Til hamingju Malala! Inga Dóra Pétursdóttir skrifar 11. október 2014 00:01 Hvaða orð lýsa réttilega hugrekki Malölu Yousafzai, 17 ára pakistanskrar stúlku sem hefur frá 12 ára aldri barist fyrir réttindum stúlkna til að sækja skóla? Sú barátta leiddi til þess þegar hún var 14 ára gömul að hópur Talibana réðst á hana þar sem hún var með skólafélögum sínum og skutu hana í höfuðið. Malala lét þessa grimmilegu árás ekki stöðva sig. Hún náði góðum bata og hefur ótrauð haldið baráttu sinni áfram og með henni vakið eftirtekt og aðdáun. Malala hefur farið þess á leit við alþjóðasamfélagið að það styðji þá kröfu að mannréttindi allra stúlkna séu virt og réttindi þeirra til að sækja sér menntun verði viðurkennd. “Hvaða áhrif hefur það á samfélög að stúlkur séu menntaðar?” spyr Malala og svarar sjálf: “Það breytir ÖLLU!” Sterkar stelpur eru nefnilega lykillinn að sterkum samfélögum. Með menntun þeirra má rjúfa þann vítahring fátæktar sem fólk víða um heim býr við. Þó eru enn milljónir ungra stúlkna sem hafa ekki kost á því að ganga í skóla. Afturhaldshópar víða um heim hræðast fátt meira en menntaðar stelpur. Meðal þeirra eru Talibanar sem ógna stúlkum, fjölskyldum þeirra og kennurum í sveitum Afganistan. Það er daglegt brauð að þeir loki skólum og ráðist á skólastúlkur. Slíkir atburðir rata ekki í heimsfréttirnar. Á alþjóðlegum degi stúlkubarnsins árið 2014, fögnum við því að hin unga Malala skuli hafa hlotið friðarverðlaun Nóbels. En sama dag verðum við að minnast þess að 180 dagar eru liðnir frá því að öfgahópur Boko Haram, sem er mjög andsnúinn því að stúlkur hljóti menntun, rændi 276 námsstúlkum úr skóla í Nígeríu. Enn eru 219 þessara barna fangar öfgamannanna. 57 stúlkur náðu að flýja fangara sína en nígerískum yfirvöldum hefur ekki tekist að bjarga einni einustu af þessum stúlkum. Við verðum að taka saman höndum og beita öllum okkar ráðum til að hjálpa þessum og öðrum stúlkum til að losna úr þeim grimmilega veruleika sem þær búa við. Emma Watson, velgjörðarsendiherra UN Women hélt áhrifamikla ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir stuttu. Þar biðlar hún til okkar allra að einbeita okkur að því sem að sameinar okkur en ekki því sem aðskilur okkur. Stöndum saman, þvert á landfræðilega fjarlægð, kyn, aldur eða stétt. Einfaldasta leiðin til að byggja upp sterkari samfélög og betri heim er að mennta ungar stúlkur. Sterkar stelpur gera sterk samfélög. Malala Yousafai á sannarlega skilið að fá friðarverðlaun Nóbels. Hún og milljónir annarra stúlkna vilja ráða örlögum sínum sjálfar, mennta sig og búa í samfélagi þar sem líf þeirra er metið til jafns við líf drengja. Stöndum með þeim! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Hvaða orð lýsa réttilega hugrekki Malölu Yousafzai, 17 ára pakistanskrar stúlku sem hefur frá 12 ára aldri barist fyrir réttindum stúlkna til að sækja skóla? Sú barátta leiddi til þess þegar hún var 14 ára gömul að hópur Talibana réðst á hana þar sem hún var með skólafélögum sínum og skutu hana í höfuðið. Malala lét þessa grimmilegu árás ekki stöðva sig. Hún náði góðum bata og hefur ótrauð haldið baráttu sinni áfram og með henni vakið eftirtekt og aðdáun. Malala hefur farið þess á leit við alþjóðasamfélagið að það styðji þá kröfu að mannréttindi allra stúlkna séu virt og réttindi þeirra til að sækja sér menntun verði viðurkennd. “Hvaða áhrif hefur það á samfélög að stúlkur séu menntaðar?” spyr Malala og svarar sjálf: “Það breytir ÖLLU!” Sterkar stelpur eru nefnilega lykillinn að sterkum samfélögum. Með menntun þeirra má rjúfa þann vítahring fátæktar sem fólk víða um heim býr við. Þó eru enn milljónir ungra stúlkna sem hafa ekki kost á því að ganga í skóla. Afturhaldshópar víða um heim hræðast fátt meira en menntaðar stelpur. Meðal þeirra eru Talibanar sem ógna stúlkum, fjölskyldum þeirra og kennurum í sveitum Afganistan. Það er daglegt brauð að þeir loki skólum og ráðist á skólastúlkur. Slíkir atburðir rata ekki í heimsfréttirnar. Á alþjóðlegum degi stúlkubarnsins árið 2014, fögnum við því að hin unga Malala skuli hafa hlotið friðarverðlaun Nóbels. En sama dag verðum við að minnast þess að 180 dagar eru liðnir frá því að öfgahópur Boko Haram, sem er mjög andsnúinn því að stúlkur hljóti menntun, rændi 276 námsstúlkum úr skóla í Nígeríu. Enn eru 219 þessara barna fangar öfgamannanna. 57 stúlkur náðu að flýja fangara sína en nígerískum yfirvöldum hefur ekki tekist að bjarga einni einustu af þessum stúlkum. Við verðum að taka saman höndum og beita öllum okkar ráðum til að hjálpa þessum og öðrum stúlkum til að losna úr þeim grimmilega veruleika sem þær búa við. Emma Watson, velgjörðarsendiherra UN Women hélt áhrifamikla ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir stuttu. Þar biðlar hún til okkar allra að einbeita okkur að því sem að sameinar okkur en ekki því sem aðskilur okkur. Stöndum saman, þvert á landfræðilega fjarlægð, kyn, aldur eða stétt. Einfaldasta leiðin til að byggja upp sterkari samfélög og betri heim er að mennta ungar stúlkur. Sterkar stelpur gera sterk samfélög. Malala Yousafai á sannarlega skilið að fá friðarverðlaun Nóbels. Hún og milljónir annarra stúlkna vilja ráða örlögum sínum sjálfar, mennta sig og búa í samfélagi þar sem líf þeirra er metið til jafns við líf drengja. Stöndum með þeim!
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun