Kúrdar tala fyrir daufum eyrum Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. nóvember 2014 13:15 Kúrdar mótmæla Kúrdar hafa reglulega fjölmennt til mótmæla gegn stjórnvöldum í Tyrklandi. Þeir krefjast fullra réttinda sem minnihlutahópur og vilja helst fá sjálfstjórn í kúrdahéraðunum.nordicphotos/AFP Frá því vígasveitir íslamska ríkisins hófu innrás sína inn á Kúrdasvæðin í norðanverðu Írak og norðanverðu Sýrlandi hafa þeir flúið tugum þúsunda saman yfir landamærin til Tyrklands. Margir þeirra hafa síðan viljað snúa aftur yfir landamærin til Sýrlands að berjast við vígasveitirnar. Tyrkneski herinn hefur hins vegar ekki viljað taka það í mál, og mótmælti harðlega þegar ríkisstjórn Tyrklands leyfði herliði íraskra Kúrda að koma til Tyrklands og fara þaðan yfir landamærin til Sýrlands til átaka við Íslamska ríkið. Skýringanna er að leita í áratuga langri baráttu tyrkneska hersins og tyrkneska ríkisins gegn Kúrdum, sem krafist hafa aukinna réttinda og sjálfstjórnar í suðausturhluta landsins. Lengi vel litu tyrknesk stjórnvöld almennt á Kúrda sem hryðjuverkamenn, og þótt það hafi eitthvað verið að breytast á síðustu árum lifir tortryggnin enn góðu lífi. Ekki síst meðal yfirmanna tyrkneska hersins. Tyrkneska stjórnin hefur jafnvel verið sökuð um að vilja frekar styðja vígasveitir Íslamska ríkisins en Kúrda.Kúrdabyggðunum skipt upp Kúrdar hafa frá fornu fari flestir búið á slóðum sem landamæri nútímans kljúfa niður í fjögur lönd: Tyrkland, Sýrland, Írak og Íran. Upphaflega tilheyrði þetta landsvæði norðvestanverðri Persíu, sem nú heitir Íran. Í nokkrar aldir var þetta svæði undir yfirráðum Tyrkjaveldis, allt þangað til það veldi hrundi í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Það er því ekki nema tæp öld frá því Vesturlönd skiptu niður Kúrdabyggðunum með því að draga landamæri þvers og kruss í gegnum þær. Kúrdarnir sjálfir hafa helst ekki viljað taka mark á þessum handahófskenndu landamærum og líta enn á sig sem eina þjóð. Og dreymir um að sameinast í sjálfstæðu ríki.Fótum troðin réttindi Stjórnvöld ríkjanna fjögurra hafa, eins og kannski gefur að skilja, ekki verið jafn áhugasöm um að missa frá sér landsvæði Kúrdabyggðanna og þær auðlindir sem þeim fylgja. Réttindi Kúrda til þess að rækta menningu sína og nota sitt eigið tungumál hafa verið fótum troðin, í mismiklum mæli þó eftir löndum og stjórnmálaástandinu hverju sinni. Í Tyrklandi var því einna harðast fylgt eftir að tungumál Kúrda mætti hvergi heyrast. Það mátti ekki nota það í skólum og það mátti ekki gefa út bækur á kúrdísku. Tyrkjastjórn vildi ekki til þess hugsa að í landinu byggi önnur þjóð en Tyrkir, og Kúrdar áttu bara að sætta sig við það að vera Tyrkir úr því þeir bjuggu í Tyrklandi. Strax upp úr fyrri heimsstyrjöldinni tóku þeir samt að gera uppreisnir, sem jafnharðan voru barðar niður. Og stuttu fyrir seinna stríð sömdu Tyrkir við nágrannalönd sín um samhæfðar aðgerðir gegn Kúrdum. Eftir það máttu þeir sín lítils.Erdogan veitti heimild Recep Tayyip Erdogan, sem nú er orðinn forseti Tyrklands eftir meira en áratug í embætti forsætisráðherra, hefur nú heimilað hersveitum Kúrda frá Írak að fara yfir tyrkneskt land og áfram inn í Sýrland. Tyrkneski herinn hefur hins vegar ekki verið alls kostar sáttur við það fyrirkomulag. Erdogan hefur, ekki síður en herinn, verið tregur til að veita Kúrdum aðstoð, og spurði nýverið hvers vegna öll þessi áhersla beindist að landamæraþorpinu Kobane í Sýrlandi, þaðan sem flestir íbúarnir voru hvort eð er flúnir. „Hvers vegna Kobane? Og hvers vegna ekki aðrar borgir eins og Idlib, Hama eða Homs?“ spurði hann. „Og hvers vegna ekki í Írak, þar sem fjörutíu prósent landsins hafa verið hertekin?“ Engu að síður lét hann á endanum undan þrýstingi, ekki síst frá Vesturlöndum.Taflið að snúast við? Sigurganga Íslamska ríkisins virðist reyndar komin á einhverja endastöð, í bili að minnsta kosti. Loftárásir Bandaríkjanna hafa haft sitt að segja, þótt ekki dugi þær til að vinna bug á vígasveitunum. Í vikunni hétu tyrknesk og írösk stjórnvöld því að vinna saman gegn Íslamska ríkinu, og nú hafa Kúrdar náð aftur á sitt vald hluta bæjarins Kobane. Átökin um þetta litla þorp hafa orðið að lykilatriði í huga Kúrda, sem leggja allt kapp á að ná bænum aftur úr höndum Íslamska ríkisins. „Kobane hefur orðið að sameiningartákni fyrir Kúrda í Mið-Austurlöndum,“ hefur bandaríska dagblaðið New York Times eftir Barham Salih, fyrrverandi forsætisráðherra Kúrdahéraðanna í Írak. „Að sumu leyti hefur Kobane einnig breytt sögu Kúrdaþjóðarinnar úr því að vera harmleikur yfir í sögu andspyrnu.“ Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Frá því vígasveitir íslamska ríkisins hófu innrás sína inn á Kúrdasvæðin í norðanverðu Írak og norðanverðu Sýrlandi hafa þeir flúið tugum þúsunda saman yfir landamærin til Tyrklands. Margir þeirra hafa síðan viljað snúa aftur yfir landamærin til Sýrlands að berjast við vígasveitirnar. Tyrkneski herinn hefur hins vegar ekki viljað taka það í mál, og mótmælti harðlega þegar ríkisstjórn Tyrklands leyfði herliði íraskra Kúrda að koma til Tyrklands og fara þaðan yfir landamærin til Sýrlands til átaka við Íslamska ríkið. Skýringanna er að leita í áratuga langri baráttu tyrkneska hersins og tyrkneska ríkisins gegn Kúrdum, sem krafist hafa aukinna réttinda og sjálfstjórnar í suðausturhluta landsins. Lengi vel litu tyrknesk stjórnvöld almennt á Kúrda sem hryðjuverkamenn, og þótt það hafi eitthvað verið að breytast á síðustu árum lifir tortryggnin enn góðu lífi. Ekki síst meðal yfirmanna tyrkneska hersins. Tyrkneska stjórnin hefur jafnvel verið sökuð um að vilja frekar styðja vígasveitir Íslamska ríkisins en Kúrda.Kúrdabyggðunum skipt upp Kúrdar hafa frá fornu fari flestir búið á slóðum sem landamæri nútímans kljúfa niður í fjögur lönd: Tyrkland, Sýrland, Írak og Íran. Upphaflega tilheyrði þetta landsvæði norðvestanverðri Persíu, sem nú heitir Íran. Í nokkrar aldir var þetta svæði undir yfirráðum Tyrkjaveldis, allt þangað til það veldi hrundi í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Það er því ekki nema tæp öld frá því Vesturlönd skiptu niður Kúrdabyggðunum með því að draga landamæri þvers og kruss í gegnum þær. Kúrdarnir sjálfir hafa helst ekki viljað taka mark á þessum handahófskenndu landamærum og líta enn á sig sem eina þjóð. Og dreymir um að sameinast í sjálfstæðu ríki.Fótum troðin réttindi Stjórnvöld ríkjanna fjögurra hafa, eins og kannski gefur að skilja, ekki verið jafn áhugasöm um að missa frá sér landsvæði Kúrdabyggðanna og þær auðlindir sem þeim fylgja. Réttindi Kúrda til þess að rækta menningu sína og nota sitt eigið tungumál hafa verið fótum troðin, í mismiklum mæli þó eftir löndum og stjórnmálaástandinu hverju sinni. Í Tyrklandi var því einna harðast fylgt eftir að tungumál Kúrda mætti hvergi heyrast. Það mátti ekki nota það í skólum og það mátti ekki gefa út bækur á kúrdísku. Tyrkjastjórn vildi ekki til þess hugsa að í landinu byggi önnur þjóð en Tyrkir, og Kúrdar áttu bara að sætta sig við það að vera Tyrkir úr því þeir bjuggu í Tyrklandi. Strax upp úr fyrri heimsstyrjöldinni tóku þeir samt að gera uppreisnir, sem jafnharðan voru barðar niður. Og stuttu fyrir seinna stríð sömdu Tyrkir við nágrannalönd sín um samhæfðar aðgerðir gegn Kúrdum. Eftir það máttu þeir sín lítils.Erdogan veitti heimild Recep Tayyip Erdogan, sem nú er orðinn forseti Tyrklands eftir meira en áratug í embætti forsætisráðherra, hefur nú heimilað hersveitum Kúrda frá Írak að fara yfir tyrkneskt land og áfram inn í Sýrland. Tyrkneski herinn hefur hins vegar ekki verið alls kostar sáttur við það fyrirkomulag. Erdogan hefur, ekki síður en herinn, verið tregur til að veita Kúrdum aðstoð, og spurði nýverið hvers vegna öll þessi áhersla beindist að landamæraþorpinu Kobane í Sýrlandi, þaðan sem flestir íbúarnir voru hvort eð er flúnir. „Hvers vegna Kobane? Og hvers vegna ekki aðrar borgir eins og Idlib, Hama eða Homs?“ spurði hann. „Og hvers vegna ekki í Írak, þar sem fjörutíu prósent landsins hafa verið hertekin?“ Engu að síður lét hann á endanum undan þrýstingi, ekki síst frá Vesturlöndum.Taflið að snúast við? Sigurganga Íslamska ríkisins virðist reyndar komin á einhverja endastöð, í bili að minnsta kosti. Loftárásir Bandaríkjanna hafa haft sitt að segja, þótt ekki dugi þær til að vinna bug á vígasveitunum. Í vikunni hétu tyrknesk og írösk stjórnvöld því að vinna saman gegn Íslamska ríkinu, og nú hafa Kúrdar náð aftur á sitt vald hluta bæjarins Kobane. Átökin um þetta litla þorp hafa orðið að lykilatriði í huga Kúrda, sem leggja allt kapp á að ná bænum aftur úr höndum Íslamska ríkisins. „Kobane hefur orðið að sameiningartákni fyrir Kúrda í Mið-Austurlöndum,“ hefur bandaríska dagblaðið New York Times eftir Barham Salih, fyrrverandi forsætisráðherra Kúrdahéraðanna í Írak. „Að sumu leyti hefur Kobane einnig breytt sögu Kúrdaþjóðarinnar úr því að vera harmleikur yfir í sögu andspyrnu.“
Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira