Rektor MR óttast að yfir 100 störf tapist Haraldur Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2014 07:00 Félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara eru um 1.750 talsins. Vísir/Vilhelm Fækkun nemenda við menntaskólana gæti leitt til þess að skólarnir þurfi að fækka stöðugildum um meira en hundrað. Þetta segir Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík (MR), en hann segir útlit fyrir að nýnemum við skólann fækki um 75 næsta ár. Í síðustu viku greindi Fréttablaðið frá því að útlit væri fyrir fækkun um 20 kennara. Yngvi telur að fjöldinn sé mun meiri.Yngvi Pétursson„Það er talað um að fækka þeim nemendum sem ríkið ætlar að borga með á ári um 1.608, frá fjárlögum 2014, sem þýðir að niðurskurðurinn gæti haft áhrif á yfir 100 stöðugildi í framhaldsskólunum,“ segir Yngvi. Hann bendir á að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að ársnemendum framhaldsskólanna fækki um 916. Hins vegar fækki þeim samtals um 1.608 frá fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2014. „Við getum ekki brugðist við þessum breytingum fyrr en á miðju næsta ári. Umræðan hefur nánast einungis snúist um skóla sem þurfa að vísa frá nemendum sem eru 25 ára og eldri. Hins vegar er nemendum að fækka í öllum skólum.“ MR tekur inn um 250 nýnema á hverju ári. Yngvi segir stefna í að skólinn geti einungis tekið inn um 175 nýnema þegar skólaárið 2015/2016 hefst, ef frumvarpið verður að lögum. Skólinn þyrfti þá að leggja niður fjögur stöðugildi. „Hins vegar vitum við ekki hvernig staðan verður í vor og ég vona að frumvarpið taki breytingum á Alþingi.“Guðríður ArnardóttirGuðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir félagsmenn hafa miklar áhyggjur af stöðu mála og framtíð skólanna. „Það segir sig sjálft að þegar það er svona mikill niðurskurður í fjármagni til skólanna, og þegar þú fækkar nemendum þetta mikið eins og raunin virðist ætla að verða, að það muni hafa í för með sér fækkun í stéttinni,“ segir Guðríður. „Það hefur verið nokkuð óljóst hvernig standa á að þessum breytingum og ekki einungis vegna þessara áforma um að fækka nemendaígildunum heldur líka vegna styttingaráformanna. Um leið og þú fækkar áföngum til stúdentsprófs þá þarftu færri kennara. En ég held enn í vonina um að stjórnvöld veiti áfram svigrúm fyrir þessa fjölbreytni og sveigjanleika sem við höfum verið svo stolt af í framhaldsskólunum.“ Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Fækkun nemenda við menntaskólana gæti leitt til þess að skólarnir þurfi að fækka stöðugildum um meira en hundrað. Þetta segir Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík (MR), en hann segir útlit fyrir að nýnemum við skólann fækki um 75 næsta ár. Í síðustu viku greindi Fréttablaðið frá því að útlit væri fyrir fækkun um 20 kennara. Yngvi telur að fjöldinn sé mun meiri.Yngvi Pétursson„Það er talað um að fækka þeim nemendum sem ríkið ætlar að borga með á ári um 1.608, frá fjárlögum 2014, sem þýðir að niðurskurðurinn gæti haft áhrif á yfir 100 stöðugildi í framhaldsskólunum,“ segir Yngvi. Hann bendir á að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að ársnemendum framhaldsskólanna fækki um 916. Hins vegar fækki þeim samtals um 1.608 frá fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2014. „Við getum ekki brugðist við þessum breytingum fyrr en á miðju næsta ári. Umræðan hefur nánast einungis snúist um skóla sem þurfa að vísa frá nemendum sem eru 25 ára og eldri. Hins vegar er nemendum að fækka í öllum skólum.“ MR tekur inn um 250 nýnema á hverju ári. Yngvi segir stefna í að skólinn geti einungis tekið inn um 175 nýnema þegar skólaárið 2015/2016 hefst, ef frumvarpið verður að lögum. Skólinn þyrfti þá að leggja niður fjögur stöðugildi. „Hins vegar vitum við ekki hvernig staðan verður í vor og ég vona að frumvarpið taki breytingum á Alþingi.“Guðríður ArnardóttirGuðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir félagsmenn hafa miklar áhyggjur af stöðu mála og framtíð skólanna. „Það segir sig sjálft að þegar það er svona mikill niðurskurður í fjármagni til skólanna, og þegar þú fækkar nemendum þetta mikið eins og raunin virðist ætla að verða, að það muni hafa í för með sér fækkun í stéttinni,“ segir Guðríður. „Það hefur verið nokkuð óljóst hvernig standa á að þessum breytingum og ekki einungis vegna þessara áforma um að fækka nemendaígildunum heldur líka vegna styttingaráformanna. Um leið og þú fækkar áföngum til stúdentsprófs þá þarftu færri kennara. En ég held enn í vonina um að stjórnvöld veiti áfram svigrúm fyrir þessa fjölbreytni og sveigjanleika sem við höfum verið svo stolt af í framhaldsskólunum.“
Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira