Menning

Blóm og næturgalar

Friðrika Benónýsdóttir skrifar
Sigrún Hjálmtýsdóttir
Sigrún Hjálmtýsdóttir
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, kemur fram hádegistónleikum Íslensku óperunnar í dag ásamt píanóleikaranum Antoníu Hevesi.

Á tónleikunum, sem haldnir verða í Norðurljósum í Hörpu klukkan 12.15, verða meðal annars flutt Söngurinn til mánans úr óperunni Rúsölku og rússneska þjóðlagið Solovej moi eða Næturgalinn, þar sem söngkonan líkir eftir hljóðum næturgala með tilheyrandi trillum og háum tónum.

Diddú söng síðast í sýningu hjá Íslensku óperunni hlutverk Næturdrottningarinnar í Töfraflautunni og hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir hlutverkið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.