var 14 ára gömul að hópur Talibana réðst á hana þar sem hún var með skólafélögum sínum og skutu hana í höfuðið. Malala lét þessa grimmilegu árás ekki stöðva sig. Hún náði góðum bata og hefur ótrauð haldið baráttu sinni áfram og með henni vakið eftirtekt og aðdáun. Malala hefur farið þess á leit við alþjóðasamfélagið að það styðji þá kröfu að mannréttindi allra stúlkna séu virt og réttindi þeirra til að sækja sér menntun verði viðurkennd. “Hvaða áhrif hefur það á samfélög að stúlkur séu menntaðar?” spyr Malala og svarar sjálf: “Það breytir ÖLLU!” Sterkar stelpur eru nefnilega lykillinn að sterkum samfélögum. Með menntun þeirra má rjúfa þann vítahring fátæktar sem fólk víða um heim býr við. Þó eru enn milljónir ungra stúlkna sem hafa ekki kost á því að ganga í skóla. Afturhaldshópar víða um heim hræðast fátt meira en menntaðar stelpur. Meðal þeirra eru Talibanar sem ógna stúlkum, fjölskyldum þeirra og kennurum í sveitum Afganistan. Það er daglegt brauð að þeir loki skólum og ráðist á skólastúlkur. Slíkir atburðir rata ekki í heimsfréttirnar. Á alþjóðlegum degi stúlkubarnsins árið 2014, fögnum við því að hin unga Malala skuli hafa hlotið friðarverðlaun Nóbels. En sama dag verðum við að minnast þess að 180 dagar eru liðnir frá því að öfgahópur Boko Haram, sem er mjög andsnúinn því að stúlkur hljóti menntun, rændi 276 námsstúlkum úr skóla í Nígeríu. Enn eru 219 þessara barna fangar öfgamannanna. 57 stúlkur náðu að flýja fangara sína en nígerískum yfirvöldum hefur ekki tekist að bjarga einni einustu af þessum stúlkum. Við verðum að taka saman höndum og beita öllum okkar ráðum til að hjálpa þessum og öðrum stúlkum til að losna úr þeim grimmilega veruleika sem þær búa við. Emma Watson, velgjörðarsendiherra UN Women hélt áhrifamikla ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir stuttu. Þar biðlar hún til okkar allra að einbeita okkur að því sem að sameinar okkur en ekki því sem aðskilur okkur. Stöndum saman, þvert á landfræðilega fjarlægð, kyn, aldur eða stétt. Einfaldasta leiðin til að byggja upp sterkari samfélög og betri heim er að mennta ungar stúlkur. Sterkar stelpur gera sterk samfélög. Malala Yousafai á sannarlega skilið að fá friðarverðlaun Nóbels. Hún og milljónir annarra stúlkna vilja ráða örlögum sínum sjálfar, mennta sig og búa í samfélagi þar sem líf þeirra er metið til jafns við líf drengja. Stöndum með þeim! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Sjá meira
Hvaða orð lýsa réttilega hugrekki Malölu Yousafzai, 17 ára pakistanskrar stúlku sem hefur frá 12 ára aldri barist fyrir réttindum stúlkna til að sækja skóla? Sú barátta leiddi til þess þegar hún var 14 ára gömul að hópur Talibana réðst á hana þar sem hún var með skólafélögum sínum og skutu hana í höfuðið. Malala lét þessa grimmilegu árás ekki stöðva sig. Hún náði góðum bata og hefur ótrauð haldið baráttu sinni áfram og með henni vakið eftirtekt og aðdáun. Malala hefur farið þess á leit við alþjóðasamfélagið að það styðji þá kröfu að mannréttindi allra stúlkna séu virt og réttindi þeirra til að sækja sér menntun verði viðurkennd. “Hvaða áhrif hefur það á samfélög að stúlkur séu menntaðar?” spyr Malala og svarar sjálf: “Það breytir ÖLLU!” Sterkar stelpur eru nefnilega lykillinn að sterkum samfélögum. Með menntun þeirra má rjúfa þann vítahring fátæktar sem fólk víða um heim býr við. Þó eru enn milljónir ungra stúlkna sem hafa ekki kost á því að ganga í skóla. Afturhaldshópar víða um heim hræðast fátt meira en menntaðar stelpur. Meðal þeirra eru Talibanar sem ógna stúlkum, fjölskyldum þeirra og kennurum í sveitum Afganistan. Það er daglegt brauð að þeir loki skólum og ráðist á skólastúlkur. Slíkir atburðir rata ekki í heimsfréttirnar. Á alþjóðlegum degi stúlkubarnsins árið 2014, fögnum við því að hin unga Malala skuli hafa hlotið friðarverðlaun Nóbels. En sama dag verðum við að minnast þess að 180 dagar eru liðnir frá því að öfgahópur Boko Haram, sem er mjög andsnúinn því að stúlkur hljóti menntun, rændi 276 námsstúlkum úr skóla í Nígeríu. Enn eru 219 þessara barna fangar öfgamannanna. 57 stúlkur náðu að flýja fangara sína en nígerískum yfirvöldum hefur ekki tekist að bjarga einni einustu af þessum stúlkum. Við verðum að taka saman höndum og beita öllum okkar ráðum til að hjálpa þessum og öðrum stúlkum til að losna úr þeim grimmilega veruleika sem þær búa við. Emma Watson, velgjörðarsendiherra UN Women hélt áhrifamikla ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir stuttu. Þar biðlar hún til okkar allra að einbeita okkur að því sem að sameinar okkur en ekki því sem aðskilur okkur. Stöndum saman, þvert á landfræðilega fjarlægð, kyn, aldur eða stétt. Einfaldasta leiðin til að byggja upp sterkari samfélög og betri heim er að mennta ungar stúlkur. Sterkar stelpur gera sterk samfélög. Malala Yousafai á sannarlega skilið að fá friðarverðlaun Nóbels. Hún og milljónir annarra stúlkna vilja ráða örlögum sínum sjálfar, mennta sig og búa í samfélagi þar sem líf þeirra er metið til jafns við líf drengja. Stöndum með þeim!
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun