Innlent

Treyja Gylfa fór á 200.000 krónur

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Treyjan sem Gylfi Sigurðsson lék í á móti Hollandi fyrir skömmu var boðin upp og fór á 200.000 krónur. Fyrirtækið Creditinfo eignaðist treyjuna en féð rann til góðs málefnis.
Treyjan sem Gylfi Sigurðsson lék í á móti Hollandi fyrir skömmu var boðin upp og fór á 200.000 krónur. Fyrirtækið Creditinfo eignaðist treyjuna en féð rann til góðs málefnis. vísir/vilhelm
Hagaskóli stóð fyrir góðgerðardegi í gær í húsakynnum sínum en markmiðið var að safna peningum fyrir tvenn góðgerðarsamtök. Verkefnið kallast Gott mál eða Unglingar fyrir unglinga og er þetta í sjötta skiptið sem skólinn stendur fyrir góðgerðardeginum.

Dagskráin var fjölbreytt en á meðal áhugaverðustu dagskrárliðanna var uppboð á landsliðstreyjunni sem Gylfi Sigurðsson lék í á móti Hollandi fyrir skömmu. Treyjan fór á 200.000 þúsund krónur og Creditinfo átti hæsta boð. Þorsteinn J sá um að stýra uppboðinu.

Í ár kusu nemendur að styrkja krabbameinsdeild Landspítalans og neyðaraðstoð við börn á Gasasvæðinu. Síðast styrktu nemendurnir SOS Barnaþorp og Barnaheill og söfnuðust þá rúmar 2,2 milljónir króna.

Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið frá því fyrr í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×