Rannsókn sérstaks saksóknara á Sjóvármálinu hætt Haraldur Guðmundsson skrifar 30. desember 2014 07:00 Sérstakur saksóknari tók eignarhald Milestone í Sjóvá til rannsóknar í júlí 2009. Rannsókn sérstaks saksóknara á meintum umboðssvikum fyrrverandi eigenda og stjórnenda tryggingafélagsins Sjóvár er lokið og er niðurstaðan sú að ekki er talið efni til ákæru. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Ákvörðunin um að láta málið niður falla var tekin skömmu fyrir jól en rannsóknin hafði þá staðið yfir í fimm og hálft ár. „Ég er búinn að búast við þessu lengi en ég hef verið með stöðu grunaðs manns í 65 mánuði,“ segir Þór Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Sjóvár. Sérstakur saksóknari tók eignarhald Milestone í Sjóvá til rannsóknar í júlí 2009. Skömmu áður höfðu starfsmenn embættisins, Fjármálaeftirlitsins og lögreglunnar farið í umfangsmikla húsleit í höfuðstöðvum Milestone og dótturfélagsins Sjóvár. Einnig var leitað á heimilum Karls Wernerssonar, eiganda Milestone, Guðmundar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra félagsins, og Þórs Sigfússonar. Milestone keypti Sjóvá árið 2006 en rannsóknin sneri meðal annars að lánveitingum úr bótasjóði Sjóvár og því hvort stjórnendur og eigendur tryggingafélagsins hefðu með fjárfestingum farið út fyrir heimildir sínar. „Ég hef ekki heyrt í neinum frá embættinu í tæp þrjú ár. Það eina sem ég myndi hvetja til er að það verði horft til þess með lagasetningu að svona geti ekki endurtekið sig, að fólk geti verið á sjötta ár til rannsóknar,“ segir Þór og bætir við að niðurstaðan hafi verið kærkomin jólagjöf. Tengdar fréttir Tilkynning frá Sjóvá: Húsleit tengist fjárfestingastarfsemi jóvá hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna húsleitar embættis sérstaks saksóknara í höfuðstöðvum Sjóvar í morgun. Vill fyrirtækið árétta að sú rannsókn sem nú fer fram á málum er varða samskipti Sjóvár og Milestone, snýr eingöngu að fjárfestingatengdri starfsemi en hefur ekkert með tryggingastarfsemi Sjóvár að gera. 7. júlí 2009 13:55 Endurskipulagningu Sjóvár lokið Fjárhagslegri endurskipulagningu Sjóvár er lokið. Nýtt félag undir merkjum Sjóvár verður stofnað sem yfirtekur einungis vátryggingastarfsemi hins eldra félags. Fram kemur í tilkynningu að þetta feli í sér að fasteignatengd fjárfestingastarfsemi er skilin frá hefðbundinni vátryggingastarfsemi Sjóvár. Þar segir einnig að sú rannsókn sem nú stendur yfir af hálfu yfirvalda snerti ekki núverandi starfsemi Sjóvár. 8. júlí 2009 16:27 Þór Sigfússon formaður SA fer í frí Vefsíða Samtaka atvinnulífsins segir að Þór Sigfússon, formaður SA, hafi ákveðið að taka sér leyfi frá störfum sem formaður Samtaka atvinnulífsins um óákveðinn tíma, frá og með 9. júlí, þar til mál skýrast varðandi stöðu hans í rannsókn sérstaks saksóknara á fjárfestingarstarfsemi Sjóvar. 9. júlí 2009 18:24 Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Ólöf til liðs við Athygli Atvinnuleysi tvöfaldaðist í september Lög um Bankasýsluna verði afnumin Tekjur jukust um sjö prósent milli ára Hagnaður dregst saman um tæpa tvo milljarða króna Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaunin Bein útsending: Markaðsmál í brennidepli á nýsköpunarþingi Sjá meira
Rannsókn sérstaks saksóknara á meintum umboðssvikum fyrrverandi eigenda og stjórnenda tryggingafélagsins Sjóvár er lokið og er niðurstaðan sú að ekki er talið efni til ákæru. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Ákvörðunin um að láta málið niður falla var tekin skömmu fyrir jól en rannsóknin hafði þá staðið yfir í fimm og hálft ár. „Ég er búinn að búast við þessu lengi en ég hef verið með stöðu grunaðs manns í 65 mánuði,“ segir Þór Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Sjóvár. Sérstakur saksóknari tók eignarhald Milestone í Sjóvá til rannsóknar í júlí 2009. Skömmu áður höfðu starfsmenn embættisins, Fjármálaeftirlitsins og lögreglunnar farið í umfangsmikla húsleit í höfuðstöðvum Milestone og dótturfélagsins Sjóvár. Einnig var leitað á heimilum Karls Wernerssonar, eiganda Milestone, Guðmundar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra félagsins, og Þórs Sigfússonar. Milestone keypti Sjóvá árið 2006 en rannsóknin sneri meðal annars að lánveitingum úr bótasjóði Sjóvár og því hvort stjórnendur og eigendur tryggingafélagsins hefðu með fjárfestingum farið út fyrir heimildir sínar. „Ég hef ekki heyrt í neinum frá embættinu í tæp þrjú ár. Það eina sem ég myndi hvetja til er að það verði horft til þess með lagasetningu að svona geti ekki endurtekið sig, að fólk geti verið á sjötta ár til rannsóknar,“ segir Þór og bætir við að niðurstaðan hafi verið kærkomin jólagjöf.
Tengdar fréttir Tilkynning frá Sjóvá: Húsleit tengist fjárfestingastarfsemi jóvá hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna húsleitar embættis sérstaks saksóknara í höfuðstöðvum Sjóvar í morgun. Vill fyrirtækið árétta að sú rannsókn sem nú fer fram á málum er varða samskipti Sjóvár og Milestone, snýr eingöngu að fjárfestingatengdri starfsemi en hefur ekkert með tryggingastarfsemi Sjóvár að gera. 7. júlí 2009 13:55 Endurskipulagningu Sjóvár lokið Fjárhagslegri endurskipulagningu Sjóvár er lokið. Nýtt félag undir merkjum Sjóvár verður stofnað sem yfirtekur einungis vátryggingastarfsemi hins eldra félags. Fram kemur í tilkynningu að þetta feli í sér að fasteignatengd fjárfestingastarfsemi er skilin frá hefðbundinni vátryggingastarfsemi Sjóvár. Þar segir einnig að sú rannsókn sem nú stendur yfir af hálfu yfirvalda snerti ekki núverandi starfsemi Sjóvár. 8. júlí 2009 16:27 Þór Sigfússon formaður SA fer í frí Vefsíða Samtaka atvinnulífsins segir að Þór Sigfússon, formaður SA, hafi ákveðið að taka sér leyfi frá störfum sem formaður Samtaka atvinnulífsins um óákveðinn tíma, frá og með 9. júlí, þar til mál skýrast varðandi stöðu hans í rannsókn sérstaks saksóknara á fjárfestingarstarfsemi Sjóvar. 9. júlí 2009 18:24 Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Ólöf til liðs við Athygli Atvinnuleysi tvöfaldaðist í september Lög um Bankasýsluna verði afnumin Tekjur jukust um sjö prósent milli ára Hagnaður dregst saman um tæpa tvo milljarða króna Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaunin Bein útsending: Markaðsmál í brennidepli á nýsköpunarþingi Sjá meira
Tilkynning frá Sjóvá: Húsleit tengist fjárfestingastarfsemi jóvá hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna húsleitar embættis sérstaks saksóknara í höfuðstöðvum Sjóvar í morgun. Vill fyrirtækið árétta að sú rannsókn sem nú fer fram á málum er varða samskipti Sjóvár og Milestone, snýr eingöngu að fjárfestingatengdri starfsemi en hefur ekkert með tryggingastarfsemi Sjóvár að gera. 7. júlí 2009 13:55
Endurskipulagningu Sjóvár lokið Fjárhagslegri endurskipulagningu Sjóvár er lokið. Nýtt félag undir merkjum Sjóvár verður stofnað sem yfirtekur einungis vátryggingastarfsemi hins eldra félags. Fram kemur í tilkynningu að þetta feli í sér að fasteignatengd fjárfestingastarfsemi er skilin frá hefðbundinni vátryggingastarfsemi Sjóvár. Þar segir einnig að sú rannsókn sem nú stendur yfir af hálfu yfirvalda snerti ekki núverandi starfsemi Sjóvár. 8. júlí 2009 16:27
Þór Sigfússon formaður SA fer í frí Vefsíða Samtaka atvinnulífsins segir að Þór Sigfússon, formaður SA, hafi ákveðið að taka sér leyfi frá störfum sem formaður Samtaka atvinnulífsins um óákveðinn tíma, frá og með 9. júlí, þar til mál skýrast varðandi stöðu hans í rannsókn sérstaks saksóknara á fjárfestingarstarfsemi Sjóvar. 9. júlí 2009 18:24