Nýr Herjólfur í útboð Sveinn Arnarsson skrifar 17. desember 2014 07:45 Nýr Herjólfur mun sigla milli lands og Eyja árið 2017. vísir/stefán Vinna við kaup og smíði nýs Herjólfs á að hefjast í upphafi næsta árs samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar. Unnið verður að fjármögnun samhliða undirbúningi útboðs. Fyrirhugað er að bjóða út verkið á fyrri hluta ársins 2015. Ólöf Nordal innanríkisráðherra lagði málið fyrir ríkisstjórn í gær. Í minnisblaði ráðherra kemur fram að umtalsverður olíukostnaður sparist með því að taka í notkun nýja ferju sem gert er ráð fyrir að sigli til Landeyjahafnar árið um kring og að jafnframt lækki mjög kostnaður við dýpkun hafnarinnar. Með þessu sparast fjármunir sem falla til vegna siglinga Herjólfs til Þorlákshafnar. Reglulegar siglingar til Landeyjahafnar eru mikil samgöngubót milli lands og Eyja. Samtals er gert ráð fyrir að rekstur nýrrar ferju lækki um allt að fjögur hundruð milljónir króna.Elliði Vignisson, bæjarstjóri VestmannaeyjaVerkinu verið frestað síðan 2008 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir nú vera að rofa til eftir um sex ára baráttu Vestmannaeyinga við að fá betri tengingu við fastalandið. „Frá 2008, þegar áformum um smíði nýs Herjólfs var slegið á frest, höfum við barist fyrir að fá nýja ferju inn á áætlun. Við höfum haft ákveðnar áhyggjur af þessu verkefni, eyjaskeggjar. Áformað er að smíða nýtt skip með minni flutningsgetu í hverri ferð. En með því að fara fleiri ferðir mun flutningsgeta bæði á fólki og bifreiðum aukast um 70 prósent,“ segir Elliði. Nokkur vandræði hafa fylgt Landeyjahöfn síðustu ár og hefur oft og tíðum verið ófært inn í höfnina af ýmsum sökum. Hefur Herjólfur því oft þurft að sigla til Þorlákshafnar með tilheyrandi tímatapi.Tími og fé sparast Ný ferja á að geta átt auðveldar um vik með að sigla til Landeyjahafnar og því verður mikill tímasparnaður af nýrri ferju. Elliði segir hægt að sigla fleiri ferðir vegna þess að rekstrarkostnaður við nýja ferju sé mun lægri en við núverandi skip. „Við fögnum því auðvitað vel og innilega að nú sé málið komið á einhvern rekspöl. Ástandið í samgöngumálum við Vestmannaeyjar er algjörlega ótækt og illa farið með tækifærin sem fyrir eru hér í Eyjum. Einnig bendir allt til þess að nýja ferjan sem verður smíðuð spari um 400 milljónir á ári í rekstrarkostnað, samanborið við gamla Herjólf,“ segir Elliði. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir samgöngur til og frá Eyjum skipta bæði heimamenn og atvinnulífið miklu máli. „Þessi texti er kominn til af ástæðu og skiptir miklu máli að ríkisstjórnin vinni að þessu markmiði. Auðvitað á eftir að sjá hvað kemur úr útboði en samgöngur milli lands og Eyja verða að vera í lagi. Ferðaþjónustan hefur vaxið gríðarlega í Eyjum og með réttu má tala um byltingu á svæðinu. Að því sögðu, og í samhengi við að við viljum dreifa ferðamönnum sem mest um landið, þá verða samgöngurnar að vera í lagi,“ segir Guðlaugur Þór. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Vinna við kaup og smíði nýs Herjólfs á að hefjast í upphafi næsta árs samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar. Unnið verður að fjármögnun samhliða undirbúningi útboðs. Fyrirhugað er að bjóða út verkið á fyrri hluta ársins 2015. Ólöf Nordal innanríkisráðherra lagði málið fyrir ríkisstjórn í gær. Í minnisblaði ráðherra kemur fram að umtalsverður olíukostnaður sparist með því að taka í notkun nýja ferju sem gert er ráð fyrir að sigli til Landeyjahafnar árið um kring og að jafnframt lækki mjög kostnaður við dýpkun hafnarinnar. Með þessu sparast fjármunir sem falla til vegna siglinga Herjólfs til Þorlákshafnar. Reglulegar siglingar til Landeyjahafnar eru mikil samgöngubót milli lands og Eyja. Samtals er gert ráð fyrir að rekstur nýrrar ferju lækki um allt að fjögur hundruð milljónir króna.Elliði Vignisson, bæjarstjóri VestmannaeyjaVerkinu verið frestað síðan 2008 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir nú vera að rofa til eftir um sex ára baráttu Vestmannaeyinga við að fá betri tengingu við fastalandið. „Frá 2008, þegar áformum um smíði nýs Herjólfs var slegið á frest, höfum við barist fyrir að fá nýja ferju inn á áætlun. Við höfum haft ákveðnar áhyggjur af þessu verkefni, eyjaskeggjar. Áformað er að smíða nýtt skip með minni flutningsgetu í hverri ferð. En með því að fara fleiri ferðir mun flutningsgeta bæði á fólki og bifreiðum aukast um 70 prósent,“ segir Elliði. Nokkur vandræði hafa fylgt Landeyjahöfn síðustu ár og hefur oft og tíðum verið ófært inn í höfnina af ýmsum sökum. Hefur Herjólfur því oft þurft að sigla til Þorlákshafnar með tilheyrandi tímatapi.Tími og fé sparast Ný ferja á að geta átt auðveldar um vik með að sigla til Landeyjahafnar og því verður mikill tímasparnaður af nýrri ferju. Elliði segir hægt að sigla fleiri ferðir vegna þess að rekstrarkostnaður við nýja ferju sé mun lægri en við núverandi skip. „Við fögnum því auðvitað vel og innilega að nú sé málið komið á einhvern rekspöl. Ástandið í samgöngumálum við Vestmannaeyjar er algjörlega ótækt og illa farið með tækifærin sem fyrir eru hér í Eyjum. Einnig bendir allt til þess að nýja ferjan sem verður smíðuð spari um 400 milljónir á ári í rekstrarkostnað, samanborið við gamla Herjólf,“ segir Elliði. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir samgöngur til og frá Eyjum skipta bæði heimamenn og atvinnulífið miklu máli. „Þessi texti er kominn til af ástæðu og skiptir miklu máli að ríkisstjórnin vinni að þessu markmiði. Auðvitað á eftir að sjá hvað kemur úr útboði en samgöngur milli lands og Eyja verða að vera í lagi. Ferðaþjónustan hefur vaxið gríðarlega í Eyjum og með réttu má tala um byltingu á svæðinu. Að því sögðu, og í samhengi við að við viljum dreifa ferðamönnum sem mest um landið, þá verða samgöngurnar að vera í lagi,“ segir Guðlaugur Þór.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira