Fall rúblunnar stöðvar sölu fyrir milljarða til Rússlands Haraldur Guðmundsson skrifar 17. desember 2014 07:00 Nærri helmingur alls makríls er seldur til Rússlands. Vísir/óskar Útlit er fyrir að útflutningur á íslenskum sjávarafurðum til Rússlands stöðvist vegna efnahagsástandsins þar í landi. Óvissa er um framhaldið og hvort fiskútflytjendur fái greitt fyrir vörur sem þegar eru farnar frá landinu. „Það er alveg ljóst að fallið á rúblunni núna mun endanlega stöðva útflutning til Rússlands. Við sendum tiltölulega lítið þangað í nóvember og desember og þá einungis á fyrirtæki sem við treystum mjög vel,“ segir Teitur Gylfason, sölustjóri uppsjávarfisks Iceland Seafood. „Við munum ekki flytja neitt meira út fyrr en í fyrsta lagi upp úr miðjum janúar. Við eigum tiltölulega lítið útistandandi þarna en svo er spurning hvað gerist eftir þennan svarta þriðjudag í Rússlandi,“ segir Teitur og vísar í fréttir síðustu daga af neyðaraðgerðum rússneskra yfirvalda vegna áframhaldandi falls rúblunnar.Teitur GylfasonÍslenskir fiskútflytjendur selja mikið af uppsjávarfiski, eins og síld, makríl og loðnu, til rússneskra fyrirtækja. Samkvæmt nýlegri skýrslu Íslandsbanka keyptu Rússar uppsjávarfisk héðan fyrir tæpa 16 milljarða króna á síðasta ári. Það ár var flutt út meira magn sjávarafurða til Rússlands en nokkurs annars lands. Gengi rúblunnar gagnvart Bandaríkjadal hefur fallið um rúm 50 prósent á árinu en Rússar greiða fyrirtækjum hér í flestum tilvikum með dölum. „Við höfum reynt að senda ekki mikið upp á síðkastið því það eru kúnnar þarna sem skulda okkur og það er erfitt að fá borgað á meðan ástandið er svona. Við verðum að hinkra og sjá og erum ekkert að fara að skipa neitt út eins og þetta er núna. Við ætlum að reyna að sjá hvað skeður,“ segir Jón Helgason, sölustjóri uppsjávarfisks HB Granda. Teitur bendir einnig á að loðnuvertíðin sé fram undan en um 50 prósent af frystri loðnu fara á Rússlandsmarkað. „Það er ljóst að Rússar eru að horfast í augu við mikla erfiðleika en við höfum nú farið í gegnum svona hrun með þessum þjóðum í Austur-Evrópu áður og alltaf komist út úr því. En það er ljóst að menn þurfa að sýna þolinmæði,“ segir Teitur. Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Útlit er fyrir að útflutningur á íslenskum sjávarafurðum til Rússlands stöðvist vegna efnahagsástandsins þar í landi. Óvissa er um framhaldið og hvort fiskútflytjendur fái greitt fyrir vörur sem þegar eru farnar frá landinu. „Það er alveg ljóst að fallið á rúblunni núna mun endanlega stöðva útflutning til Rússlands. Við sendum tiltölulega lítið þangað í nóvember og desember og þá einungis á fyrirtæki sem við treystum mjög vel,“ segir Teitur Gylfason, sölustjóri uppsjávarfisks Iceland Seafood. „Við munum ekki flytja neitt meira út fyrr en í fyrsta lagi upp úr miðjum janúar. Við eigum tiltölulega lítið útistandandi þarna en svo er spurning hvað gerist eftir þennan svarta þriðjudag í Rússlandi,“ segir Teitur og vísar í fréttir síðustu daga af neyðaraðgerðum rússneskra yfirvalda vegna áframhaldandi falls rúblunnar.Teitur GylfasonÍslenskir fiskútflytjendur selja mikið af uppsjávarfiski, eins og síld, makríl og loðnu, til rússneskra fyrirtækja. Samkvæmt nýlegri skýrslu Íslandsbanka keyptu Rússar uppsjávarfisk héðan fyrir tæpa 16 milljarða króna á síðasta ári. Það ár var flutt út meira magn sjávarafurða til Rússlands en nokkurs annars lands. Gengi rúblunnar gagnvart Bandaríkjadal hefur fallið um rúm 50 prósent á árinu en Rússar greiða fyrirtækjum hér í flestum tilvikum með dölum. „Við höfum reynt að senda ekki mikið upp á síðkastið því það eru kúnnar þarna sem skulda okkur og það er erfitt að fá borgað á meðan ástandið er svona. Við verðum að hinkra og sjá og erum ekkert að fara að skipa neitt út eins og þetta er núna. Við ætlum að reyna að sjá hvað skeður,“ segir Jón Helgason, sölustjóri uppsjávarfisks HB Granda. Teitur bendir einnig á að loðnuvertíðin sé fram undan en um 50 prósent af frystri loðnu fara á Rússlandsmarkað. „Það er ljóst að Rússar eru að horfast í augu við mikla erfiðleika en við höfum nú farið í gegnum svona hrun með þessum þjóðum í Austur-Evrópu áður og alltaf komist út úr því. En það er ljóst að menn þurfa að sýna þolinmæði,“ segir Teitur.
Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira