Erlent

Þúsundir mótmæltu í Moskvu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Navalny-bræður vilja meina að stjórnvöld ofsæki þá vegna skoðana sinna. Hér sést Alexei í kjölfar handtökunnar í gær.
Navalny-bræður vilja meina að stjórnvöld ofsæki þá vegna skoðana sinna. Hér sést Alexei í kjölfar handtökunnar í gær. vísir/ap
Yfir hundrað mótmælendur voru handteknir í Moskvuborg í gær. Meðal hinna handteknu var Alexei Navalny, einn þekktasti aðgerðasinni landsins, en mótmælin brutust út í kjölfar þess að bróðir hans var dæmdur í fangelsi. Navalny var fluttur aftur á heimili sitt þar sem hann hefur setið í stofufangelsi síðan í febrúar.

Er heim var komið tísti Navalny á samskiptavefnum Twitter þar sem hann brýndi fyrir fólki að mótmæla áfram. Pútín gæti ekki handtekið alla. Fjöldi mótmælenda var vel á þriðja þúsund. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×