Hugfanginn af ljósmyndatækninni Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. desember 2014 14:00 Hrafnkell Sigurðsson „Ég stekk ekki bara út í móa og smelli af og myndin er komin.” Vísir/Valli Það var kominn tími á þessa bók, ég átti orðið mikið efni sem hefur safnast upp gegnum árin,“ segir Hrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður um tilurð bókarinnar Lucid sem Crymogea gefur út í dag og inniheldur allar þekktustu myndraðir hans. „Ég geri alls konar verk,“ heldur Hrafnkell áfram. „En í þessari bók eru eingöngu ljósmyndaverk og hún spannar tímabilið frá 1996 til dagsins í dag. Tvær myndaraðirnar eru frá 2014 og sú nýjasta er sú sem ég sýndi í Galleríi i8 í ágúst síðastliðnum, myndir af bóluplasti í djúpu, tæru vatni.“ Hrafnkell lærði myndlist í Maastricht og London og vann verk í ýmsa miðla, hvað var það sem heillaði hann sérstaklega við ljósmyndunina? „Mér finnst hún alltaf hálfgerður galdur, þessi tækni,“ segir hann. „Ég er alltaf jafn hugfanginn af ljósmyndatækninni. Svo er það líka þessi beina leið sem heillar. Kannski er það bara óþolinmæði hjá mér en ég hef ekki þolinmæði til þess að standa við trönur í marga mánuði. Með þessari aðferð get ég séð myndina fyrr. Ekki samt strax, ég stekk ekki bara út í móa, smelli af og myndin er komin. Þetta kostar mikinn undirbúning og oft mikla eftirvinnslu líka. Síðasta serían sem ég gerði tók til dæmis eitt og hálft ár í undirbúningi og tvo mánuði í eftirvinnslu.“ Hrafnkell var á árum áður þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Oxmá, hefur hann alveg sagt skilið við tónlistina? „Já, ég hætti að syngja áður en ég fór í nám út til Hollands, var harðákveðinn í því að hætta í rokkinu og einbeita mér að myndlistinni, en við skulum ekki útiloka neitt í því efni.“ Meðal verka Hrafnkels eru vídeóverk þar sem hann hefur lagt áherslu á hljóð, brýst ekki tónlistarmaðurinn í honum út þar? „Ég hef átt náið og gott samstarf við tónlistarmenn í þeim verkum, jú, þannig að það má segja að það tengist því að vinna með tónlist.“ Bókin Lucid kemur út á Íslandi í dag og mun koma út í Evrópu og Bandaríkjunum í upphafi árs 2015. Allur texti er á ensku sem Hrafnkell segir hafa ráðist af markaðnum. „Það er reyndar pínu leiðinlegt gagnvart þeim sem ekki lesa ensku, það hefði verið gaman ef hún væri líka til á íslensku. Kannski opnast sá möguleiki seinna. Ég vona það.“ Útgáfufagnaður fyrir Lucid verður haldinn í Galleríi i8 frá klukkan 16 til 18 í dag og þar verður bókin til sölu auk þess sem hún verður fáanleg í bókaverslunum frá og með deginum í dag. Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það var kominn tími á þessa bók, ég átti orðið mikið efni sem hefur safnast upp gegnum árin,“ segir Hrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður um tilurð bókarinnar Lucid sem Crymogea gefur út í dag og inniheldur allar þekktustu myndraðir hans. „Ég geri alls konar verk,“ heldur Hrafnkell áfram. „En í þessari bók eru eingöngu ljósmyndaverk og hún spannar tímabilið frá 1996 til dagsins í dag. Tvær myndaraðirnar eru frá 2014 og sú nýjasta er sú sem ég sýndi í Galleríi i8 í ágúst síðastliðnum, myndir af bóluplasti í djúpu, tæru vatni.“ Hrafnkell lærði myndlist í Maastricht og London og vann verk í ýmsa miðla, hvað var það sem heillaði hann sérstaklega við ljósmyndunina? „Mér finnst hún alltaf hálfgerður galdur, þessi tækni,“ segir hann. „Ég er alltaf jafn hugfanginn af ljósmyndatækninni. Svo er það líka þessi beina leið sem heillar. Kannski er það bara óþolinmæði hjá mér en ég hef ekki þolinmæði til þess að standa við trönur í marga mánuði. Með þessari aðferð get ég séð myndina fyrr. Ekki samt strax, ég stekk ekki bara út í móa, smelli af og myndin er komin. Þetta kostar mikinn undirbúning og oft mikla eftirvinnslu líka. Síðasta serían sem ég gerði tók til dæmis eitt og hálft ár í undirbúningi og tvo mánuði í eftirvinnslu.“ Hrafnkell var á árum áður þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Oxmá, hefur hann alveg sagt skilið við tónlistina? „Já, ég hætti að syngja áður en ég fór í nám út til Hollands, var harðákveðinn í því að hætta í rokkinu og einbeita mér að myndlistinni, en við skulum ekki útiloka neitt í því efni.“ Meðal verka Hrafnkels eru vídeóverk þar sem hann hefur lagt áherslu á hljóð, brýst ekki tónlistarmaðurinn í honum út þar? „Ég hef átt náið og gott samstarf við tónlistarmenn í þeim verkum, jú, þannig að það má segja að það tengist því að vinna með tónlist.“ Bókin Lucid kemur út á Íslandi í dag og mun koma út í Evrópu og Bandaríkjunum í upphafi árs 2015. Allur texti er á ensku sem Hrafnkell segir hafa ráðist af markaðnum. „Það er reyndar pínu leiðinlegt gagnvart þeim sem ekki lesa ensku, það hefði verið gaman ef hún væri líka til á íslensku. Kannski opnast sá möguleiki seinna. Ég vona það.“ Útgáfufagnaður fyrir Lucid verður haldinn í Galleríi i8 frá klukkan 16 til 18 í dag og þar verður bókin til sölu auk þess sem hún verður fáanleg í bókaverslunum frá og með deginum í dag.
Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira