Menning

Sígildar jólaperlur í Digraneskirkju

Friðrika Benónýsdóttir skrifar
Aðventutónleikarnir eru einn af hápunktum starfsársins hjá Kvennakór Garðabæjar.
Aðventutónleikarnir eru einn af hápunktum starfsársins hjá Kvennakór Garðabæjar.
Árlegir aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar verða í Digraneskirkju í Kópavogi á miðvikudagskvöldið, 10. desember, og hefjast klukkan 20. Efnisskrá tónleikanna verður að vanda hátíðleg og margar sígildar jólaperlur munu hljóma.

Leikkonan Katla Margrét Þorgeirsdóttir verður sérstakur gestur á þessum aðventutónleikum. Kórstjóri Kvennakórs Garðabæjar og listrænn stjórnandi er Ingibjörg Guðjónsdóttir sópransöngkona og píanóleikari kórsins er Sólveig Anna Jónsdóttir.

Aðventutónleikarnir eru einn af hápunktum starfsársins en ár hvert stendur kórinn fyrir öflugri menningardagskrá. Þar ber hæst, auk aðventutónleikanna, vortónleika kórsins auk Haustvöku eða Góugleði.

Kórinn syngur einnig við margvísleg tækifæri árið um kring. Í tilefni af tíu ára afmæli kórsins árið 2010 kom út geisladiskurinn Jólasöngur sem inniheldur sextán íslensk og erlend jólalög.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.