Myglan kostað 160 milljónir Viktoría Hermannsdóttir skrifar 18. desember 2014 07:15 Á undanförnum tveimur árum hafa miklar endurbætur verið gerðar á húsnæði gamla spítalans við Hringbraut vegna myglu sem þar kom upp í kjölfar leka. 160 milljónum hefur verið varið í viðgerðir á byggingu gamla Landspítalans við Hringbraut vegna leka sem var í húsinu. Skemmdirnar ollu myglu inni í veggjum sem leiddi meðal annars til veikinda meðal starfsmanna. Heilbrigðisstarfsmenn sem störfuðu í húsinu höfðu fundið fyrir ýmsum einkennum vegna myglunnar. Þegar farið var að rannsaka málið kom í ljós að undir gluggum og í veggjum byggingarinnar var raki sem hafði leitt til myglu inni í veggjum. Meðal annars þurftu þrír læknar að fara í aðgerð vegna þess auk þess sem fleiri heilbrigðisstarfsmenn sem unnið hafa í húsnæðinu hafa haft hin ýmsu einkenni vegna myglunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Ingólfi Þórissyni, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Landspítalans, hefur verið unnið að því síðustu tvö ár að þétta veggi hússins auk þess sem skipt hefur verið um alla glugga byggingarinnar. „Það er búið að þétta veggi og skipta um glugga til þess að fyrirbyggja raka,“ segir Ingólfur.Þessi mynd er tekin á einni skrifstofunni en þar er gat á veggnum svo að myglan sést.Eftir að komst upp um mygluna var skipaður starfshópur til þess að finna lausn á vandanum. Ástand hússins var kannað og hvað væri hægt að gera til þess að vinna að því að bæta það. Auk þess voru könnuð hugsanleg áhrif myglunnar á bæði starfsmenn og sjúklinga. Sýkingavarnardeild Landspítalans rannsakaði hvort myglan hefði haft einhver áhrif á sýkingar meðal sjúklinga. „Við gátum ekki merkt að það hefði orðið nein aukning á sýkingum af völdum þessa í þessum hópi,“ segir Ólafur Guðlaugsson ofnæmislæknir sem kom að rannsókninni. Hins vegar kom í ljós að þeir sem unnið höfðu í byggingunni, læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk sem hafði verið lengi í byggingunni, höfðu ýmis einkenni. Til þess að reyna að hindra frekari myglu var farið í aðgerðir til að þétta veggi hússins. Myglan er hins vegar enn til staðar inni í veggjunum en búið er að mestu að stöðva lekann. „Nú er verið að meta ástandið í samráði við helstu sérfræðinga landsins og gaumgæfa hvort frekari aðgerða er þörf,“ segir Ingólfur. Margir læknar þurftu að yfirgefa skrifstofur sínar vegna myglunnar en auk þess hefur mikið plássleysi háð spítalanum. Til stendur að leysa húsnæðisvandann með því að setja upp gáma við spítalann en sú lausn kostar um 120 milljónir. Gámarnir komu til landsins í gær og farið verður í það á næstu dögum að setja þá upp. Tengdar fréttir Veiktist vegna myglunnar Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, var einn þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem veiktust vegna myglunnar. Hann þurfti að fara í aðgerð á ennisholum vegna þessa og hefur ekki getað notað skrifstofu sína síðan upp komst um mygluna. 18. desember 2014 07:15 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
160 milljónum hefur verið varið í viðgerðir á byggingu gamla Landspítalans við Hringbraut vegna leka sem var í húsinu. Skemmdirnar ollu myglu inni í veggjum sem leiddi meðal annars til veikinda meðal starfsmanna. Heilbrigðisstarfsmenn sem störfuðu í húsinu höfðu fundið fyrir ýmsum einkennum vegna myglunnar. Þegar farið var að rannsaka málið kom í ljós að undir gluggum og í veggjum byggingarinnar var raki sem hafði leitt til myglu inni í veggjum. Meðal annars þurftu þrír læknar að fara í aðgerð vegna þess auk þess sem fleiri heilbrigðisstarfsmenn sem unnið hafa í húsnæðinu hafa haft hin ýmsu einkenni vegna myglunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Ingólfi Þórissyni, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Landspítalans, hefur verið unnið að því síðustu tvö ár að þétta veggi hússins auk þess sem skipt hefur verið um alla glugga byggingarinnar. „Það er búið að þétta veggi og skipta um glugga til þess að fyrirbyggja raka,“ segir Ingólfur.Þessi mynd er tekin á einni skrifstofunni en þar er gat á veggnum svo að myglan sést.Eftir að komst upp um mygluna var skipaður starfshópur til þess að finna lausn á vandanum. Ástand hússins var kannað og hvað væri hægt að gera til þess að vinna að því að bæta það. Auk þess voru könnuð hugsanleg áhrif myglunnar á bæði starfsmenn og sjúklinga. Sýkingavarnardeild Landspítalans rannsakaði hvort myglan hefði haft einhver áhrif á sýkingar meðal sjúklinga. „Við gátum ekki merkt að það hefði orðið nein aukning á sýkingum af völdum þessa í þessum hópi,“ segir Ólafur Guðlaugsson ofnæmislæknir sem kom að rannsókninni. Hins vegar kom í ljós að þeir sem unnið höfðu í byggingunni, læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk sem hafði verið lengi í byggingunni, höfðu ýmis einkenni. Til þess að reyna að hindra frekari myglu var farið í aðgerðir til að þétta veggi hússins. Myglan er hins vegar enn til staðar inni í veggjunum en búið er að mestu að stöðva lekann. „Nú er verið að meta ástandið í samráði við helstu sérfræðinga landsins og gaumgæfa hvort frekari aðgerða er þörf,“ segir Ingólfur. Margir læknar þurftu að yfirgefa skrifstofur sínar vegna myglunnar en auk þess hefur mikið plássleysi háð spítalanum. Til stendur að leysa húsnæðisvandann með því að setja upp gáma við spítalann en sú lausn kostar um 120 milljónir. Gámarnir komu til landsins í gær og farið verður í það á næstu dögum að setja þá upp.
Tengdar fréttir Veiktist vegna myglunnar Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, var einn þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem veiktust vegna myglunnar. Hann þurfti að fara í aðgerð á ennisholum vegna þessa og hefur ekki getað notað skrifstofu sína síðan upp komst um mygluna. 18. desember 2014 07:15 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
Veiktist vegna myglunnar Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, var einn þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem veiktust vegna myglunnar. Hann þurfti að fara í aðgerð á ennisholum vegna þessa og hefur ekki getað notað skrifstofu sína síðan upp komst um mygluna. 18. desember 2014 07:15