Kjarninn er hryllilegur Friðrika Benónýsdóttir skrifar 27. desember 2014 10:00 Elma Stefanía og Vigdís Hrefna “Snilldin hjá Halldóri er að veita okkur innsýn inní tilfinningalíf svo ólíkra persóna.“ Vísir/Valli Það er allt á suðupunkti baksviðs við stóra svið Þjóðleikhússins í vikunni fyrir jól. Rennsli á Sjálfstæðu fólki er að ljúka og leikstjórinn, Þorleifur Örn Arnarsson, höfundar leikgerðinnar, Ólafur Egilsson og símon Birgisson, leikmyndateiknarinn Vytautas Narbutas, að ógleymdum aðalleikaranum Atla Rafni Sigurðssyni, öðrum leikurum og sviðsmönnum, eiga í eldheitum samræðum í öllum hornum. Það er þó enginn af þessum heiðursmönnum sem ég er komin til að hitta heldur leikkonurnar Elmu Stefaníu Ágústsdóttur og Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur sem leika mæðgurnar Ástu Sóllilju og Rósu. Þegar við höfum fundið okkur sæmilega friðsælt afdrep í kraðakinu byrja ég á því að spyrja þær hvort það sé satt sem kvisast hafi út að verið sé að breyta þessu ástsæla verki í eitthvert femínistaávarp. Vigdís: „Auðvitað mótast okkar sýning af viðhorfum samtímans og femínismi og staða konunnar er okkur ofarlega í huga. Kvenpersónur verksins eru bókstaflega seldar án þeirra samþykkis og vitundar. Höfundar leikgerðarinnar, leikstjórinn og leikhópurinn allur hafa verið alveg óhrædd við að taka afstöðu í túlkuninni á verkinu.“En áherslan er meira á upplifun kvennanna tveggja, Rósu og Ástu Sóllilju, á yfirgangi Bjarts en hefur verið í fyrri leikgerðum, ekki satt? Elma: „Ég veit það nú ekki, held þetta snúist fyrst og fremst um hvernig við birtum Bjart. Ef hann er birtur sem rómantísk hetja þá litast sýningin af því, en ef við afhjúpum hann svolítið sem þann mann sem hann í rauninni er þá verða viðbrögðin í samræmi við það. Mér finnst okkur hafa tekist mjög vel að kjarna hans persónu í þessari sýningu. Það er bara svo margt hræðilegt sem gerist í þessu verki og maður fer að spyrja sjálfan sig: hvar er fegurðin? Fegurð bókmenntatexta getur legið á svo mörgum sviðum og vakið manni von en kjarninn í því sem gerist er samt svo hryllilegur.“ Vigdís: „Bókin fjallar auðvitað um allt þetta fólk. Snilldin hjá Halldóri er að veita okkur innsýn inní tilfinningalíf svo ólíkra persóna. Hvort sem það er 13 ára stúlkubarn sem er misnotað eða ófrísk kona. Hann hefur svo mikinn skilning á mannskepnunni. Og það er mjög sterkt í bókinni og hefur verið mjög frjór jarðvegur fyrir okkur að sækja í.”Þrívíðar persónur Bjartur hefur í gegnum tíðina orðið einhvers konar ímynd þjóðarinnar og af sumum álitinn hetja, það hefur minna verið horft á þessar dökku hliðar hans. Vigdís: „Maður hefur eðlilega samúð með lítilmagnanum, og það er Bjartur vissulega, bæði hvað varðar þjóðfélagsstöðu og hans eigin skapgerðarbresti. Maður finnur til með honum þótt hann sé sinn eigin versti óvinur.“ Elma: „Hann hefur lengi verið ákveðið tákn fyrir sjálfstæðisþrá mannsins, sjálfstæði Íslendinga jafnvel, og við hugsum um hann sem slíkan. En þessi sjálfstæðisbarrátta, eins og Laxness lýsir henni, er vissulega blóðugt stríð.” Vigdís: „Það er þessi fallegi tónn í honum, skáldið, sem gerir hann margbrotinn og upphefur hann yfir það að vera bara fauti. Hann semur ljóð, nefnir dóttur sína Ástu Sóllilju og bæinn sinn Sumarhús. Þetta gefur honum fleiri víddir sem manneskju og þar af leiðandi er hann áhugaverðari.“Hvað um birtingarmynd kvennanna í þessari sýningu? Fáum við einhverja nýja sýn á Ástu Sóllilju til dæmis? Elma: „Ásta Sóllilja, rétt eins og Rósa, hefur lifað með þjóðinni í mörg ár. Mér hefur sjálfri þótt ofboðslega vænt um hana síðan ég las bókina fyrst. Ég gleymi því aldrei hvað ég fann rosalega til með henni. Ég veit ekki hvort áhorfendur fá nýja sýn á hana, ég reyni bara eins og ég get að vinna hana eins og hún er fyrir mér þannig að einhver nýr vinkill hlýtur að koma á hana. Sárast er að hennar upplifun á eigin harmi og þeim brotum sem framin eru á henni er að hún reynir að leita skýringa hjá sjálfri sér. Hvað hún gerði rangt. Þótt hún sé vissulega fórnarlamb.“Hismið flysjað burt Vigdís: „Ég held að það sem er einkennandi fyrir þessa uppsetningu sé að það er búið að flysja allt burt nema það sem þarf að vera með, við ætlum ekki að bjóða upp á sjö tíma rjómabolluleiksýningu með marengs. Verkið er nöturlegt og við erum ekki hrædd við að sýna það. Það lýsir veruleika sem er ekki svo fjarlægur, hugsunarhætti sem er enn með þjóðinni, heimóttarskap og fordómum. Þessi blygðunarlausa einstaklingshyggja og klíkuskapur sem gegnsýrir okkar samfélag hér á Íslandi. Inní þetta kemur svo fólk af holdi og blóði, sem er að berjast fyrir tilveru sinni. Semsagt, Ísland í dag. “Rósa hefur alltaf fengið óskipta samúð þjóðarinnar. Gerir hún ekkert rangt? Vigdís: „Hún sefur náttúrulega hjá röngum manni, það er hennar brot. Hún heldur í eitt augnablik að hún geti komist uppúr sinni stétt. En þetta fólk er pikkfast í fátæktargildru sem það á ekki möguleika á að komast út úr. Það er auðvitað mikill heiður að fá að leika Rósu. Ég upplifði líka miklu sterkar þegar ég las bókina aftur núna, orðin móðir og lífsreyndari en þegar ég las hana fyrst um tvítugt, Rósa svo miklu sterkari persóna en ég upplifði hana þá. Hún berst alveg fram í rauðan dauðann fyrir lífi sínu og barnsins síns, í vonlausum aðstæðum.“Eins og skrifað í gær Vigdís: „Þessi saga er auðvitað saga þjóðar og þessi sýning er ein útgáfa af Sjálfstæðu fólki, þeir tímar sem við lifum núna hafa áhrif á hana. Við erum með ríkisstjórn sem virðir að vettugi þær grunnstoðir sem við nefnum samfélag. Menn sem ganga blygðunarlaust erindreka hagsmunahópa og peningaafla. Ríkisstjórn sem sker niður með því markmiði að auka stéttaskiptingu og mismun á Íslandi. Þannig að þetta eru hættulegir tímar. Að setja Sjálfstætt fólk upp á slíkum tímum getur ekki annað en haft áhrif á uppfærsluna, annað væri heigulskapur og blinda. Þannig að já, þetta er mikilvæg sýning.“ Elma: „Sjálfstætt fólk er klassískt verk. Það átti erindi við okkur þegar það kom út fyrir um áttatíu árum og það á enn fullt erindi við okkur. Því miður, gæti maður sagt, ef litið er á pólitíska línu verksins sem kristallast í spillingu og elur á því að þeir fátæku verði fátækari og þeir ríku ríkari.“ Einhvern veginn hefur maður það á tilfinningunni að margir séu strax komnir í þær stellingar að þessi sýning sé á einhvern hátt að brjóta á verkinu, er eitthvað til í? Vigdís: „Það finnst mér alls ekki, mér finnst hún einmitt mjög trú verkinu. En það er alltaf þannig þegar verið er að leika svona stórar og frægar sögur sem eru sterkar í okkar menningarheimi, tala nú ekki um þegar það eru íslenskar sögur, að það er aldrei hægt að þóknast öllum. Það er bara hægt að gera það sem maður sjálfur trúir að sé rétt, segja sína útgáfu af sögunni og kannski fær hún samhljóm hjá einhverjum öðrum. En það er hins vegar rétt að í þessari uppsetningu er engin vægð, enginn rósrauður bjarmi.“Við hverju mega þá leikhúsgestir búast þegar þeir koma á þessa sýningu? Vigdís: „Vonandi að þeir verði snortnir. Og að þeir fari hugsi heim.“ Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það er allt á suðupunkti baksviðs við stóra svið Þjóðleikhússins í vikunni fyrir jól. Rennsli á Sjálfstæðu fólki er að ljúka og leikstjórinn, Þorleifur Örn Arnarsson, höfundar leikgerðinnar, Ólafur Egilsson og símon Birgisson, leikmyndateiknarinn Vytautas Narbutas, að ógleymdum aðalleikaranum Atla Rafni Sigurðssyni, öðrum leikurum og sviðsmönnum, eiga í eldheitum samræðum í öllum hornum. Það er þó enginn af þessum heiðursmönnum sem ég er komin til að hitta heldur leikkonurnar Elmu Stefaníu Ágústsdóttur og Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur sem leika mæðgurnar Ástu Sóllilju og Rósu. Þegar við höfum fundið okkur sæmilega friðsælt afdrep í kraðakinu byrja ég á því að spyrja þær hvort það sé satt sem kvisast hafi út að verið sé að breyta þessu ástsæla verki í eitthvert femínistaávarp. Vigdís: „Auðvitað mótast okkar sýning af viðhorfum samtímans og femínismi og staða konunnar er okkur ofarlega í huga. Kvenpersónur verksins eru bókstaflega seldar án þeirra samþykkis og vitundar. Höfundar leikgerðarinnar, leikstjórinn og leikhópurinn allur hafa verið alveg óhrædd við að taka afstöðu í túlkuninni á verkinu.“En áherslan er meira á upplifun kvennanna tveggja, Rósu og Ástu Sóllilju, á yfirgangi Bjarts en hefur verið í fyrri leikgerðum, ekki satt? Elma: „Ég veit það nú ekki, held þetta snúist fyrst og fremst um hvernig við birtum Bjart. Ef hann er birtur sem rómantísk hetja þá litast sýningin af því, en ef við afhjúpum hann svolítið sem þann mann sem hann í rauninni er þá verða viðbrögðin í samræmi við það. Mér finnst okkur hafa tekist mjög vel að kjarna hans persónu í þessari sýningu. Það er bara svo margt hræðilegt sem gerist í þessu verki og maður fer að spyrja sjálfan sig: hvar er fegurðin? Fegurð bókmenntatexta getur legið á svo mörgum sviðum og vakið manni von en kjarninn í því sem gerist er samt svo hryllilegur.“ Vigdís: „Bókin fjallar auðvitað um allt þetta fólk. Snilldin hjá Halldóri er að veita okkur innsýn inní tilfinningalíf svo ólíkra persóna. Hvort sem það er 13 ára stúlkubarn sem er misnotað eða ófrísk kona. Hann hefur svo mikinn skilning á mannskepnunni. Og það er mjög sterkt í bókinni og hefur verið mjög frjór jarðvegur fyrir okkur að sækja í.”Þrívíðar persónur Bjartur hefur í gegnum tíðina orðið einhvers konar ímynd þjóðarinnar og af sumum álitinn hetja, það hefur minna verið horft á þessar dökku hliðar hans. Vigdís: „Maður hefur eðlilega samúð með lítilmagnanum, og það er Bjartur vissulega, bæði hvað varðar þjóðfélagsstöðu og hans eigin skapgerðarbresti. Maður finnur til með honum þótt hann sé sinn eigin versti óvinur.“ Elma: „Hann hefur lengi verið ákveðið tákn fyrir sjálfstæðisþrá mannsins, sjálfstæði Íslendinga jafnvel, og við hugsum um hann sem slíkan. En þessi sjálfstæðisbarrátta, eins og Laxness lýsir henni, er vissulega blóðugt stríð.” Vigdís: „Það er þessi fallegi tónn í honum, skáldið, sem gerir hann margbrotinn og upphefur hann yfir það að vera bara fauti. Hann semur ljóð, nefnir dóttur sína Ástu Sóllilju og bæinn sinn Sumarhús. Þetta gefur honum fleiri víddir sem manneskju og þar af leiðandi er hann áhugaverðari.“Hvað um birtingarmynd kvennanna í þessari sýningu? Fáum við einhverja nýja sýn á Ástu Sóllilju til dæmis? Elma: „Ásta Sóllilja, rétt eins og Rósa, hefur lifað með þjóðinni í mörg ár. Mér hefur sjálfri þótt ofboðslega vænt um hana síðan ég las bókina fyrst. Ég gleymi því aldrei hvað ég fann rosalega til með henni. Ég veit ekki hvort áhorfendur fá nýja sýn á hana, ég reyni bara eins og ég get að vinna hana eins og hún er fyrir mér þannig að einhver nýr vinkill hlýtur að koma á hana. Sárast er að hennar upplifun á eigin harmi og þeim brotum sem framin eru á henni er að hún reynir að leita skýringa hjá sjálfri sér. Hvað hún gerði rangt. Þótt hún sé vissulega fórnarlamb.“Hismið flysjað burt Vigdís: „Ég held að það sem er einkennandi fyrir þessa uppsetningu sé að það er búið að flysja allt burt nema það sem þarf að vera með, við ætlum ekki að bjóða upp á sjö tíma rjómabolluleiksýningu með marengs. Verkið er nöturlegt og við erum ekki hrædd við að sýna það. Það lýsir veruleika sem er ekki svo fjarlægur, hugsunarhætti sem er enn með þjóðinni, heimóttarskap og fordómum. Þessi blygðunarlausa einstaklingshyggja og klíkuskapur sem gegnsýrir okkar samfélag hér á Íslandi. Inní þetta kemur svo fólk af holdi og blóði, sem er að berjast fyrir tilveru sinni. Semsagt, Ísland í dag. “Rósa hefur alltaf fengið óskipta samúð þjóðarinnar. Gerir hún ekkert rangt? Vigdís: „Hún sefur náttúrulega hjá röngum manni, það er hennar brot. Hún heldur í eitt augnablik að hún geti komist uppúr sinni stétt. En þetta fólk er pikkfast í fátæktargildru sem það á ekki möguleika á að komast út úr. Það er auðvitað mikill heiður að fá að leika Rósu. Ég upplifði líka miklu sterkar þegar ég las bókina aftur núna, orðin móðir og lífsreyndari en þegar ég las hana fyrst um tvítugt, Rósa svo miklu sterkari persóna en ég upplifði hana þá. Hún berst alveg fram í rauðan dauðann fyrir lífi sínu og barnsins síns, í vonlausum aðstæðum.“Eins og skrifað í gær Vigdís: „Þessi saga er auðvitað saga þjóðar og þessi sýning er ein útgáfa af Sjálfstæðu fólki, þeir tímar sem við lifum núna hafa áhrif á hana. Við erum með ríkisstjórn sem virðir að vettugi þær grunnstoðir sem við nefnum samfélag. Menn sem ganga blygðunarlaust erindreka hagsmunahópa og peningaafla. Ríkisstjórn sem sker niður með því markmiði að auka stéttaskiptingu og mismun á Íslandi. Þannig að þetta eru hættulegir tímar. Að setja Sjálfstætt fólk upp á slíkum tímum getur ekki annað en haft áhrif á uppfærsluna, annað væri heigulskapur og blinda. Þannig að já, þetta er mikilvæg sýning.“ Elma: „Sjálfstætt fólk er klassískt verk. Það átti erindi við okkur þegar það kom út fyrir um áttatíu árum og það á enn fullt erindi við okkur. Því miður, gæti maður sagt, ef litið er á pólitíska línu verksins sem kristallast í spillingu og elur á því að þeir fátæku verði fátækari og þeir ríku ríkari.“ Einhvern veginn hefur maður það á tilfinningunni að margir séu strax komnir í þær stellingar að þessi sýning sé á einhvern hátt að brjóta á verkinu, er eitthvað til í? Vigdís: „Það finnst mér alls ekki, mér finnst hún einmitt mjög trú verkinu. En það er alltaf þannig þegar verið er að leika svona stórar og frægar sögur sem eru sterkar í okkar menningarheimi, tala nú ekki um þegar það eru íslenskar sögur, að það er aldrei hægt að þóknast öllum. Það er bara hægt að gera það sem maður sjálfur trúir að sé rétt, segja sína útgáfu af sögunni og kannski fær hún samhljóm hjá einhverjum öðrum. En það er hins vegar rétt að í þessari uppsetningu er engin vægð, enginn rósrauður bjarmi.“Við hverju mega þá leikhúsgestir búast þegar þeir koma á þessa sýningu? Vigdís: „Vonandi að þeir verði snortnir. Og að þeir fari hugsi heim.“
Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira