Fall rúblunnar stöðvar sölu fyrir milljarða til Rússlands Haraldur Guðmundsson skrifar 17. desember 2014 07:00 Nærri helmingur alls makríls er seldur til Rússlands. Vísir/óskar Útlit er fyrir að útflutningur á íslenskum sjávarafurðum til Rússlands stöðvist vegna efnahagsástandsins þar í landi. Óvissa er um framhaldið og hvort fiskútflytjendur fái greitt fyrir vörur sem þegar eru farnar frá landinu. „Það er alveg ljóst að fallið á rúblunni núna mun endanlega stöðva útflutning til Rússlands. Við sendum tiltölulega lítið þangað í nóvember og desember og þá einungis á fyrirtæki sem við treystum mjög vel,“ segir Teitur Gylfason, sölustjóri uppsjávarfisks Iceland Seafood. „Við munum ekki flytja neitt meira út fyrr en í fyrsta lagi upp úr miðjum janúar. Við eigum tiltölulega lítið útistandandi þarna en svo er spurning hvað gerist eftir þennan svarta þriðjudag í Rússlandi,“ segir Teitur og vísar í fréttir síðustu daga af neyðaraðgerðum rússneskra yfirvalda vegna áframhaldandi falls rúblunnar.Teitur GylfasonÍslenskir fiskútflytjendur selja mikið af uppsjávarfiski, eins og síld, makríl og loðnu, til rússneskra fyrirtækja. Samkvæmt nýlegri skýrslu Íslandsbanka keyptu Rússar uppsjávarfisk héðan fyrir tæpa 16 milljarða króna á síðasta ári. Það ár var flutt út meira magn sjávarafurða til Rússlands en nokkurs annars lands. Gengi rúblunnar gagnvart Bandaríkjadal hefur fallið um rúm 50 prósent á árinu en Rússar greiða fyrirtækjum hér í flestum tilvikum með dölum. „Við höfum reynt að senda ekki mikið upp á síðkastið því það eru kúnnar þarna sem skulda okkur og það er erfitt að fá borgað á meðan ástandið er svona. Við verðum að hinkra og sjá og erum ekkert að fara að skipa neitt út eins og þetta er núna. Við ætlum að reyna að sjá hvað skeður,“ segir Jón Helgason, sölustjóri uppsjávarfisks HB Granda. Teitur bendir einnig á að loðnuvertíðin sé fram undan en um 50 prósent af frystri loðnu fara á Rússlandsmarkað. „Það er ljóst að Rússar eru að horfast í augu við mikla erfiðleika en við höfum nú farið í gegnum svona hrun með þessum þjóðum í Austur-Evrópu áður og alltaf komist út úr því. En það er ljóst að menn þurfa að sýna þolinmæði,“ segir Teitur. Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Sjá meira
Útlit er fyrir að útflutningur á íslenskum sjávarafurðum til Rússlands stöðvist vegna efnahagsástandsins þar í landi. Óvissa er um framhaldið og hvort fiskútflytjendur fái greitt fyrir vörur sem þegar eru farnar frá landinu. „Það er alveg ljóst að fallið á rúblunni núna mun endanlega stöðva útflutning til Rússlands. Við sendum tiltölulega lítið þangað í nóvember og desember og þá einungis á fyrirtæki sem við treystum mjög vel,“ segir Teitur Gylfason, sölustjóri uppsjávarfisks Iceland Seafood. „Við munum ekki flytja neitt meira út fyrr en í fyrsta lagi upp úr miðjum janúar. Við eigum tiltölulega lítið útistandandi þarna en svo er spurning hvað gerist eftir þennan svarta þriðjudag í Rússlandi,“ segir Teitur og vísar í fréttir síðustu daga af neyðaraðgerðum rússneskra yfirvalda vegna áframhaldandi falls rúblunnar.Teitur GylfasonÍslenskir fiskútflytjendur selja mikið af uppsjávarfiski, eins og síld, makríl og loðnu, til rússneskra fyrirtækja. Samkvæmt nýlegri skýrslu Íslandsbanka keyptu Rússar uppsjávarfisk héðan fyrir tæpa 16 milljarða króna á síðasta ári. Það ár var flutt út meira magn sjávarafurða til Rússlands en nokkurs annars lands. Gengi rúblunnar gagnvart Bandaríkjadal hefur fallið um rúm 50 prósent á árinu en Rússar greiða fyrirtækjum hér í flestum tilvikum með dölum. „Við höfum reynt að senda ekki mikið upp á síðkastið því það eru kúnnar þarna sem skulda okkur og það er erfitt að fá borgað á meðan ástandið er svona. Við verðum að hinkra og sjá og erum ekkert að fara að skipa neitt út eins og þetta er núna. Við ætlum að reyna að sjá hvað skeður,“ segir Jón Helgason, sölustjóri uppsjávarfisks HB Granda. Teitur bendir einnig á að loðnuvertíðin sé fram undan en um 50 prósent af frystri loðnu fara á Rússlandsmarkað. „Það er ljóst að Rússar eru að horfast í augu við mikla erfiðleika en við höfum nú farið í gegnum svona hrun með þessum þjóðum í Austur-Evrópu áður og alltaf komist út úr því. En það er ljóst að menn þurfa að sýna þolinmæði,“ segir Teitur.
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Sjá meira