Reri á trillu með pabba Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. október 2014 11:00 vísir/ernir „Ég lít á hálfrar aldar afmælið jákvæðum augum, enda ekki mikið sem ég get gert í því,“ segir Steinn Ármann Magnússon, leikari og leiðsögumaður, sem ætlar að fagna áfanganum með kaffiboði á sunnudaginn. Hann er giftur og á tvo stráka, annan í Háskóla Íslands og hinn í Vélskólanum og hefur átt lögheimili í Hafnarfirði frá þriggja ára aldri. „En foreldrar mínir komu frá Borgarfirði eystra og ég var sendur þangað til skyldfólksins þegar ég var strákur,“ tekur hann fram. „Fimmtán ára reri ég þar á trillu með pabba en nú er langt síðan ég hef komið austur, verð að fara að bæta úr því.“ Steinn Ármann er menntaður leikari og varð landsþekktur skemmtikraftur á 10. áratugnum með Davíð Þór Jónssyni en kveðst ekki hafa fundið sína fjöl í þeim bransa síðan.„Það er nauðsynlegt að eiga áhugamál og hafa gaman af lífinu,“ segir Steinn Ármann. vísir/Ernir„Við vorum dálítið dónalegir. Það er eitt að vera á þrítugsaldri að segja klúra brandara en um fimmtugt er það ógeðslegt.“ Nú talar hann inn á teiknimyndir og bregður sér í hin ýmsu hlutverk. „Ég fæ voða oft vondu karlana!“ segir hann glettinn. Kveðst líka „gutla við“ að fylgja ferðamönnum, einkum í hjólatúrum eða gönguferðum um miðborg Reykjavíkur, enda með skírteini frá Leiðsöguskólanum. „Ég tek líka einn og einn gullinn hring og sæki ferðamenn í Leifsstöð – aðallega Norðmenn. Ef ég man ekki eitthvað á norskunni segi ég það á íslensku. Eins og þegar ég var að útskýra lyktina við Bláa lónið og sagði meðal annars að hún væri eins einhver hefði „prumpað í baði“ Norðmennirnir föttuðu það og hlógu.“ Steinn Ármann var nýlega með í að endurvekja hljómsveit sem hann spilaði með í 9. bekk. Hún kom fram á hátíð í Hafnarfirði í sumar og heldur áfram að æfa. „Það er nauðsynlegt að eiga áhugamál og hafa gaman af lífinu,“ segir hann. „Meðan heilsa til sálar og líkama er fyrir hendi þá hefur maður allt.“ Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira
„Ég lít á hálfrar aldar afmælið jákvæðum augum, enda ekki mikið sem ég get gert í því,“ segir Steinn Ármann Magnússon, leikari og leiðsögumaður, sem ætlar að fagna áfanganum með kaffiboði á sunnudaginn. Hann er giftur og á tvo stráka, annan í Háskóla Íslands og hinn í Vélskólanum og hefur átt lögheimili í Hafnarfirði frá þriggja ára aldri. „En foreldrar mínir komu frá Borgarfirði eystra og ég var sendur þangað til skyldfólksins þegar ég var strákur,“ tekur hann fram. „Fimmtán ára reri ég þar á trillu með pabba en nú er langt síðan ég hef komið austur, verð að fara að bæta úr því.“ Steinn Ármann er menntaður leikari og varð landsþekktur skemmtikraftur á 10. áratugnum með Davíð Þór Jónssyni en kveðst ekki hafa fundið sína fjöl í þeim bransa síðan.„Það er nauðsynlegt að eiga áhugamál og hafa gaman af lífinu,“ segir Steinn Ármann. vísir/Ernir„Við vorum dálítið dónalegir. Það er eitt að vera á þrítugsaldri að segja klúra brandara en um fimmtugt er það ógeðslegt.“ Nú talar hann inn á teiknimyndir og bregður sér í hin ýmsu hlutverk. „Ég fæ voða oft vondu karlana!“ segir hann glettinn. Kveðst líka „gutla við“ að fylgja ferðamönnum, einkum í hjólatúrum eða gönguferðum um miðborg Reykjavíkur, enda með skírteini frá Leiðsöguskólanum. „Ég tek líka einn og einn gullinn hring og sæki ferðamenn í Leifsstöð – aðallega Norðmenn. Ef ég man ekki eitthvað á norskunni segi ég það á íslensku. Eins og þegar ég var að útskýra lyktina við Bláa lónið og sagði meðal annars að hún væri eins einhver hefði „prumpað í baði“ Norðmennirnir föttuðu það og hlógu.“ Steinn Ármann var nýlega með í að endurvekja hljómsveit sem hann spilaði með í 9. bekk. Hún kom fram á hátíð í Hafnarfirði í sumar og heldur áfram að æfa. „Það er nauðsynlegt að eiga áhugamál og hafa gaman af lífinu,“ segir hann. „Meðan heilsa til sálar og líkama er fyrir hendi þá hefur maður allt.“
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira