Hvunndagshetjur sem báru bala Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. desember 2014 15:00 Kristín Steinsdóttir „Svo var þvegið allan daginn hvernig sem viðraði.“ Vísir/GVA „Ef einhvers staðar á að lesa upp úr þessari bók þá er það í Laugardalnum,“ segir Kristín Steinsdóttir um Vonarlandið sem hún verður með í farteskinu í Café Flóru á morgun klukkan 14. Þar ætlar hún að lesa upp, spjalla við gesti um líf og aðstæður þvottakvennanna sem bókin fjallar um og svara spurningum. Að dagskrá lokinni býður hún þeim sem áhuga hafa að fylgja sér að þvottalaugunum. „Það er náttúrlega lítið að sjá í snjónum en við skoðum staðhætti eftir því sem við verður komið,“ segir hún og bætir við að oft hafi snjór verið í dalnum þegar konurnar voru þar við iðju sína. „Laugarnar voru þvottastaður Reykvíkinga áratugum eða öldum saman. Þar var haldið áfram að þvo alveg fram á 1970, þá var komið hús sem konurnar gátu hitað sér kaffisopa í og sest niður og þar voru komnar þvottavélar á vegum borgarinnar,“ lýsir Kristín. Saga hennar, Vonarlandið, gerist hins vegar löngu fyrr, áður en Laugavegurinn var byggður upp árið 1886. „Mínar konur löbbuðu ekki um hlaðinn Laugaveg og höfðu hvorki hjólbörur, kerrur né annað slíkt. Þær gengu um misgreiðfæra stíga og báru allt á bakinu. Héldu upp Bakarastíginn sem nú er Bankastræti, fram hjá vatnspóstunum, þar sem vatnsberarnir voru teknir til starfa eldsnemma á morgnana, beygðu niður Skuggahverfið sem dregur nafn af bænum Skugga, fóru alveg niður að sjó og meðfram fjörunni yfir Rauðarárósinn. Leiðin lá þar sem Borgartúnið liggur og yfir Fúlalæk sem rann þar sem Kringlumýrarbraut er nú. Hann var viðsjárverður. Þar lét kona lífið þegar hún féll niður af snjóhengju.“ Við fylgjum konunum enn í huganum skáhallt yfir Teigana sem þá hét Kirkjumýri og var stórhættuleg með mógröfum og mýrarkeldum, að sögn Kristínar. Eftir þriggja kílómetra göngu voru þær komnar inn í laugar. „Svo var þvegið allan daginn hvernig sem viðraði og margt bar á góma en ekkert hús höfðu þær til að fara inn í með bitann sinn. Á kvöldin gengu þær sömu leið til baka með blautan þvottinn á bakinu,“ segir Kristín. „Þetta voru hvunndagshetjur og maður spyr sig núna, hvernig var þetta hægt?“ Byggingin sem er við þvottalaugarnar nú hýsti rafstöð að sögn Kristínar. „Húsið sem þvottakonurnar höfðu til afnota hefur verið rifið. Það var samkomustaður kraftlyftingamanna undir lokin og hét Jakaból. Eftir að konurnar höfðu verið þar að lyfta bölum í áratugi komu kraftlyftingamennirnir og lyftu lóðum.“ Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ef einhvers staðar á að lesa upp úr þessari bók þá er það í Laugardalnum,“ segir Kristín Steinsdóttir um Vonarlandið sem hún verður með í farteskinu í Café Flóru á morgun klukkan 14. Þar ætlar hún að lesa upp, spjalla við gesti um líf og aðstæður þvottakvennanna sem bókin fjallar um og svara spurningum. Að dagskrá lokinni býður hún þeim sem áhuga hafa að fylgja sér að þvottalaugunum. „Það er náttúrlega lítið að sjá í snjónum en við skoðum staðhætti eftir því sem við verður komið,“ segir hún og bætir við að oft hafi snjór verið í dalnum þegar konurnar voru þar við iðju sína. „Laugarnar voru þvottastaður Reykvíkinga áratugum eða öldum saman. Þar var haldið áfram að þvo alveg fram á 1970, þá var komið hús sem konurnar gátu hitað sér kaffisopa í og sest niður og þar voru komnar þvottavélar á vegum borgarinnar,“ lýsir Kristín. Saga hennar, Vonarlandið, gerist hins vegar löngu fyrr, áður en Laugavegurinn var byggður upp árið 1886. „Mínar konur löbbuðu ekki um hlaðinn Laugaveg og höfðu hvorki hjólbörur, kerrur né annað slíkt. Þær gengu um misgreiðfæra stíga og báru allt á bakinu. Héldu upp Bakarastíginn sem nú er Bankastræti, fram hjá vatnspóstunum, þar sem vatnsberarnir voru teknir til starfa eldsnemma á morgnana, beygðu niður Skuggahverfið sem dregur nafn af bænum Skugga, fóru alveg niður að sjó og meðfram fjörunni yfir Rauðarárósinn. Leiðin lá þar sem Borgartúnið liggur og yfir Fúlalæk sem rann þar sem Kringlumýrarbraut er nú. Hann var viðsjárverður. Þar lét kona lífið þegar hún féll niður af snjóhengju.“ Við fylgjum konunum enn í huganum skáhallt yfir Teigana sem þá hét Kirkjumýri og var stórhættuleg með mógröfum og mýrarkeldum, að sögn Kristínar. Eftir þriggja kílómetra göngu voru þær komnar inn í laugar. „Svo var þvegið allan daginn hvernig sem viðraði og margt bar á góma en ekkert hús höfðu þær til að fara inn í með bitann sinn. Á kvöldin gengu þær sömu leið til baka með blautan þvottinn á bakinu,“ segir Kristín. „Þetta voru hvunndagshetjur og maður spyr sig núna, hvernig var þetta hægt?“ Byggingin sem er við þvottalaugarnar nú hýsti rafstöð að sögn Kristínar. „Húsið sem þvottakonurnar höfðu til afnota hefur verið rifið. Það var samkomustaður kraftlyftingamanna undir lokin og hét Jakaból. Eftir að konurnar höfðu verið þar að lyfta bölum í áratugi komu kraftlyftingamennirnir og lyftu lóðum.“
Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira