Erlent

Mikil eyðilegging á Filippseyjum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fellibylurinn Hagupit, sem felldi meðal annars rafmagnsstaura, er nú orðinn að hitabeltisstormi.
Fellibylurinn Hagupit, sem felldi meðal annars rafmagnsstaura, er nú orðinn að hitabeltisstormi. Nordicphotos/afp
Dregið hefur úr styrk fellibylsins Hagupit, sem skók strendur Filippseyja, og er hann nú flokkaður sem hitabeltisstormur. Fellibylurinn varð 42 manns að bana og olli miklu eignatjóni. Meira en 1,7 milljónir manna yfirgáfu heimili sín vegna stormsins en sneru aftur til baka í gær.

Þrátt fyrir að fellibylurinn hafi valdið miklu tjóni olli hann ekki jafn miklum skaða og fellibylurinn Haiyan, þegar þúsundir manna dóu og týndust og heimili milljóna manna eyðilögðust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×