Heiður að sýna í Kunsthalle Kempten Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2014 15:45 Í Kempten Plakötin voru á auglýsingasúlum um alla borg. „Það er vissulega mikill heiður að fá að sýna í Kunsthalle Kempten. Mikilvægur partur sýningarinnar er verkið Color Gradient, plakatverk sem byggir á ljósmynd af sólarlagi. Plakötin voru sýnd á tuttugu og tveimur auglýsingasúlum um alla Kemptenborg,“ segir myndlistarkonan Katrín Agnes Klar, sem opnaði stóra einkasýningu í Kunsthalle Kempten í Suður-Þýskalandi nýlega. Sýningin ber titilinn Democratic Moment og hefur hlotið lof í þýskum fjölmiðlum, til dæmis í Allgäu Zeitung þann 10. desember, það er stærsta blaðið á þessu svæði. Katrín Agnes er stödd í lest á landamærum Serbíu og Króatíu þegar hún svarar símanum. Hún var ráðin aðstoðarkennari við listaakademíuna í München 1. desember síðastliðinn og er á ferðinni með nemendahóp þaðan. Samtímis opnun sýningarinnar kom út vegleg bók með verkum Katrínar Agnesar hjá forlaginu Revolver Publishing í Berlín sem gefur út listaverkabækur. Bókin ber sama nafn og sýningin og það var Arnar Freyr Guðmundsson, grafískur hönnuður, sem gekk frá henni. Í bókinni eru textar eftir listfræðinginn Agnieszka Roguski og myndlistarmennina Aernout Mik, Önnu Jermolaewa og Ragnar Kjartansson.Katrín Agnes kveðst vona að bókin hennar komi til Íslands.„Það var gaman að vinna að bókinni og það er ánægjulegt að hún skuli vera komin út. Ég vona að hún verði fáanleg á Íslandi,“ segir Katrín Agnes, sem segir áhersluna þar vera á nýjustu verkin en einnig séu myndir frá ferlinum. Katrín Agnes er að mestu alin upp í Þýskalandi en talar lýtalausa íslensku enda kveðst hún eiga sterkar rætur á Íslandi í gegn um móður sína, Ingu Ragnarsdóttur myndlistarkonu. „Ég hef lengst dvalið á Íslandi í eitt ár, það var nýlega og þá var ég að vinna í myndlist,“ upplýsir hún. Katrín Agnes útskrifaðist úr akademíunni í München á síðasta ári. Við útskriftina hlaut hún hin svokölluðu Debutanten-verðlaun sem bæverska menntamálaráðuneytið veitir snjöllum upprennandi myndlistarmanni. Þau voru fólgin í að halda einkasýningu í opinberu safni ásamt því að fá styrk til bókaútgáfu. Nú er afraksturinn kominn í ljós. Fyrir tveimur árum var Katrín Agnes valin úr hópi nemenda akademíunnar og vann samkeppni um að gera verk í opinbera bygginu í Berlín sem væntanlega verður vígð formlega næsta vor og þar með listaverkið hennar líka. Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Það er vissulega mikill heiður að fá að sýna í Kunsthalle Kempten. Mikilvægur partur sýningarinnar er verkið Color Gradient, plakatverk sem byggir á ljósmynd af sólarlagi. Plakötin voru sýnd á tuttugu og tveimur auglýsingasúlum um alla Kemptenborg,“ segir myndlistarkonan Katrín Agnes Klar, sem opnaði stóra einkasýningu í Kunsthalle Kempten í Suður-Þýskalandi nýlega. Sýningin ber titilinn Democratic Moment og hefur hlotið lof í þýskum fjölmiðlum, til dæmis í Allgäu Zeitung þann 10. desember, það er stærsta blaðið á þessu svæði. Katrín Agnes er stödd í lest á landamærum Serbíu og Króatíu þegar hún svarar símanum. Hún var ráðin aðstoðarkennari við listaakademíuna í München 1. desember síðastliðinn og er á ferðinni með nemendahóp þaðan. Samtímis opnun sýningarinnar kom út vegleg bók með verkum Katrínar Agnesar hjá forlaginu Revolver Publishing í Berlín sem gefur út listaverkabækur. Bókin ber sama nafn og sýningin og það var Arnar Freyr Guðmundsson, grafískur hönnuður, sem gekk frá henni. Í bókinni eru textar eftir listfræðinginn Agnieszka Roguski og myndlistarmennina Aernout Mik, Önnu Jermolaewa og Ragnar Kjartansson.Katrín Agnes kveðst vona að bókin hennar komi til Íslands.„Það var gaman að vinna að bókinni og það er ánægjulegt að hún skuli vera komin út. Ég vona að hún verði fáanleg á Íslandi,“ segir Katrín Agnes, sem segir áhersluna þar vera á nýjustu verkin en einnig séu myndir frá ferlinum. Katrín Agnes er að mestu alin upp í Þýskalandi en talar lýtalausa íslensku enda kveðst hún eiga sterkar rætur á Íslandi í gegn um móður sína, Ingu Ragnarsdóttur myndlistarkonu. „Ég hef lengst dvalið á Íslandi í eitt ár, það var nýlega og þá var ég að vinna í myndlist,“ upplýsir hún. Katrín Agnes útskrifaðist úr akademíunni í München á síðasta ári. Við útskriftina hlaut hún hin svokölluðu Debutanten-verðlaun sem bæverska menntamálaráðuneytið veitir snjöllum upprennandi myndlistarmanni. Þau voru fólgin í að halda einkasýningu í opinberu safni ásamt því að fá styrk til bókaútgáfu. Nú er afraksturinn kominn í ljós. Fyrir tveimur árum var Katrín Agnes valin úr hópi nemenda akademíunnar og vann samkeppni um að gera verk í opinbera bygginu í Berlín sem væntanlega verður vígð formlega næsta vor og þar með listaverkið hennar líka.
Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira