Skemmtilega plottdrifið verk Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. desember 2014 09:00 „Okkar Dúkkuheimili er Ísland í dag og um leið allur heimurinn,“ segir Harpa. Vísir/GVA „Dúkkuheimili er af sumum talið eitt best skrifaða leikrit allra tíma. Þegar ég las það fyrir tæpu ári, í upphafi vinnuferlisins, hugsaði ég: Ef þetta væri eftir nútímahöfund mundi maður segja, „Ja, sá er aldeilis með puttann á púlsinum.“ Þó eru 135 ár frá því það var skrifað.“ Þannig byrjar Harpa Arnardóttir að lýsa skilningi sínum á stórvirkinu sem hún leikstýrir nú á stóra sviði Borgarleikhússins. Spurningu um hvers vegna heiti verksins hafi verið breytt úr Brúðuheimili í Dúkkuheimili svarar Harpa: „Það er til að innbyrðis rökin haldi, Dúkkuheimili er vísun í texta í verkinu. Við notum frekar orðið dúkka en brúða nú til dags. Svo hefur nafnið breyst áður. Fyrsta uppsetning hér á landi, sem var í byrjun 20. aldar, hét Heimilisbrúðan.“ Hún segir nýja þýðingu Hrafnhildar Hagalín á verkinu alveg frábæra. „Öll verk þarf í raun að þýða inn í samtímann. Næmi fyrir tungumálinu skiptir svo miklu máli í túlkuninni. Við Hrafnhildur unnum saman styttingar á verkinu í vor og lögðumst í greiningu á því – djúpgreiningu.“Hilmir Snær, Valur Freyr og Unnur Ösp í hlutverkum sínum.Mynd/BorgarleikhúsiðHarpa segir Dúkkuheimili skemmtilega plottdrifið verk. „Það talar til okkar Íslendinga, það er um skuldarann og skuldunautana og hjón sem ekki vilja bara nóg af peningum heldur fullt, fullt af peningum svo ég vitni nú beint í verkið. Nóra leikur hlutverkið sem hún heldur að Helmer vilji að hún leiki og Helmer leikur hlutverkið sem hann heldur að Nóra vilji að hann leiki. Þannig er lífslygin miðlæg í verkinu.“Þetta hefur allt verið til á tímum Ibsens. „Já, það er eins og með alla klassík að þótt hún sé skrifuð inn í sinn samtíma þá tekst sumum höfundum að fara svo djúpt inn í mannseðlið sjálft. Þannig er það með Ibsen og þannig er það með Shakespeare og Grikkina og fleiri. Mannseðlið breytist ekki svo mikið þó að tíðarandinn breytist.“Hjónabandið hlýtur þó að hafa tekið dálitlum breytingum frá árinu 1879. Er það ekki áberandi í þessu verki? „Nei, Ibsen lýsir aðstæðum sem hægt er að spegla sig í en hann predikar ekki. Siðferðið breytist með tíðaranda en mannseðlið er samt við sig. Þetta er innblásið verk, þar kemur undirvitundin klárlega til hjálpar höfundinum því skilningur hans er mjög djúpur.“ Leikmynd Ilmar Stefánsdóttur vekur athygli. Fimm tonn af gúmmíkurli eru á sviðinu og Harpa segir þetta í fyrsta sinn sem dýpt stóra sviðsins upp á 25 metra sé notuð allan tímann. Hún segir teymið bak við sýninguna í sérflokki og að það sé grundvallaratriði. Leikararnir fimm sem mest mæðir á eru þau Unnur Ösp Stefánsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Þorsteinn Bachmann, Arndís Hrönn Egilsdóttir og Valur Freyr Einarsson. Svo eru börn líka í sýningunni, því heimilið er fullt af börnum. Harpa kveðst full þakklætis fyrir að fá að takast á við þetta verk. Þó að það sé mest leikna leikrit allra tíma sé hver uppfærsla listaverk út af fyrir sig. „Okkar Dúkkuheimili er Ísland í dag og um leið allur heimurinn,“ segir hún. „Bara staður og stund í mannlegri tilveru. Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Dúkkuheimili er af sumum talið eitt best skrifaða leikrit allra tíma. Þegar ég las það fyrir tæpu ári, í upphafi vinnuferlisins, hugsaði ég: Ef þetta væri eftir nútímahöfund mundi maður segja, „Ja, sá er aldeilis með puttann á púlsinum.“ Þó eru 135 ár frá því það var skrifað.“ Þannig byrjar Harpa Arnardóttir að lýsa skilningi sínum á stórvirkinu sem hún leikstýrir nú á stóra sviði Borgarleikhússins. Spurningu um hvers vegna heiti verksins hafi verið breytt úr Brúðuheimili í Dúkkuheimili svarar Harpa: „Það er til að innbyrðis rökin haldi, Dúkkuheimili er vísun í texta í verkinu. Við notum frekar orðið dúkka en brúða nú til dags. Svo hefur nafnið breyst áður. Fyrsta uppsetning hér á landi, sem var í byrjun 20. aldar, hét Heimilisbrúðan.“ Hún segir nýja þýðingu Hrafnhildar Hagalín á verkinu alveg frábæra. „Öll verk þarf í raun að þýða inn í samtímann. Næmi fyrir tungumálinu skiptir svo miklu máli í túlkuninni. Við Hrafnhildur unnum saman styttingar á verkinu í vor og lögðumst í greiningu á því – djúpgreiningu.“Hilmir Snær, Valur Freyr og Unnur Ösp í hlutverkum sínum.Mynd/BorgarleikhúsiðHarpa segir Dúkkuheimili skemmtilega plottdrifið verk. „Það talar til okkar Íslendinga, það er um skuldarann og skuldunautana og hjón sem ekki vilja bara nóg af peningum heldur fullt, fullt af peningum svo ég vitni nú beint í verkið. Nóra leikur hlutverkið sem hún heldur að Helmer vilji að hún leiki og Helmer leikur hlutverkið sem hann heldur að Nóra vilji að hann leiki. Þannig er lífslygin miðlæg í verkinu.“Þetta hefur allt verið til á tímum Ibsens. „Já, það er eins og með alla klassík að þótt hún sé skrifuð inn í sinn samtíma þá tekst sumum höfundum að fara svo djúpt inn í mannseðlið sjálft. Þannig er það með Ibsen og þannig er það með Shakespeare og Grikkina og fleiri. Mannseðlið breytist ekki svo mikið þó að tíðarandinn breytist.“Hjónabandið hlýtur þó að hafa tekið dálitlum breytingum frá árinu 1879. Er það ekki áberandi í þessu verki? „Nei, Ibsen lýsir aðstæðum sem hægt er að spegla sig í en hann predikar ekki. Siðferðið breytist með tíðaranda en mannseðlið er samt við sig. Þetta er innblásið verk, þar kemur undirvitundin klárlega til hjálpar höfundinum því skilningur hans er mjög djúpur.“ Leikmynd Ilmar Stefánsdóttur vekur athygli. Fimm tonn af gúmmíkurli eru á sviðinu og Harpa segir þetta í fyrsta sinn sem dýpt stóra sviðsins upp á 25 metra sé notuð allan tímann. Hún segir teymið bak við sýninguna í sérflokki og að það sé grundvallaratriði. Leikararnir fimm sem mest mæðir á eru þau Unnur Ösp Stefánsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Þorsteinn Bachmann, Arndís Hrönn Egilsdóttir og Valur Freyr Einarsson. Svo eru börn líka í sýningunni, því heimilið er fullt af börnum. Harpa kveðst full þakklætis fyrir að fá að takast á við þetta verk. Þó að það sé mest leikna leikrit allra tíma sé hver uppfærsla listaverk út af fyrir sig. „Okkar Dúkkuheimili er Ísland í dag og um leið allur heimurinn,“ segir hún. „Bara staður og stund í mannlegri tilveru.
Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira